Auglýsingablaðið

917. TBL 13. desember 2017 kl. 09:55 - 09:55 Eldri-fundur

Tjarnavirkjun í Eyjafjarðarsveit
Breyting á aðalskipulagi og deiliskipulagi.
Boðað er til almenns kynningarfundar í Félagsborg að Skólatröð 9 í Hrafnagilshverfi mánudaginn 18. desember kl. 20:00. 
Fyrirtækið Tjarnavirkjun ehf. mun á fundinum kynna tillögu að deiliskipulagi ásamt umhverfisskýrslu vegna fyrirhugaðrar 1 MW virkjunar í Eyjafjarðrará í landi Tjarna. Meginmarkmiðið með deiliskipulaginu er að setja ramma fyrir framkvæmdir og starfsemi á svæðinu. 
Samhliða kynningu á nýju deiliskipulagi verður kynnt tillaga að breytingu á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2005-2025 sem felst í því að landnotkun á 11 ha svæði verður breytt úr landbúnaðarsvæði í iðnaðarsvæði. Einnig verður nýtt efnistökusvæði skilgreint í nánd við iðnaðarsvæðið.
Tillögurnar verða kynntar eins og 2. mgr. 30. gr. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mæla fyrir um.
Viðstaddir kynningarfundinn verða forsvarsmenn Tjarnavirkjunar ehf., ráðgjafar félagsins frá Eflu verkfræðistofu og fulltrúi sveitarfélagsins.
Allar nánari upplýsingar veitir undirritaður.
Vigfús Björnsson, skipulags- og byggingarfulltrúi Eyjafjarðarsveitar.
Sími 464-0600, netfang vigfus@sbe.is

 

Jólatónleikar Tónlistarskólans
Tvennir jólatónleikar hljóðfæranemenda Tónlistarskóla Eyjafjarðar verða fimmtudaginn 14. desember í Laugarborg.
Tónleikarnir hefjast kl. 17:00 og 20:30.
Aðgangur er ókeypis og allir eru hjartanlega velkomnir.

Söngdeildartónleikar
Jólatónleikar söngdeildar verða laugardaginn 16. desember kl. 14:00 í Laugarborg.
Undirleikari á tónleikunum er Helga Kvam.
Söngkennari er Guðlaugur Viktorsson.
Aðgangur er ókeypis og allir eru hjartanlega velkomnir.


Bókasafn Eyjafjarðarsveitar, Hrafnagilsskóla
Senn líður að jólum og þá fer bókasafnið í jólafrí. Síðasti opnunardagur fyrir jól er miðvikudaginn 20. desember. Þá er opið eins og venjulega frá kl. 10:30–12:30 og 16:00–19:00. Fimmtudaginn 28. desember er opið frá kl. 16:00–19:00.
Við opnum síðan aftur miðvikudaginn 3. janúar og þá er opið eins og venjulega.

Venjulegir opnunartímar bókasafnsins:
Mánudaga kl. 10:30-12:30 og 13:00-16:00
Þriðjudaga kl. 10:30-12:30 og 16:00-19:00
Miðvikudaga kl. 10:30-12:30 og 16:00-19:00
Fimmtudaga kl. 10:30-12:30 og 16:00-19:00
Föstudaga kl. 10:30-12:30

Best er að ganga um dyr að austan (kjallari íþróttahúss) eða um sundlaugarinnganga
og niður á neðri hæð.

 

Volare útsala og jólatilboð – í dag, miðvikudaginn 13. des. kl. 16:00-18:00 😉
Sunnutröð 5, Hrafnagilshverfi. Nánari upplýsingar og/eða fyrir pantanir, hafið samband í síma 866-2796 eða með skilaboðum í gegnum facebook: Hrönn Volare.

Afhendingardagur á hnetusteik
Þriðjudaginn 19. des. frá kl. 16:00–22:00 á Silvu.
Einnig verða til sölu ýmsar vörur sem ekki þarf að panta fyrirfram, s.s. brauð, salöt, sósa, grænmetisbuff og konfekt.
Ef einhver hefur gleymt að panta sér hnetusteik getur viðkomandi haft samband í síma 851-1360 eða á netfangið silva@silva.is
Kristín og starfsfólk Silvu, Syðra-Laugalandi efra.

Jólatrésskemmtun Hjálparinnar í Funaborg 2017
Jólatrésskemmtun Hjálparinnar verður haldin laugardaginn 30. desember kl. 13:30 í Funaborg á Melgerðismelum.
Dansað verður í kringum jólatré, hressir gestir koma í heimsókn með góðgæti í poka. Hjálparkonur bjóða uppá gómsætar veitingar, kökur og kruðerí 😊 Allir hjartanlega velkomnir. Jólakveðjur, Kvenfélagið Hjálpin.


Helga og Beate BaZar er í miðbænum
Jólasjoppa Helga og Beate í Kristnesi er að þessu sinni við verslunina Flóru, Hafnarstræti 90, í miðbænum. Þar er allt eins og vant er. Heimaræktuð jólatré og greinar af ýmsum gerðum. Jólakjólarnir, töskur úr heimasútuðu leðri, heimasútaðar gærur, málverk, bolir, eldsmíðaðir munir og margt fleira.
Opið alla daga til jóla frá kl. 13:00-18:00.
Lítið við (og gleymið ekki seðlunum).

Skötuhlaðborð á Þorláksmessu
Lionsklúbburinn Vitaðsgjafi býður til skötuveislu í mötuneyti Hrafnagilsskóla á Þorláksmessudag frá kl. 11:00 – 14:00. Saltfiskur verður til reiðu handa þeim sem ekki þora. Góð stemmning.
Verð á mann er kr. 3.000.-
Allur ágóði af sölunni rennur til líknarmála.
Komið, gleðjist og styrkið góð málefni.
Lionsklúbburinn Vitaðsgjafi


Nike íþróttaskór töpuðust í anddyri Hrafnagilsskóla
Skórnir töpuðust milli kl. 15:30-16:30 þann 11.12.17. Skórnir eru svartir með ljósum botni og 3 hvítum röndum á hliðinni, ca. stærð 42. Endilega, ef einhver hefur tekið þá í misgripum, að skila þeim bara í afgreiðslu sundlaugarinnar.
Skilningsríkar kveðjur frá eigandanum. 😉

Getum við bætt efni síðunnar?