Auglýsingablaðið

1127. TBL 26. janúar 2022

Auglýsingablað 1127. tbl. 14. árg. 26. janúar 2022.



Sorphirða – ábendingar og kvartanir

Kæru íbúar, undanfarið hefur borið á aukinni óánægju vegna sorphirðu í sveitarfélaginu. Til að ná utan um umfang og eðli þeirra kvartana sem íbúar hafa yfir sorphirðunni óskar skrifstofa sveitarfélagsins eftir að fá allar ábendingar eða kvartanir beint til sín, annað hvort með tölvupósti á esveit@esveit.is eða með því að hringja í síma 463-0600.
Finnur Yngvi Kristinsson, sveitarstjóri.



Þorrablót 2022

Það er að koma að þessu!! Eruð þið klár?? Er þorrakúlan samsett og matarmálin komin á hreint? Hvað með guðaveigarnar? Er búið að versla þær? Og dettur þú í happdrættislukkupottinn eða jafnvel í næsta þorrablótsnefndarlukkupott??
Þetta kemur allt í ljós á laugardagskvöldið. Gleðin hefst kl. 21:00 og á FB síðu þorrablótsins munu koma inn upplýsingar er varða tæknimálin.
Líf og fjör!!
Rafræna þorrablótsnefndin.



Tilboð á Lamb Inn á næstunni

Föstudagur 28. janúar
Kótilettukvöldverður í boði frá kl. 19:00. Okkar vinsælu kótilettur, kaffi og eftirréttur á 5.500. Vinsamlega pantið fyrirfram í síma eða tölvupósti.

Þriðjudagur 1. febrúar
Við verðum með hádegismat með stuttu erindi um áhugaverð efni á þriðjudögum í vetur kl. 12:00. Súpa, samloka, kaffi og smákökur á 2.500. Húsbóndinn, Jóhannes Geir Sigurgeirsson, ríður á vaðið og fjallar um áburðarframleiðslu á Íslandi en hann var verkefnastjóri hjá Hkjarna sem kannaði möguleika á áburðarframleiðslu við Húnaflóa á árunum 2008 til 2009.

Vinsamlegast pantið á kótilettukvöldverðinn eða hádegisverðinn í síma 463-1500 eða lambinn@lambinn.is.



Aðalfundur Kvenfélagsins Iðunnar

Við gerum fastlega ráð fyrir rýmkuðum samkomutakmörkunum í næstu viku og verðum með aðalfundinn okkar í Laugarborg laugardaginn 5. febrúar kl. 11:00.
Fundarboð var sent í síðustu viku bæði í tölvupósti og bréfleiðis.
Nýjar konur velkomnar – endilega hafið samband fyrir skráningu á fundinn í síma 863-6912 Sigríður Ásný, formaður, eða með tölvupósti á idunn@kvenfelag.is.
Hlökkum til að eiga með ykkur notalega stund, stjórnin.



Lionsklúbburinn Sif

Við ætlum að hittast næst miðvikudagskvöldið 9. febrúar í Félagsborg kl. 19:30.
Fundur hefst kl. 20:00. Á dagskrá er stutt, skemmtilegt fræðsluerindi og inntökuathöfn. Áhugasömum konum um félagsaðild er bent á að hafa samband við Hrönn, formann í síma 866-2796 eða með tölvupósti á lions.hronn@gmail.com.

Getum við bætt efni síðunnar?