Auglýsingablaðið

1172. TBL 21. desember 2022

Auglýsingablað 1172. tbl. 14. árg. 21. desember 2022.



Sveitarstjórnarfundur

601. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarherbergi sveitarstjórnar, Skólatröð 9, fimmtudaginn 22. desember og hefst hann kl. 8:00. Dagskrá fundarins verður kynnt á upplýsingatöflu í anddyri
skrifstofunnar og á heimasíðu sveitarfélagsins.


Jólakveðjur

Sendum öllum íbúum Eyjafjarðarsveitar bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári. Þökkum ánægjuleg samskipti á árinu sem er að líða.
Sveitarstjórn og starfsfólk á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar.


Opnunartími skrifstofu um hátíðirnar

Opið verður á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar dagana 27.-30. desember
kl. 10:00-14:00. Lokað mánudaginn 2. janúar 2023. Opið verður frá og með 3. janúar á auglýstum opnunartíma skrifstofu kl. 10:00-14:00.


Gámasvæði – opnunartími um hátíðirnar

Fimmtudagur 22.12. Opið kl. 13:00-17:00
Laugardagur 24.12. Lokað
Þriðjudagur 27.12. Opið kl. 13:00-17:00
Fimmtudagur 29.12. Opið kl. 13:00-17:00
Laugardagur 31.12. Lokað
Þriðjudagur 4.01.23. Opið kl. 13:00-17:00


Íþróttamiðstöð - Jólaopnun

22.12. Kl. 6:30-8:00 og 14:00-22:00 
23.12. Kl. 6:30-14:00 
24.12. Kl. 9:00-11:00 
25.12. LOKAР
26.12. LOKAР
27.12. Kl. 6:30-8:00 og 14:00-22:00 
28.12. Kl. 6:30-8:00 og 14:00-22:00
29.12. Kl. 6:30-8:00 og 14:00-22:00
30.12. Kl. 6:30-8:00 og 14:00-19:00
31.12. LOKAÐ
01.01. LOKAÐ
02.01. Kl. 6:30-8:00 og 14:00-22:00

Óskum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
Hlökkum til að sjá ykkur í sundi. Starfsfólk Íþróttamiðstöðvar.


Bókasafn Eyjafjarðarsveitar

Síðasti opnunardagur fyrir jól er í dag miðvikudaginn 21. desember. Opið er frá kl. 14:00-17:00. Opið verður miðvikudaginn 28. desember milli kl. 14:00 og 17:00. Safnið opnar svo aftur eftir hátíðarnar þriðjudaginn 3. janúar og þá er opið milli kl. 14:00 og 17:00. Sjáumst á safninu. Jólakveðja, Bókavörður.

 
Skata á Þorláksmessu kl. 11:30-13:30

Lionsklúbbarnir Vitaðsgjafi og Sif bjóða til skötuveislu á
Þorláksmessu, í mötuneyti Hrafnagilsskóla frá 11:30 til 13:30. Saltfiskur verður til reiðu handa þeim sem ekki þora.
Verð er 4.000 kr. á manninn og allur ágóði rennur til líknarmála.
Komið og eigið saman ilmandi góða stund fyrir jólin.


Jólasveinaheimsókn!!

Freyvangsleikhúsið og hjálparsveitin Dalbjörg hafa tekið höndum saman
og ætla að aðstoða jólasveinana í ár við að dreifa jólapökkum á aðfangadagsmorgun milli kl.9:00-11:30. Það kostar 2.500 kr. að fá
jólasveininn í hvert hús/heimilisfang óháð fjölda pakka. Hægt verður að panta jólasveininn í heimsókn á netfangi bjugnakraekirleppaluda@gmail.com og á feisbúkksíðu jólasveinsins Bjúgnakrækir Leppalúðason. Móttaka pakka verður á milli kl. 18:00 og 21:00 á Þorláksmessu í Dalborg húsnæði Dalbjargar.


Helgihald í Eyjafjarðarsveit yfir hátíðarnar


Aðfangadagur

Aftansöngur í Grundarkirkju kl. 22:00. Kirkjukór Laugalandsprestakalls syngur undir stjórn Þorvaldar Arnar Davíðssonar organista.
Prestur Jóhanna Gísladóttir og meðhjálpari Hjörtur Haraldsson.


Jóladagur

Hátíðarmessa í Kaupangskirkju kl. 13:30. Söngfélagar við Kaupangskirkju syngja undir stjórn Petru Bjarkar Pálsdóttur organista. Prestur Jóhanna Gísladóttir og meðhjálpari Hansína María Haraldsdóttir.


Annar dagur jóla

Fjölskylduhelgistund í Munkaþverárkirkju kl. 13:00. Félagar úr Kirkjukór Laugalandsprestakalls syngja undir stjórn Þorvaldar Arnar Davíðssonar organista. Nemendur úr Tónlistarskóla Eyjafjarðar spila jólalög. Prestur Jóhanna Gísladóttir.


Gamlársdagur

Hátíðarguðsþjónusta í Hólakirkju kl. 11:00. Félagar úr Kirkjukór Laugalandsprestakalls syngja undir stjórn Petru Bjarkar Pálsdóttur organista. Prestur er Magnús G. Gunnarsson og meðhjálpari Sveinn Rúnar Sigmundsson.



Jólaball í Funaborg – 30. des. kl. 14:00-16:00

Verið öll hjartanlega velkomin á árlegt jólaball kvenfélagsins
Hjálparinnar á Melgerðismelum, jólasveinar, dansað í kringum
jólatré og kaffi og með því í boði. Jólakveðjur, stjórnin.



Jólakveðja

Óskum öllum íbúum Eyjafjarðarsveitar gleðilegra jóla og blessunarríks nýárs. Þökkum innilega veittan stuðning á liðnu ári, með ósk um að næsta ár verði okkur gott og gjöfult. Hittumst hress á nýju ári.
Félag eldri borgara Eyjafjarðarsveit.



Kæru sveitungar

Okkur mæðgur langar að óska ykkur öllum gleðilegra jóla. Með þökk fyrir allan stuðninginn ár árinu sem er að líða. Edda Ósk lauk krabbameinsmeðferð 8. ágúst og í eftirliti í desember kom allt vel út. Við tökum fagnandi á móti nýju ári með þakklæti í hjarta. Jólakveðja Inga Bára, Edda Ósk & Elvý Rós.


Jólakveðja

Við sendum íbúum Eyjafjarðarsveitar bestu óskir um gleðilega hátíð og gæfuríkt ár.
Þökkum kærlega fyrir frábæran stuðning á árinu sem er að líða.
Lionsklúbburinn Sif.


JÓGA Á JÓDÍSARSTÖÐUM

Byrja með ljúfa Yin Yoga tíma fyrir byrjendur á föstudögum
kl. 10:30-12:00. Fyrsti tíminn af sex verður þann 6. janúar nk.
Yin yoga er einföld iðkun sem er gerð í kyrrð og þögn – en alls ekki alltaf auðveld og þægileg. Hjálpar þér út fyrir þægindarammann – en þar gerast töfrarnir. Fullkomið mótvægi ákafra æfinga eins og hlaup, hjólreiðar, dans – hjálpar þér að koma á jafnvægi. Verð kr. 13.800. Hægt er að panta grænmetisrétt eftir tímann. Upplýsingar og skráning í s. 898-3306 eða á thorahjor@gmail.com.

Getum við bætt efni síðunnar?