Auglýsingablaðið

861. TBL 17. nóvember 2016 kl. 10:32 - 10:32 Eldri-fundur

Kósýheit um helgar í sundlauginni Hrafnagili
Hitastigið í sundlauginni okkar verður hækkað um 2 gráður um helgar a.m.k. fram til áramóta. Hvetjum alla til að koma og njóta hækkandi hitastigs.... í lauginni!
Bestu kveðjur, starfsfólk Íþróttamiðstöðvar Eyjafjarðarsveitar

Jólaföndur fyrir allan skólann!
Þriðja árið í röð verður sameiginlegt jólaföndur og jólakortagerð fyrir alla nemendur skólans, laugardaginn 26. nóvember kl. 11:00-14:00.
Nokkrar föndurstöðvar verða í kennslustofum yngsta og miðstigs. Fjölbreytt föndurefni verður selt á staðnum gegn vægu gjaldi (muna eftir klinkinu), karton í jólakortagerð verður líka selt á staðnum gegn vægu gjaldi, en gott er að grípa með sér skraut, skæri og lím.
Kaffi og heitt súkkulaði verður í boði foreldrafélagsins en smákökur og annað góðgæti er vel þegið að heiman.
Mætum sem flest og eigum notalega stund með börnunum og hverju öðru.
Jólakveðja frá bekkjarfulltrúum og stjórn foreldrafélagsins

Frá Félagi aldraðra í Eyjafirði
Fyrirlestur Þóru Hjörleifsdóttur um Núvitund, sem fyrirhugaður var fimmtudaginn 17. nóvember, fellur niður. Ný dagsetning auglýst síðar.
Stjórnin

Frá Félagi aldraðra
Boðið verður upp á jólahlaðborð á Lamb-inn 24. nóv. kl. 19:30.
Nú fjölmennum við og eigum góða kvöldstund saman. Tökum með okkur lítinn jólapakka og góða skapið. Vinsamlegast látið vita um þátttöku fyrir 20. nóv. til Valdimars 868-8282 eða Völu 864-0049

Ágætu sveitungar
Bestu þakkir til allra sem hafa keypt litlu ljóðabókina mína sem kom út nú í október. Ég sel þessa afurð ennþá beint frá býli. Ef einhverjir eiga eftir að kaupa eintak verð ég að óbreyttu við símann 463-1257 næsta föstudag, þann 18. nóvember milli klukkan 17:00 og 19:00 og tek við pöntunum. Eintakið kostar krónur 3.500.
Kær kveðja, Ingibjörg Bjarnadóttir

1. desember nálgast óðfluga
Að vanda verður glatt á hjalla í Laugarborg þennan fyrsta fimmtudag í desembermánuði. Taktu daginn frá. Menningarmálanefnd

Danssýning
Senn lýkur danskennslu hjá nemendum í 6.-10. bekk í Hrafnagilsskóla. Af því tilefni verður danssýning í íþróttahúsi skólans þriðjudaginn 22. nóvember milli kl. 13:15 og 14:00. Þar sýna nemendur hvað þeir hafa lært undanfarnar vikur hjá Elínu Halldórsdóttur danskennara.
Allir hjartanlega velkomnir

Kaffispjall
O - listinn boðar til opins almenns fundar þriðjudagskvöldið 22. nóvember í Félagsborg, Skólatröð 9, kl. 20:00. Sveitarstjóri og oddviti listans munu spjalla um málefni líðandi stundar.
Allir velkomnir

Söguáhugafólk og heimildasafnarar
Fundur sem vera átti að venju í Félagsborg, annan laugardag í nóvember, færist til þriðja laugardags, eða til 19. nóv. á sama stað kl. 10:00.
Þá ætlar Valdimar Gunnarsson að tala um eignarhald á jörðum í framfirðinum og um tekjur og gjöld leigubænda. Allir velkomnir og heitt verður á könnunni.
Fundarstjóri

Leiðsögn í hlaupatækni með einum fremsta utanvegahlaupara heims laugardaginn 19. nóvember klukkan 14:00 – 15:00.
Þorbergur Ingi Jónsson ofurhlaupari mun fara yfir grunnatriði í hlaupastíl með aðaláherslu á hagkvæmni. Hvernig á að hlaupa þannig að álag á hné og bak sé í lágmarki, hlaupastíllinn verði hagkvæmari og hlauparar eiga auðveldara með að auka hraðann.
Hlaupastíllinn hentar mjög vel göngufólki, byrjendum í hlaupum og þeim sem vilja hlífa líkamanum við álagi.
*Heyrst hefur að bændur ætli að senda gangnamenn í stórum stíl...
Mæting er á útivellinum við íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar klukkan 14:00 og mun námskeiðið taka um eina klukkustund. Þátttakendur skulu klæða sig eftir veðri og vera í þægilegum skóm. Áhugasamir senda nafn sitt á netfangið heilsa@esveit.is Þátttökugjald er 1.500,- krónur og greiðist á staðnum.
Sjáumst hress. Stýrihópurinn um Heilsueflandi samfélag

Land míns föður
Viltu taka þátt í Freyvangsleikhúsinu í vetur? Líttu við á samlestur í Freyvangi 21.-23. nóvember kl. 20:00. Freyvangsleikhúsið setur á svið söngleikinn Land míns föður eftir Kjartan Ragnarsson í leikstjórn Margrétar Sverrisdóttur og Odds Bjarna Þorkelssonar. Tónlistarstjóri er Helga Kvam. Allir sem áhuga hafa að leika og syngja eða koma að sýningunni með einhverjum öðrum hætti eru velkomnir á samlestrana. Ef spurningar vakna; freyvangur@gmail.com
Hlökkum til að sjá ykkur

Jólaboð Lamb Inn 2016
Laust föstudaginn 2. desember, föstudaginn 9. desember og laugardaginn 10. desember. 10% afsláttur fyrir sveitunga laugardaginn 3. desember.
Getum einnig sett upp einka jólaboð aðra daga.
Matseðill á vefsíðu okkar www.lambinn.is.
Nánari upplýsingar í síma 463-1500 og á netfanginu lambinn@lambinn.is

Námskeið í þjóðbúningasaum
Heimilisiðnaðarfélagið í samstarfi við Þjóðháttafélagið Handraðann, heldur námskeið í þjóðbúningasaum í húsnæði Handraðans að Laugalandi dagana 19. - 20. nóv. Áhugasamir eru hvattir til að hafa samband við Heimilisiðnaðarfélagið eða Kristínu Völu hjá Handraðanum í gegnum netfangið kristinbreidfjord@gmail.com.

Jólatré úr Reykhúsaskógi
Við eigum enn talsvert af fallegu rauðgreni í skóginum sem bíður eftir jólunum. Þeir sem hafa áhuga á að fá keypt tré geta haft samband við okkur og annað hvort komið að velja sér tré eða beðið okkur að gera það. Trén verða keyrð heim til kaupenda í vikunni fyrir jól.
Áhugasamir hafi samband með tölvupósti anna.gudmundsd@gmail.com eða í síma 848-1888. Anna og Páll í Reykhúsum

Vilt þú spila körfubolta ? og ert 16 ára eða eldri.....
Ef svo er getur þú mætt í íþróttahúsið á Hrafnagili (Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar) kl. 12:00- 13:00 á sunnudögum.
Upplýsingar um æfingagjöld má sjá á heimasíðu Samherja
UMF Samherjar

Getum við bætt efni síðunnar?