Auglýsingablaðið

1033. TBL 12. mars 2020

Auglýsingablað 1033. tbl. 12. árg. 12. mars 2020.



50% starf við ræstingar

Við í leikskólanum Krummakoti auglýsum eftir starfsmanni í 50% stöðu við ræstingar. Vinnutími er samkomulag.
Allar nánari upplýsingar veitir Erna Káradóttir, leikskólastjóri,
í síma 464-8120 eða netfang erna@krummi.is.



Akstursþjónusta fyrir eldri borgara

Að baki akstursþjónustu liggur fyrir þjónustumat sem sótt er um hjá Búsetusviði Akureyrarbæjar. Við þjónustumat er tekið tillit til aðstæðna og þarfar viðkomandi til þjónustu vegna veru á eigin heimili.

Eyjafjarðarsveit veitir akstursþjónustu samkvæmt þjónustumati og miðast þá við að þjónustuþegi greiði samkvæmt gjaldskrá 110 kr. fyrir hvern ekinn kílómetra. Miðast sú upphæð við opinber gögn um það hvað kostar raunverulega að eiga bíl, líkt og ef þjónustuþegi nýtir eigin bíl. Sé það íþyngjandi fyrir viðkomandi á hann einnig tök á að sækja um fjárhagslegan stuðning, við mat á slíkum stuðning er tekið mið af tekjum og fjármagnstekjum viðkomandi aðila.

Að þessu viðbættu hefur Eyjafjarðarsveit ákveðið að aðstoða fólk eftir bestu getu við að komast í félagsstarf eldri borgara þegar aðstæður kalla á.
Sveitarstjóri.



Tónlistarskóli Eyjafjarðar – Mið- og framhaldstónleikar í dag 12. mars

Í dag, fimmtudaginn 12. mars, eru mið- og framhaldstónleikar Tónlistarskóla Eyjafjarðar haldnir í Laugarborg kl. 20:00.
Á þessum tónleikum koma fram lengra komnir nemendur skólans. Efnisskráin er fjölbreytt en eins og oft áður eru píanistar áberandi. Á ferðinni eru bæði klassískur og rythmískur hljóðfæraleikur sem og söngur. Þar munu hljóma ólík verk allt frá þjóðlögum, tónsmíðum íslenskra höfunda eins og Sveinbjörns Sveinbjörnssonar sem og verk erlendra höfunda á borð við Beethoven og Prokoffíef. Verið velkomin, aðgangur ókeypis.



Aðalfundur Funa

Aðalfundur hestamannafélagsins Funa verður haldinn í Funaborg á Melgerðismelum föstudagskvöldið 13. mars nk. kl. 20:30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Nýir félagar velkomnir. Kaffiveitingar. Stjórnin.



Folaldasýning hrossaræktarfélagsins Náttfara verður haldin laugardaginn

21. mars á Melgerðismelum. Sýningin verður með hefðbundnu sniði þar sem sköpulagsdómar hefjast kl. 11:00 en um kl. 13:00 hefst sýningin sjálf. Dómari er sem fyrr Eyþór Einarsson, ráðunautur. Sýningin er öllum opin, jafnt félagsmönnum sem öðrum. Félagar eru hvattir til að koma með gripi sína og fá á þá dóm. Gjald fyrir folald er kr. 500 en kr. 1.000 fyrir utanfélagsmenn. Einnig er hægt að koma með ungfola á annan og þriðja vetur. Verðlaun eru veitt félagsmönnum fyrir efstu sæti í hverjum flokki. Við vonumst til að sjá sem flesta nýta sér þessa ráðgjafaþjónustu. Skráning er á netfangið einar@krummi.is og lýkur henni á hádegi föstudag 20. mars. Pylsur og drykkir verða til sölu í hléinu.
Stjórn Náttfara.



Aðalfundur Ferðafélags Eyjafjarðarsveitar verður haldinn miðvikudaginn

18. mars kl. 17:00 að Brúnum hjá Hugrúnu og Einari. Nýir félagar ávallt velkomnir. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin.



Syngdu með - Föstudagskvöldið 27. mars kl. 21:00-23:00 í Laugarborg 
Frítt inn og allir velkomnir. Þú bara mætir með góða skapið.
Gaman fyrir klúbba/hópa að gleyma sér um stund frá amstri dagsins, fréttum og veðri.
Lionsklúbburinn Sif verður með smá sjoppu. Nánar auglýst þegar nær dregur.
Hlökkum til að sjá sem flesta, bestu kveðjur frá dúóinu H&S.


Ég er að drukkna i andareggjum..
Vantar þig ekki egg til baksturs og átu? Andaregg 50 kr. stykkið.
Kvaakk og kveðja. Gunna Adda og Baddi, Þórustöðum 3, s. 695-2606/691-8718.



Óskum eftir jörð í Eyjafjarðarsveit

Við leitum að jörð, með eða án húsa. Sé jörðin án húsa þarf jörðin að uppfylla kröfur um góða staðsetningu fyrir bæjarstæði, vatn og aðkomu. Lágmarksstærð eru 15 hektarar í ræktuðu -og beitarlandi. Hitaveita, eða möguleiki á hitaveitu skilyrði.
Hámark 20 mín. aksturfjarlægð frá Akureyri. Verðhugmynd allt að 90 millj.
Fyrir frekari upplýsingar sendið tölvupóst á gudbjorglilja86@gmail.com.
Kveðja Guðbjörg.



Umbrotsforritin Canva og Spark Post

Námskeið í notkun umbrotsverkfæranna Canva og Spark Post verður haldið 18. mars kl. 17:00-18:30 við eldhúsborðið í Hjallatröð 1. Canva og Spark Post bjóða ókeypis áskrift og þau eru til bæði á netinu og sem smáforrit. Það gefur möguleika á að vinna við þau bæði í tölvu, snjallsíma eða Ipad.
Námskeiðsgjald er 4.000 kr. Hressing innifalin en þú þarft að hafa með þér fartölvu eða snjalltæki.
Nánari upplýsingar eru á Facebook-síðu Bara byrja.
Skráning fer fram með því að senda tölvupóst á ingileif@barabyrja.is.
Vertu velkomin/n.



Snyrtistofan Sveitasæla - Er staðsett á Lamb Inn Öngulsstöðum

Hægt að fá allar helstu snyrtimeðferðir, nánari upplýsingar um meðferðir og verð eru inn á Facebook. Gjafabréf í dekur er tilvalin gjöf við öll tækifæri, þú velur ákveðna meðferð eða upphæð að eigin vali. Best er að hringja í mig ef þið viljið nálgast gjafabréf. Er með hágæðavörur frá Comfort Zone í vinnuvöru og til sölu. Er með opið mánudaga kl. 16:00-18:00, þriðjudaga 9:00-16:00, miðvikudaga 16:00-18:00, fimmtudaga 9:00-16:00 og föstudaga 9:00-15:00. Tímapantanir í síma 833-7888, milli kl. 9:00-17:00 á daginn. Eftir kl. 17:00 og um helgar svarar símsvari. Elín Halldórsdóttir snyrtifræðingur og danskennari.



Dagbók Önnu Frank í Freyvangsleikhúsinu

8. sýning 13. mars kl. 20:00                                        13. sýning 28. mars kl. 20:00
9. sýning 14. mars kl. 20:00 – Minningarsýning      14. sýning 3. apríl kl. 20:00
10. sýning 20. mars kl. 20:00                                      15. sýning 4. apríl kl. 20:00
11. sýning 21. mars kl. 20:00                                      16. sýning 8. apríl kl. 20:00
12. sýning 27. mars kl. 20:00 – UPPSELT                  17. sýning 9. apríl kl. 20:00

Nánari upplýsingar á freyvangur.is. Miðapantanir í síma. 857-5598 og á Tix.is.

Getum við bætt efni síðunnar?