Auglýsingablaðið

1222. TBL 20. desember 2023

Auglýsingablað 1222. tbl. 15. árg. 20. desember 2023.



Jólakveðjur

Sendum öllum íbúum Eyjafjarðarsveitar bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári.
Þökkum ánægjuleg samskipti á árinu sem er að líða.
Sveitarstjórn og starfsfólk á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar.


Opnunartími skrifstofu um hátíðirnar

Opið verður á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar miðvikudaginn 27. des. til og með föstudagsins 29. des. kl. 10:00-14:00.
Lokað þriðjudaginn 2. janúar 2024.
Opið verður frá og með 3. janúar á auglýstum opnunartíma skrifstofu kl. 10:00-14:00.


Bókasafn Eyjafjarðarsveitar

Síðasti opnunardagur fyrir jól er fimmtudagurinn 21. desember. Þá er opið frá kl. 14:00-18:00.
Opið verður fimmtudaginn 28. desember milli kl. 14:00 og 18:00.
Venjulegir opnunartímar safnsins eru:
Þriðjudagar frá kl. 14:00-17:00.
Miðvikudagar frá kl. 14:00-17:00.
Fimmtudagar frá kl. 14:00-18:00.
Föstudagar frá kl. 14:00-16:00.
Á safninu er fjöldi bóka, tímarita og upplýsingaefnis, bæði til útláns, lestrar og skoðunar á staðnum. Komið við á bókasafninu og kynnið ykkur hvað þar er að finna.
Sjáumst á safninu, jólakveðja, bókavörður.
Bókasafnið er staðsett í kjallara íþróttahúss Hrafnagilsskóla og er gengið inn að austan. Ekið er niður með skólanum að norðan.

 

Helgihald í Eyjafjarðarsveit yfir hátíðarnar

Aðfangadagur
Aftansöngur í Grundarkirkju kl. 22:00. Kirkjukór Grundarsóknar syngur undir stjórn Þorvaldar Arnar Davíðssonar organista. Prestur er Jóhanna Gísladóttir og meðhjálpari Hjörtur Haraldsson.

Jóladagur
Hátíðarmessa í Kaupangskirkju kl. 13:30. Söngfélagar við Kaupangskirkju syngja undir stjórn Petru Bjarkar Pálsdóttur organista. Prestur er Jóhanna Gísladóttir og meðhjálpari Hansína María Haraldsdóttir.

Annar dagur jóla
Hátíðarmessa í Hólakirkju kl. 13:00. Félagar úr Kirkjukór Grundarsóknar syngja undir stjórn Þorvaldar Arnar Davíðssonar organista. Prestur er Aðalsteinn Þorvaldsson og meðhjálpari Sveinn Rúnar Sigmundsson.

Gamlársdagur
Hátíðarguðsþjónusta í Munkaþverárkirkju kl. 11:00. Félagar úr Kirkjukór Grundarsóknar syngja undir stjórn Petru Bjarkar Pálsdóttur organista. Prestur er Magnús G. Gunnarsson og meðhjálpari Benjamín Baldursson.


Jólasveinaheimsókn á aðfangadag!

Freyvangsleikhúsið og Dalbjörg eru í samstarfi við Bjúgnakrækir að heimsækja börn á aðfangadag. Heimsóknin kostar 3.000 kr. á hvert heimili.
Móttaka pakka verður í Dalborg, húsnæði Dalbjargar á Þorláksmessu kl. 18:00-21:00. Skráningsrfrestur er til og með 21. desember og hægt er að
panta í síma 780-0570 eða senda email á bjugnakraekirleppaluda@gmail.com




Helgi og Beate í Kristnesi
standa vaktina í jólabúðinni alla daga til jóla frá kl. 13:00-17:00. Jólatré og greinar og allslags handverk.
Textabók Helga og hljóðfæraleikaranna er komin.
Gleðileg jól.

 


Skötuveisla á Þorláksmessu

Lionsklúbbarnir Vitaðsgjafi og Sif bjóða til skötuveislu á Þorláksmessu, í matsal Hrafnagilsskóla frá kl. 11:30 til 13:30. Saltfiskur verður til reiðu handa þeim sem ekki þora.
Verð er 4.500 kr. á manninn og allur ágóði rennur til líknarmála.
Komið og eigið saman ilmandi góða stund fyrir jólin.

 


Jólatrésskemmtun 30. desember kl. 13:30 í Funaborg

Hin árlega jólatrésskemmtun kvenfélagsins Hjálparinnar verður haldin í Funaborg á Melgerðismelum.
Dönsum í kringum jólatré og fáum glaða gesti með góðgæti í poka, svo er kökuhlaðborð.
Aðgangur ókeypis en frjáls framlög.
Hlökkum til að sjá sem flest börn sveitarinnar, kvenfélagið Hjálpin.


Vantar þig yfir hátíðirnar flatbrauð og/eða þurrkaðar krydd- eða tejurtir?

Eigum flatbrauðspakka, 4 sneiðar (2 kökur) í pakka á 1.000 kr. og nokkra
pakka með þurrkaðri myntu, birki og blönduðum kryddjurtum, líka 1.000 kr. pakkinn.
Nokkur eintök eftir af dagbókinni Tíminn minn 2024 á 4.500 kr.
Allur ágóði rennur í hjálparsjóð Kvenfélagsins Iðunnar.
Pantanir hjá Ástu Heiðrúnu í síma 893-1323 og Hrönn í síma 866-2796.


Ytri-Varðgjá íbúðarsvæði, Eyjafjarðarsveit – kynning deiliskipulagstillögu

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 7. desember sl. að vísa skipulagstillögu vegna nýs deiliskipulags fyrir íbúðarsvæði í landi Ytri-Varðgjár, í kynningu skv. 4. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagssvæðið nær yfir 18,5 ha svæði í landi Ytri-Varðgjár sem í gildandi Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 er að mestu skilgreint sem íbúðarsvæði ÍB12. Nýja deiliskipulagið gerir ráð fyrir 35 lóðum fyrir íbúðarhús og verður aðkoma að svæðinu frá Veigastaðavegi. Tillagan er aðgengileg á sveitarskrifstofuni milli 20. desember 2023 og 14. janúar 2024, á heimasíðu sveitarfélagsins og á vefnum www.skipulagsgatt.is undir málsnúmeri 623/2023 og er athugasemdafrestur til 14. janúar. Opið hús vegna kynningarinnar fer fram á sveitarskrifstofu Eyjafjarðarsveitar þriðjudaginn 9. janúar 2024 milli kl. 12:00 og 15:00. Nánari upplýsingar eru heimasíðu sveitarfélagsins.
Skipulags- og byggingarfulltrúi.

 


Leikskólinn Krummakot – Atvinnuauglýsingar

Leikskólinn Krummakot auglýsir eftir að ráða leikskólakennara eða starfsfólk með aðra háskólamenntun til starfa í tvær 100% stöður á deild með yngri börnum.
Umsóknarfrestur er til 2. jan. 2024.
Nánari upplýsingar um starfið og skilyrði er að finna á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar.
Æskilegt er að afleysingin geti byrjað sem fyrst eða eftir samkomulagi.
Nánari upplýsingar um starfið er að finna á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar. Frekari upplýsingar veitir Erna Káradóttir, leikskólastjóri í síma 464-8120, netfang erna@krummi.is

 


Íþróttamiðstöðin verður opin sem hér segir um hátíðarnar:

Þorláksmessa 10:00-14:00 Annar í jólum Lokað
Aðfangadagur 9:00-11:00 Gamlársdagur Lokað
Jóladagur Lokað Nýársdagur Lokað
Óskum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
Hlökkum til að sjá ykkur í sundi. Starfsfólk Íþróttamiðstöðvar.

Getum við bætt efni síðunnar?