Auglýsingablaðið

1171. TBL 14. desember 2022

Auglýsingablað 1171. tbl. 14. árg. 14. desember 2022.



Leikskólastarfsfólk – framtíðarstörf

Vegna aukinnar aðsóknar vill leikskólinn Krummakot í Hrafnagilshverfi ráða starfsfólk í framtíðarstörf.

Um er að ræða 100% stöðu leikskólakennara eða leiðbeinanda og
50% stöðu þroskaþjálfa í stuðning við börn. Í leikskólanum er
100% stöðugildi skipulagt sem 37 klukkustundir á viku.

Leikskólinn er í Hrafnagilshverfi, aðeins tíu kílómetra sunnan Akureyrar.
Á Krummakoti eru 65 dásamleg börn sem eru á aldrinum 1 - 6 ára.
Svæðið í kringum skólann er sannkölluð náttúruperla, útikennslusvæðið stórt og gönguleiðir víða. Við leggjum áherslu á jákvæðan aga, söguaðferð (story line) og útikennslu. Starfsmannahópurinn á Krummakoti er öflugur og stendur þétt saman.

Unnið er að byggingu nýs húsnæðis fyrir leikskólann sem stefnt er á að opna árið 2024 og gefst því færi á að taka þátt í spennandi tímum og mótun starfsins í nýju húsnæði.

VIÐ MAT Á UMSÓKNUM ER HORFT TIL EFTIRFARANDI:
• Leyfisbréf sem leikskólakennari, uppeldismenntun eða önnur menntun
sem nýtist í starfi.
• Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg.
• Framúrskarandi samskiptahæfileikar.
• Metnaður og áhugi til að þróa gott skólastarf.
• Góð íslenskukunnátta.

Frekari upplýsingar veitir Erna Káradóttir leikskólastjóri í síma 464-8120, netfang erna@krummi.is.

Umsóknarfrestur er til 21. desember 2022.
Umsóknum skal fylgja ferilskrá og upplýsingar um meðmælendur.
Umsóknir skal senda til leikskólastjóra á netfangið erna@krummi.is



Íþróttamiðstöð - Jólaopnun

22.12. Kl. 6:30-8:00 og 14:00-22:00 28.12. Kl. 6:30-8:00 og 14:00-22:00
23.12. Kl. 6:30-14:00 29.12. Kl. 6:30-8:00 og 14:00-22:00
24.12. Kl. 9:00-11:00 30.12. Kl. 6:30-8:00 og 14:00-19:00
25.12. LOKAÐ 31.12. LOKAÐ
26.12. LOKAÐ 1.1. LOKAÐ
27.12. Kl. 6:30-8:00 og 14:00-22:00 2.1. Kl. 6:30-8:00 og 14:00-22:00

Óskum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
Hlökkum til að sjá ykkur í sundi. Starfsfólk Íþróttamiðstöðvar.



Bókasafn Eyjafjarðarsveitar

Síðasti opnunardagur fyrir jól er miðvikudagurinn 21. desember. Þá er opið frá kl. 14.00-17.00. Opið verður miðvikudaginn 28. desember milli kl. 14.00 og 17.00. Safnið opnar svo aftur eftir hátíðarnar þriðjudaginn 3. janúar og þá er opið milli kl. 14.00 og 17.00.

Venjulegir opnunartímar safnsins eru:
Þriðjudagar frá kl. 14.00-17.00.
Miðvikudagar frá kl. 14.00-17.00.
Fimmtudagar frá kl. 14.00-18.00.
Föstudagar frá kl. 14.00-16.00.

Á safninu er fjöldi bóka, tímarita og upplýsingaefnis, bæði til útláns, lestrar og skoðunar á staðnum. Komið við á bókasafninu og kynnið ykkur hvað þar er að finna. Bókasafnið er staðsett í kjallara íþróttahúss Hrafnagilsskóla og er gengið inn að austan. Ekið er niður með skólanum að norðan.
Sjáumst á safninu. Jólakveðja, Bókavörður.

 


Helgihald í Eyjafjarðarsveit yfir hátíðarnar


Aðfangadagur

Aftansöngur í Grundarkirkju kl. 22.00. Kirkjukór Laugalandsprestakalls syngur undir stjórn Þorvaldar Arnar Davíðssonar organista.
Prestur Jóhanna Gísladóttir og meðhjálpari Hjörtur Haraldsson.


Jóladagur

Hátíðarmessa í Kaupangskirkju kl. 13.30. Söngfélagar við Kaupangskirkju syngja undir stjórn Petru Bjarkar Pálsdóttur organista. Prestur Jóhanna Gísladóttir og meðhjálpari Hansína María Haraldsdóttir.


Annar dagur jóla

Fjölskylduhelgistund í Munkaþverárkirkju kl. 13.00. Félagar úr Kirkjukór Laugalandsprestakalls syngja undir stjórn Þorvaldar Arnar Davíðssonar organista. Nemendur úr Tónlistarskóla Eyjafjarðar spila jólalög. Prestur Jóhanna Gísladóttir.


Gamlársdagur

Hátíðarguðsþjónusta í Hólakirkju kl. 11.00. Félagar úr Kirkjukór Laugalandsprestakalls syngja undir stjórn Petru Bjarkar Pálsdóttur organista. Prestur er Magnús G. Gunnarsson og meðhjálpari Sveinn Rúnar Sigmundsson.

 


Jólabúð Helga og Beate í Kristnesi
verður opin frá föstudeginum 16. des. og svo alla daga fram á Þorláksmessukvöld. Til sölu eru heimaræktuð jólatré, stafafura, blágreni, rauðgreni ofl. Og greinabúnt af íslenskum þini, furu og sýpris ofl. Einnig allskonar handverk, sápur, kerti, bretti og eldsmíðað og heimamallað. Og ekki má gleyma Helga og hljóðfæraleikara -bolum, -plötum og kasettu. Við erum heima á hlaði við Kristnesbæinn með posa og allt. Allir velkomnir. Opið frá kl. 13:00-18:00.

 


Leiðisgreinar – síðasti pöntunardagur í dag 14. desember

Greinin kostar 2.500 kr. og rennur allur ágóði til góðgerðamála.
Pantanir hjá Eddu í síma 894-1303 og Birnu í síma 844-2933. Lkl. Sif.

 


Örfá eintök eftir – Varst þú búin að næla þér í eintak? 
Kvenfélagið Iðunn er með dagbókina Tíminn minn 2023 til sölu á 4.000 kr., til og með 19. desember. Allur ágóði rennur í hjálparsjóð Iðunnar.
Nánari upplýsingar og pantanir hjá Hrönn í síma 866-2796 eða á idunnhab@gmail.com. P.s. dagbókin er víða orðin uppseld!

 


Skata á Þorláksmessu
Lionsklúbbarnir Vitaðsgjafi og Sif bjóða til skötuveislu um hádegisbil á Þorláksmessu í mötuneyti Hrafnagilsskóla. Saltfiskur verður til reiðu handa þeim sem ekki þora.
Góð stemning. Allur ágóði af sölunni rennur til líknarmála.
Nánar auglýst er nær dregur.

 


Jólaball í Funaborg
Verið öll hjartanlega velkomin á árlegt jólaball Hjálparinnar á Melgerðismelum, jólasveinar, dansað í kringum jólatré og kaffi og með því í boði. Jólakveðjur, stjórnin.

 


Jæja góðir sveitungar!
Pungarnir eru komnir í súr, hljómsveitin bókuð og þá er bara að dusta rykið af dansskónum eftir 2 ára þorrablótspásu, en þann 28. janúar verður þorrablót Eyjafjarðarsveitar 2023 haldið í Íþróttahúsinu á Hrafnagili.

Getum við bætt efni síðunnar?