Auglýsingablaðið

882. TBL 12. apríl 2017 kl. 10:47 - 10:47 Eldri-fundur

Auglýsingablaðið – næsta blað föstud. 21. apríl
Auglýsingar þurfa að berast skrifstofunni fyrir kl. 10:00 miðvikudaginn 19. apríl, á esveit@esveit.is eða
í síma 463-0600.
Skrifstofan


Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar verður opin alla páskana
Pálmasunnudag 10.00-17.00
Skírdag 10:00-20:00
Föstudaginn langa 10:00-20:00
Laugardaginn 10:00-20:00
Páskadag 10:00-20:00
Annan í páskum 10:00-20:00
Hlökkum til að sjá ykkur, starfsfólk Íþróttamiðstöðvar Eyjafjarðarsveitar


Bókasafn Eyjafjarðarsveitar Hrafnagilsskóla
Gott úrval bóka og tímarita til að lesa og skoða á staðnum eða fá lánað með sér heim.
Opnunartímar á næstunni:
Í dimbilvikunni, 10.-14. apríl er safnið lokað.
Safnið opnar aftur þriðjudaginn 18. apríl.
Á sumardaginn fyrsta, 20. apríl er lokað.


Aðalfundur
Búnaðarfélag Eyjafjarðarsveitar heldur aðalfund þriðjudaginn 25. apríl kl. 11:00 á Silvu.
Dagskrá venjuleg aðalfundastörf.
Stjórnin


Skammir og Skætingur
Karlakór Eyjafjarðar heldur sína margfrægu hagyrðingaskemmtun í tónlistahúsinu Laugarborg miðvikudagskvöldið 12. apríl kl. 20:30. Hagyrðingarnir Hjálmar Freysteinsson, Jóhannes Sigfússon, Ósk Þorkelsdóttir, Pétur Pétursson
og Reynir Hjartarson undir stjórn Birgis Sveinbjörnssonar láta gamminn geisa. Kórinn syngur nokkur lög. Kaffi og kleinur. Húsið opnað kl. 19:30, aðgöngumiðar seldir við innganginn, verð 3.000 kr. A.t.h. getum ekki tekið við kortum.
Nánari upplýsingar veitir Gunnar í síma 893-7236.


Hjartanlega velkomin í Sveinsbæ alla páskana
Páskastemning í bakgarðinum, dásamlegi kökubazarinn hennar „Tante Grethe“ er á skírdag. Ath. kökusalan hefst á slaginu tvö!
Eplastelpurnar opna kofann sinn - fimmtudag, föstudag og laugardag.
Rjúkandi súkkulaði og sætustu eplin í sveitinni!
Minni páskar verða í jólagarðinum en ósvikin hátíðarstemning engu að síður…. því hvar væru páskar án jóla ??
 

Sumardagurinn fyrsti
Fögnum sumarkomu á Melgerðismelum fimmtudaginn 20. apríl frá kl. 13:30 til 17:00. Stórglæsilegt kaffihlaðborð að hætti Funamanna.
Húsdýrasýning og teymt verður undir yngstu börnunum.
Handverk og ýmislegt forvitnilegt að sjá. Nýjar og gamlar búvélar til sýnis.
Láttu þig ekki vanta á melana á sumardaginn fyrsta.
Hestamannafélagið Funi


Volare snyrtivörur
Panta á sunnudagskvöldum kl. 22:00 og vörurnar koma miðvikudaginn á eftir. Skilafrestur er 45 dagar ef upp kemur ofnæmi fyrir vörunni :-)
Hafðu samband í síma 866-2796 eða í gegnum facebook; Hrönn Volare


Páskaganga
Föstudaginn langa, þann 14. apríl 2017 ætlar Hjálparsvetin Dalbjörg að bjóða gestum að koma í heimsókn. Eins og undanfarin ár efnum við til göngu frá húsi okkar Dalborg. Gengið verður gömlu bakkana að Munkaþverá. Ýmsar vegalengdir eru í boði, frá 2,5 km til 12 km., svo að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Að göngu lokinni bjóðum við uppá stórglæsilegt vöfflukaffi. Það verður opið hús, þar sem gestir geta skoðað og fræðst um starf sveitarinnar. Fyrir yngri kynslóðina verðum við með páskaeggjaleit og kassaklifur. Gangan hefst stundvíslega kl. 10:00 og páskaeggjaleitin verður eftir gönguna. Þátttökugjald í gönguna eru 1.500 kr. fyrir 13 ára og eldri og 500 kr. fyrir 6-12 ára og innifalið í því er vöfflur og drykkir að lokinni göngu. Einnig er hægt að leggja frjáls framlög inn á reikning okkar, 0302-26-012482 og kt. 530585-0349.
Við hvetjum auðvitað sem flesta til að mæta, ganga, skokka eða hjóla og styðja við bakið á Dalbjargarfélögum. Eins og síðustu ár er það unglingadeildin og umsjónarmenn hennar sem sjá um gönguna. Þetta er því kjörið tækifæri til að hitta efnilegu krakkana í unglingadeildinni og styrkja þau í sínu starfi.
Gleðilega páska! Hjálparsveitin Dalbjörg, www.dalbjorg.is


Frá Freyvangsleikhúsinu
Nú eru aðeins sex sýningar eftir af Góðverkin kalla. Um páskana verða sýningar á skírdag og laugardeginum nafnlausa. Er ekki upplagt að hlægja inn páskana? Tryggið ykkur miða tímanlega.

Freyvangsleikhúsið var veittur myndarlegur styrkur úr Uppbyggingarsjóði Eyþings að upphæð 250.000 kr. til að fagna afmæli leiklistar í Freyvangi. Haldin verður afmælisdagskrá næsta haust með leik og söng. Einnig verður gefin út vegleg afmælisleikskrá sem dreift verður á öll heimili í sveitinni. Ef þið búið yfir ljósmyndum, upptökum eða skemmtilegum sögum úr Freyvangi værum við afar kát með að fá aðgang að þeim. Þess má einnig geta að KEA og Norðurorka hafa styrkt afmælisherlegheitin í Freyvangi sem fram fara í haust. Forsvarsfólk leikfélagsins hafa því tekið persónur Góðverkanna inn að beini og safnað duglega fyrir leikfélaginu, en Lúðvík, Jónas og Drífa eru óstöðvandi í tækjatólakaupum fyrir sjúkrahúsið á Gjaldeyri.
Sjáumst um páskana
Miðasala: tix.isfreyvangur@gmail.com – s: 857-5598

Getum við bætt efni síðunnar?