Auglýsingablaðið

805. TBL 21. október 2015 kl. 11:18 - 11:18 Eldri-fundur

Starf á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar
Óskum eftir að ráða tímabundið starfsmann á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar í fullt starf. Um er að ræða almenn skrifstofustörf s.s. greiðslu reikninga, símsvörun, skjalavörslu, umsjón með félagsþjónustu og fl.
Reynsla af skrifstofustörfum er æskileg sem og innsýn í bókhaldsvinnu og skjalavörslu. 
Góð samskiptafærni er mikilvæg. 
Umsóknarfrestur er til 29. október n.k.
Nánari upplýsingar um starfið eru veittar á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar.
Sveitarstjóri

Leikskólinn Krummakot óskar eftir að ráða starfsmann í blönduð störf
Um er að ræða 100% starf frá 1. nóvember.
Leitað er eftir starfsmanni sem hefur:
• Mikinn áhuga á uppeldi og menntun barna
• Ánægju af starfi með börnum
• Góða samskipta- og samstarfshæfileika 
• Áhuga á faglegri uppbyggingu leikskólastarfs
Krummakot er þriggja deilda leikskóli staðsettur í Hrafnagilshverfinu. Fjöldi nemenda er rúmlega fimmtíu og deildir aldursskiptar. Verið er að innleiða Jákvæðan aga og markvisst unnið með læsi, dygðir, umhverfisstarf, hreyfingu og tónlist. Heimasíða Krummakots er www.krummi.is
Krummakot vinnur markvisst að því að jafna stöðu kynjanna á vinnustaðnum og hvetur karla jafnt sem konur að sækja um starfið. Það er til samræmis við jafnréttislög no. 10/2008
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Einingar Iðju og Launanefndar sveitarfélaga.
Allar nánari upplýsingar veitir Hugrún Sigmundsdóttir leikskólastjórnandi í 
s. 464-8120/ 892-7461, netfang krummakot@krummi.is
Umsóknum skal skilað á netfangið krummakot@krummi.is 
Umsóknarfrestur er til 30. október n.k.

Sveitaþrek!!!!
Nú er Sveitaþrekið að renna af stað inn í enn einn veturinn og okkur vantar fleiri þátttakendur!
Sveitaþrek er er holl og góð hreyfing sem hentar öllum, byrjendum og lengra komnum. Við hittumst á þriðjudags- og fimmtudagsmorgnum kl.6.05 fyrir utan sundlaugina og hreyfum okkur bæði hratt og hægt til kl.7.00. Á meðan veðrið er svona gott erum við úti en þegar fer að snjóa færum við okkur inn í íþróttahús og höldum þar uppteknum hætti.
Næstu tímar verða sérstaklega þægilegir þar sem við erum að fara af stað eftir nokkuð langt hlé þannig að nú er lag fyrir alla þá sem hafa verið að hugsa um að koma og prófa að láta verða af því.
Allar upplýsingar gefur Arnar í s. 863-2513

Frá Laugalandsprestakalli
Messa í Möðruvallakirkju sunnudaginn 25. október kl.11.00.
Allir hjartanlega velkomnir.
Sóknarprestur

Freyvangsleikhúsið frumsýnir Klaufa og kóngsdætur
Frumsýning laugardaginn 24. október kl.20.00 uppselt
2. sýning sunnudaginn 25. október kl.14.00
3. sýning laugardaginn 31. október kl.14.00
4. sýning sunnudaginn 1. nóvember kl.14.00
Klaufar og kóngsdætur er fjölskylduleikrit byggt á sögum H.C. Andersen. 
Höfundar eru þrír ljótir hálfvitar; Ármann, Sævar og Þorgeir. Ármann leikstýrir einnig. Skúli Gautason sér um tónlistarstjórnun.
Verkið var frumflutt í Þjóðleikhúsinu árið 2005 og hlaut Grímuverðlaunin „barnaleikrit ársins“.
Nánari upplýsingar og miðapantanir í s. 857-5598 (kl.17.00-19.00 virka daga og kl.10.00-13.00 um helgar) en einnig á freyvangur.net, facebook.com/freyvangur og Eymundsson Akureyri.

Kaffihlaðborð, kynningar, spákona og Origami kennsla á Silvu Syðra- Laugalandi efra 
Miðvikudaginn 28. október verður opið hús á Silvu frá kl.20.00-22.30. Þá verður boðið upp á kaffihlaðborð sem samanstendur af bragðgóðum réttum sem gera gott í kroppinn. Engin verðbólga hér – sama verð og síðasta haust 1.500 kr. 
Kynningar t.d. snyrtivörur, barnafatnaður, pottar, olíur, vítamín og margt fleira.
Spákona, lestur í spil, kennsla í origami og fleira skemmtilegt.
Grípið með ykkur góð skæri og góða skapið, annað verður á staðnum.

Ungfolahólf Náttfara
Eigendur ungfola í ungfolahólfum Náttfara eru beðnir um að nálgast þá n.k. laugardag þann 24. október kl.13.00. 
Stjórn Náttfara

Haustfundur Iðunnar
Haustfundur kvenfélagsins Iðunnar verður haldinn á Lamb-Inn laugardagskvöldið 24. október kl.20.00
Nýjar félagskonur hjartanlega velkomnar.
Stjórnin

Bílskúrssala
Bílskúrssala í Vallartröð 1, Hrafnagilshverfi sunnudaginn 1. nóvember 
kl.14.00-18.00. Allt milli himins og jarðar! Gamlir og nýjir kjólar og allskyns annar fatnaður á vægu verði. Stærðir frá 0-100 ára á stráka, stelpur, stelpustráka og strákastelpur. Einnig allskyns dótarí, sitt lítið af flest öllu o.s.frv. Um að gera að skella sér í sunnudagsbíltúr í sveitinni.

Getum við bætt efni síðunnar?