Auglýsingablaðið

1213. TBL 18. október 2023

Auglýsingablað 1213. tbl. 15. árg. 18. október 2023.



Sveitarstjórnarfundur

619. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar er fyrirhugaður í fundarherbergi sveitarstjórnar, Skólatröð 9, fimmtudaginn 26. október og hefst hann kl. 8.00. Dagskrá fundarins verður kynnt á upplýsingatöflu í anddyri skrifstofunnar og á heimasíðu sveitarfélagsins.


Styrkir vegna varmadæla í Eyjafjarðarsveit

Eyjafjarðarsveit veitir fjárstyrk til eigenda fasteigna í Eyjafjarðarsveit í því skyni að setja upp varmadælur sem draga úr notkun raforku til upphitunar á íbúðarhúsnæði þar sem föst búseta (lögheimili) er skráð á þeim svæðum sem dreifikerfi hitaveitu nær ekki til. Styrkurinn er hugsaður til þess að styrkja eigendur og íbúa viðkomandi fasteigna til þess að setja upp varmadælu þar sem því verður ekki komið við að nýta hitaveitu tæknilega eða með hagkvæmum hætti fjárhagslega.

Skilyrði styrks
Eyjafjarðarsveit styrkir þinglýstan eiganda íbúðarhúsnæðis sem hyggst ráðast í framkvæmd vegna varmadælu til orkusparnaðar. Skilyrði er að umrædd fasteign njóti nú þegar niðurgreiðslu til húshitunar og að framkvæmdin hljóti styrk frá Orkustofnun. Styrkur fæst eingöngu til kaupa á varmadælu og efni tengdu henni innan tæknirýmis. Ekki er veittur styrkur til efniskaupa á lögnum í húsi eða breytingar á lögnum sem fyrir eru utan tæknirýmis þrátt fyrir að það séu afleiðingar af uppsetningu varmadælunnar.

Upphæð styrks
Eyjafjarðarsveit styrkir eiganda fasteignar um allt að 50% af efniskostnaði samkvæmt ofangreindu sem fellur á eiganda fasteignar eftir að styrkur frá Orkustofnun hefur verið greiddur og aðrar niðurgreiðslur sem við eiga, þó getur styrkur frá sveitarfélaginu aldrei orðið hærri en 500.000 krónur.

Samþykki styrks og greiðsla
Umsækjandi skilar inn undirritaðri styrkumsókn til Eyjafjarðarsveitar þar sem framkvæmdinni eru gerð skil. Umsókninni skulu fylgja allar viðeigandi kvittanir, samningur við Orkustofnun og staðfesting á greiðslu styrks frá Orkustofnun til sama verkefnis.

Aðilar geta sótt um styrkinn með því að hafa samband við skrifstofu sveitarfélagsins eða með því að fylla út umsókn á heimasíðunni sem er að finna í Umsóknir.



Vantar þig aðstoð við að komast í félagsstarf eldri borgara?

Nú þegar vetur gengur í garð kannar sveitarfélagið hverja vantar mögulega aðstoð við akstur til að komast í félagsstarf eldri borgara á þriðjudögum.

Hvetjum við alla sem hafa áhuga á að komast í starfið en sjá sér ekki fært á að mæta vegna aksturs að hafa samband við skrifstofu Eyjafjarðarsveitar í síma 463-0600.

Mikilvægt er fyrir okkur að fá nafn, heimilisfang og símanúmer svo við getum haft aftur samband varðandi frekari útfærslu þjónustunnar.
Sveitarstjóri.

 


Fiskikvöld KKE

Karlakór Eyjafjarðar efnir til stórveislu í Skeifunni Félagsheimili Léttis, Akureyri, föstudaginn 27. október kl. 19:00. Þar verður á boðstólnum siginn fiskur með hamsatólg og nýbökuðu Rúgbrauði ásamt Þórustaðarkartöflum. Eitthvað fljótandi verður einnig hægt að fá, sem breytir salnum í sjávarþorpskrá. Engin verðbólga hjá okkur þetta árið og máltíðin kostar aðeins kr. 3.500.
Allir eru velkomnir.
Karlakór Eyjafjarðar.

 


Vetrarfagnaður í Laugarborg 28. október
Húsið opnar kl. 19:00.
Borðhald hefst kl. 19:30, á boðstólum er hangikjöt og tilheyrandi meðlæti.
Veislustjóri verður Berglind Kristinsdóttir, bústýra á Hrafnagili (með meiru).

Dagskrá:
• Smokehouse sisters
• Dúettinn Bóndi og Kerling
• Uppistand - Skemmtikraftur að sunnan
• Dans - Dansbandið (Ingólfur Jóhannsson á Uppsölum) leikur fyrir dansi til kl. 01:00

Miðaverð 8.000 kr. Aldurstakmark 20 ára. Matur innifalinn í verði.
Drykkir verða til sölu á staðnum, bæði áfengir og óáfengir.

Takmarkaður miðafjöldi.
Miðapantanir í símum, 893-1323, 866-2796 og 848-1888, eftir kl. 16:00 til og með þriðjudagsins 24. október.

Miða þarf að sækja í anddyri íþróttamiðstöðvarinnar í Hrafnagilshverfi miðvikud.
25. okt. kl. 19:00–21:00 eða fimmtud. 26. okt. kl. 16:00–18:00.

Allur ágóði rennur til endurnýjunar á talstöðvum Hjálparsveitarinnar Dalbjargar.
Bestu kveðjur með von um góðar undirtektir, Kvenfélagið Iðunn.

 


Hollvinir Freyvangsleikhússins kynna: Úr gullkistu Freyvangsleikhússins
Tónleikar í Freyvangi fyrsta vetrardag, 28. okt. kl. 20:00.

Flutt verður tónlist úr ýmsum áttum og er meginþemað fyrrverandi félagar Freyvangsleikhússins. Flytjendur eru ýmist landsfrægir eða jafnvel heimsfrægir á Íslandi, allavega í Eyjafirði.
Kynnarnir þekkja sig vel í Freyvangi en þau eru Oddur Bjarni og Margrét.

Fram koma: Erna Hrönn, Vala Eiríks, Helgi og hljóðfæraleikararnir, Sara Blandon, Hljómsveitin Hælsæri, Tama (Höddi, Summi og Valur), Bobbi og Sigga, Hafþór Önundar, Árni Jökull, Steini Magg, Gísli Rúnar og Guðrún Ösp.

Miðaverð 4.500 kr. og miðapantanir í síma 857-5598 eða freyvangur@gmail.com
Þess má geta að aðeins er um þessa einu tónleika að ræða.



Vökuland Vellíðunarsetur

• Námskeið á mánudögum í jógískri slökun Jóga Nidra, leidd djúpslökun án hljóðfæra eða tóna, sem samanstendur af líkams-, öndunar- og núvitundaræfingum. Byrjar 9. okt.-13. nóv. kl. 17:00-18:00. Í boði eru fjögur skipti einu sinni í viku á 10.000 kr, eða 5 skipti á 12.900 kr. og þá er innifalið 2,5 klst. á viðburðinn "Treystu ferlinu" sem samanstendur af djúpslökun/hljóðbaði/kakó.
• Námskeið á þriðjudögum í Jóga & gongslökun. Styrkjandi jógaflæði kl. 17:30-18:45 /2.500 kr.
• Námskeið á miðvikudögum í slökun með hljóðbylgjum og tónum.
Sacred sound journey hljóðbað, gongslökun kl. 18:00-19:00 / 2.500 kr.
• Cacao Ceremony/Voice & Music. Laugardag 21. okt. Kvöldstund með Stefán Elí og Óla Birni. Byrjar kl. 18:00. Skráning: stefaneli@gmail.com s. 837-3364.
• Prjón, hugvekja, slökun 3.-5. nóvember.

Skráning á öll námskeið og viðburði hjá info@vokulandwellness.is eða í
s. 663-0498. www.vokulandwellness.is



Kannast einhver við
að hafa átt von á þessum hlutum í póstkassann sinn? Þetta var sett í póstkassann á Syðra-Hóli, en enginn við þennan afleggjara kannast við gripinn. Þetta heitir skv. google heimilisvél, ef einhver kannast við gripina, þá eru þeir staðsettir á Garðsá.

Getum við bætt efni síðunnar?