Auglýsingablaðið

827. TBL 23. mars 2016 kl. 07:25 - 07:25 Eldri-fundur

Gámasvæðið í Eyjafjarðarsveit
Gámasvæðið verður lokað á föstudaginn langa, 26.mars.

Páskaganga og vöfflukaffi Dalbjargar
Eins og undanfarin ár verður páskaganga Dalbjargar á föstudaginn langa, þann 25. mars nk. Gangan hefst við húsið okkar Dalborg í Hrafnagilshverfinu kl. 10 og gengið verður gömlu bakkana að Munkaþverá. Hægt verður að velja um nokkrar vegalengdir svo allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi, auk þess sem drykkjarstöðvar verða á leiðinni.
Þátttökugjald í göngunni eru 1500 kr. fyrir 13 ára og eldri og 500 kr. fyrir 6-12 ára. Innifalið í því eru vöfflur og kaffi í nýja húsinu okkar að lokinni göngu. Einnig er hægt að leggja frjáls framlög inn á reikninginn okkar, 302-26-12484 og
kt. 530585-0349
Við hvetjum auðvitað sem flesta til að mæta, ganga, skokka eða hjóla og styðja við bakið á Dalbjargarfélögum. Eins og í fyrra ætlar unglingadeildin og umsjónarmenn hennar að sjá um gönguna. Þetta er því kjörið tækifæri til að hitta efnilegu krakkana í unglingadeildinni og styrkja þau í sínu starfi.
Gleðilega páska!
Hjálparsveitin Dalbjörg
www.dalbjorg.is

Skammir og skætingur
Hagyrðingakvöld og söngskemmtun verður haldið í Laugarborg miðvikudaginn 23. mars kl. 20.30 (húsið opnar kl. 19.30).
Fram koma hagyrðingarnir Árni Geirhjörtur Jónsson, Björn Ingólfsson,
Hjálmar Freysteinsson, Jóhannes Sigfússon og Pétur Pétursson. Stjórnandi verður
Birgir Sveinbjörnsson. Karlakór Eyjafjarðar undir stjórn Petru Pálsdóttir syngur nokkur lög. Kaffi, kleinur og kráarstemning.
Forsala aðgöngumiða er hjá Búvís ehf. Grímseyjargötu 1.
Miðaverð kr. 3.000 ( Vinsamlegast ath. tökum ekki kort. )
Frekari upplýsingar í síma 862-4003 Valgeir Anton.

Páskabingó
Verður haldið í Funaborg á Melgerðismelum laugardaginn 26.mars kl. 13.30. Spjaldið kostar 500 krónur, 250 krónur eftir hlé.
Glæsilegir vinningar í boði.
Hestamannafélagið Funi

Frá Laugalandsprestkalli: Athafnir um páska
Skírdagur 24.mars: Ferming í Grundarkirkju kl. 11.
Fermdur verður Jón Styrmir Stefánsson,Kristnesi
Föstudagurinn langi: Helgistund í Hólakirkju kl. 11. Lesið úr píslarsögunni.
Páskadagur 27.mars: Hátíðarmessa í Grundarkirkju kl.11.
Sama dag: Messa í Kaupangskirkju kl.13.30
Sóknarprestur

Páskar í sveitinni

Á laugardaginn verður haldinn markaður á Lamb Inn. Þar munu félagar í Ferðamálafélaginu bjóða upp á ýmislegt til sölu og skemmtunar. Silva býður upp á matvörur, Kaffi Kú nautakjöt, Lamb Inn verður með rauðkál og fíflahunang, Seiðkonan á Finnastöðum verður með spilin sín, veitir ráðgjöf og heilun.

Holtsel
Opið alla páskana. Gott kaffi og góður ís, frábær blanda.

Silva
Opið í morgunverð laugardaginn 26. mars, sunndaginn 27. mars og mánudaginn 28. mars frá kl. 8:00 - 10:30.

Smámunasafnið
Ágætu sveitungar. Það er opið á Smámunasafninu, Sólgarði, alla páskana frá kl. 13-17. Páskaeggjaleit og leiðsögn um safnið. Ljúffengar sveitavöfflur og kaffisopi góður á nýmálaðri og fínni kaffistofunni. Verið hjartanlega velkomin.
Páskakveðja, stúlkurnar á Smámunasafninu. Ath. Við erum á facebook.

Lamb Inn Öngulsstöðum
Opið hjá okkur frá miðvikudegi fram á laugardag kl. 18 – 21. Bjóðum upp á kótiletturnar okkar frægu, súpu og brauð, bleikju, „pulled pork“ og pizzu fyrir börnin. Minnum á leikhúsmatseðilinn fyrir þá sem ætla á Saumastofuna um páskana. Borðapantanir í síma 463 1500.

Kaffi Kú
Opið alla páskana milli kl. 12 og 18. Frítt í fjósið þar sem hægt er að hitta kálfana. Tilvalin fjölskyldustund.

Freyvangsleikhúsið
Saumastofan - páskasýningar
Gleði og gaman í söng og sögum.
Miðvikudag kl. 20.
Laugardag kl. 20.

Dyngjan listhús
Dyngjan-listhús verður opin alla páskana frá 14 - 17 eða eftir samkomulagi í síma 899-8770.

Sólarmusterið Finnastöðum
Opið eftir pöntunum í einkatíma (spilin) eða fyrir hópa, sögustund með Seiðkonunni og orkustaðir heimsóttir.
Sími Seiðkonunnar er 863-6912.

Álfagalleríið vinnustofa í Teigi
Verðum með opið alla páskana frá kl. 13 til 17.
20. gesturinn á skírdag og annan í páskum fær gefins páskaegg.
Verið velkomin að skoða handverk álfanna. Athugið að það er ekki posi á staðnum.
Gerða og Fríður.

Getum við bætt efni síðunnar?