Auglýsingablaðið

952. TBL 16. ágúst 2018 kl. 10:48 - 10:48 Eldri-fundur

Auglýsing um afgreiðslu sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar á innkomnum athugasemdum vegna aðalskipulagsbreytingar og deiliskipulags fyrir Tjarnavirkjun.

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti þann 28. júní 2018 afgreiðslu skipulagsnefndar frá 25. júní 2018 á innkomnum athugasemdum vegna breytingar á aðalskipulagi og deiliskipulags fyrir Tjarnavirkjun í Eyjafjarðará.
Afgreiðslu skipulagsnefdar má finna í fundargerð á heimasíðu sveitarfélagsins:
www.esveit.is/is/stjornsysla/fundargerdir.
Auglýstum skipulagstillögum var breytt lítillega á grundvelli innkominna athugasemda, sjá fundargerð.
Hægt er að kæra samþykkt sveitarstjórnar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um gildistöku deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda.

F.h. Eyjafjarðarsveitar, skipulags- og byggingarfulltrúi.


 Frá Hrafnagilsskóla
Hrafnagilsskóli verður settur miðvikudaginn 22. ágúst kl. 13:00 í íþróttahúsinu. Nemendur mæta við heimastofur sínar og ganga inn í íþróttasal með umsjónarkennara. Eftir skólasetninguna kynna umsjónarkennarar starf skólaársins í heimastofum bekkjanna. Mikilvægt er að foreldrar og forráðamenn mæti með börnum sínum. Nemendur 1. bekkjar verða boðaðir í viðtöl með foreldrum/forráðamönnum en mæta einnig á skólasetninguna.
Þeir foreldrar sem ætla að nýta sér pláss í frístund á komandi skólaári eru beðnir að sækja um eða staðfesta eldri bókanir fyrir 20. ágúst hjá ritara í síma 464-8100 eða með því að senda póst á nanna@krummi.is.
Skólastarf hefst samkvæmt stundaskrá fimmtudaginn 23. ágúst og starf frístundar sama dag.
Skólastjórnendur


Frá Hrafnagilsskóla
Óskum eftir lítilli íbúð fyrir kennara í Hrafnagilsskóla, helst í nágrenni skólans en það er þó ekki skilyrði. Áhugasamir eru beðnir að hafa samband við skólastjórnendur í síma 464-8100 eða með því að senda tölvupóst á hrafnagilsskoli@krummi.is.


 Snyrtistofan Sveitsæla
Er með opið mánudaga og miðvikudaga kl. 12:00-18:00, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 9:00-15:00 og föstudaga kl. 9:00-14:00.
Allar helstu snyrtimeðferðir í boði í notalegu umhverfi í sveitinni, Lamb Inn Öngulsstöðum.
Er með hágæðavörur frá Comfort Zone. Þær vörur eru án parabena, mineral olíu, silikons, litarefna, dýraafurða og MIT (rotvarnarefnis). 

Gjafabréf til sölu, þú velur ákveðna meðferð eða upphæð að eigin vali.
Tilvalin gjöf við öll tækifæri. Best er að hringja í mig ef þið viljið nálgast gjafabréf.
Tímapantanir í síma 833-7888, milli kl. 9:00-17:00 á daginn. Eftir kl. 17:00 og um helgar svarar símsvari og þá er um að gera að tala inn á hann og ég mun hafa samband við fyrsta tækifæri.
Elín Halldórsdóttir snyrtifræðingur og danskennari.


 Volare – vörur fyrir húð og hár!
Memi krakkasjampóið inniheldur m.a. rósmarínkjarna sem fælir lúsina frá. Pantanir í síma 866-2796 eða á facebook; Hrönn Volare.

Ekki er ráð nema í tíma sé tekið,
töfrasjampóinu Memi í lófa lekið.
Lúsafælan þó virkar best
ef krakkar nota sjampóið flest.

 

 

Getum við bætt efni síðunnar?