Auglýsingablaðið

998. TBL 10. júlí 2019 kl. 09:07 - 09:07 Eldri-fundur

 

Álagning fjallskila 2019
Þeir sem halda allt sauðfé og öll hross heima eru beðnir að tilkynna það til skrifstofu Eyjafjarðarsveitar í seinasta lagi sunnudaginn 11. ágúst með tölvupósti á póstfangið esveit@esveit.is eða í síma 463-0600. Lagt verður á eftir forðagæsluskýrslum þeirra sem sleppa á afrétt. Þá verður lagt á eftirgjald í fjallskilasjóð kr. 60 fyrir hverja kind og hvert hross sömu aðila.


Undirbúningur fyrir Handverkshátíð
Kæru sveitungar.
Það styttist í okkar árlegu veitingasölu Dalbjargar og Samherja á Handverkshátíðinni og er undirbúningur hafinn. Við óskum eftir sjálfboðaliðum í eftirtalin verkefni.
Við ætlum að baka soðið brauð 18. júlí og konfektkökur 23. júlí í mötuneytiseldhúsinu og byrja kl. 11 báða dagana. Einnig verður sýningarkerfið sett upp í framhaldinu. 18. júlí kl. 20.00 verður salurinn teppalagður, 19. júlí kl. 18.00 verður byrjað að setja upp sýningarkerfið og því lokið daginn eftir ef það klárast ekki um kvöldið. Margar hendur vinna létt verk sem sannast alltaf í kringum þessa Handverkshátíð. Vinsamlegast skráið ykkur til leiks og starfa á vaktaplaninu okkar góða, það léttir alla skipulagningu. Það skipulagsskjal má finna á heimasíðunni okkar, Samherjar.is. Þar má finna skráningar fyrir
• bakstursdagana 18. og 23. júlí
• kökubakstur heima fyrir á skúffukökum og gulrótakökum (og uppskriftir)
• veitingasöluvaktir og eldhúsvaktir á meðan hátíðinni stendur
• uppsetning og niðurrif á sýningarkerfi

Einnig megið þið hafa samband við okkur í stjórninni í gegnum síma, tölvupósti eða Facebook til að skrá ykkur.

Hlökkum til að sjá ykkur,
Stjórn Samherja.


FERÐAÞJÓNUSTA
Hæ, ert þú með ferðaþjónustu af einhverju tagi og ert ekki komin í ferðamálafélagið. Við erum í fullri vinnu að skapa heildstæðan upplýsingarpakka um þjónustu á svæðinu og vildum gjarnan fá alla með þar.
Ef þú vilt nánari upplýsingar um félagið og hvað við erum að gera, hafið samband við Sigríði Sólarljós sími 863-6912 eða á solarmusterid@gmail.com


Sögustund Sólarljóssins
Sigríður Sólarljós býður börnum á aldrinum 4 - 12 ára að koma í indíánatjaldið alla miðvikudaga í júlí milli kl. 10 -12. Þar segjum við sögur af ýmsu tagi og lærum að þekkja jurtir og tengjast náttúrunni.
Sjá nánar á fésbókinni viðburðir Sögustund með Sólarljósinu
með sumarkveðju frá Sólarljósinu

 


MYNDLIST OG HÖNNUN AÐ BRÚNUM Í EYJAFJARÐARSVEIT FRÁ 13. JÚLÍ – 6. ÁGÚST

Sýningin stendur frá 13. júlí til 7. ágúst 2019 og er opin daglega frá 14-18.

Sara Vilbergsdóttir hefur verið starfandi myndlistarmaður frá því hún kom heim frá námi í Noregi fyrir rúmum 30 árum og tekið þátt í fjölmörgum sýningum heima og erlendis. Hún vinnur jöfnum höndum olíu- og akrýlmálverk, pappamassaskúlptúra og útsaumsverk.
Einnig málar hún dúettmálverk með systur sinni Svanhildi Vilbergsdóttur.

Helga Pálína Brynjólfsdóttir lærði textílhönnun í Finnlandi. Hún vinnur að margvíslegum textílverkum og bókverkum og hefur tekið þátt í fjölda sýninga hér heima og erlendis. Hún kennir textílþrykk við Listaháskóla Íslands og Myndlistaskólann í Reykjavík.

Íris Ólöf Sigurjónsdóttir stundaði textílnám í Noregi og lærði textílforvörslu í Bretlandi. Hún hefur lengi starfað við textíllist, skartgripagerð og forvörslu og var safnstjóri Byggðasafnins Hvols á Dalvík á árunum 2002 til 2018.
Hún nýtir eldra hráefni auk fiskiroðs í verk sín; skart, fylgihluti og myndverk.

Allir hjartanlega velkomnir og nánari upplýsingar um sýninguna er að finna á heimasíðunni okkar brunirhorse.is/fréttir/news.

Einar og Hugrún á Brúnum.

 

Getum við bætt efni síðunnar?