Auglýsingablaðið

1224. TBL 03. janúar 2024

Auglýsingablað 1224. tbl. 16. árg. miðvikudaginn 3. janúar 2024.

 


Eyjafjarðarsveit óskar eftir að ráða skrifstofu- og fjármálastjóra

Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi með mikla samskiptafærni og frumkvæði sem tileinkað hefur sér skipulögð og vönduð vinnubrögð. Viðkomandi þarf að hafa ríkan vilja til að taka þátt í að efla innra og ytra starf og þjónustu sveitarfélagsins.
Skrifstofu- og fjármálastjóri tekur virkan þátt í stjórnun og stefnumótun sveitarfélagsins og leiðir margþætt verkefni er varðar stjórnsýslu og fjármál á tímum framfara og þróunar í fjölskylduvænu og samheldnu samfélagi Eyjafjarðarsveitar. Skrifstofu- og fjármálastjóri er staðgengill sveitarstjóra.

Helstu verkefni og ábyrgð
Ábyrgð og stjórnun á daglegri starfsemi skrifstofu þar með talið mannahaldi, þróun verklags og þjónustu.
Fjárhagsáætlanagerð og uppgjör fyrir sveitarfélagið og stofnanir þess. Yfirsýn og eftirlit með útgjöldum og tekjum sveitarfélagsins.
Umsjón með stefnumótandi verkefnum í tengslum við stjórnsýslu og fjármál og eftirfylgni með þeim.
Leiðbeinir um stjórnsýsluleg málefni og samræmir góða stjórnsýsluhætti í allri starfsemi sveitarfélagsins.
Ber ábyrgð á framkvæmd rekstrar-, fjárhags-, launa- og starfsáætlana í samvinnu við sveitarstjóra og aðra stjórnendur og starfsmenn.
Boðun og viðvera á sveitarstjórnarfundum, umsýsla og ritun fundargerða sveitarstjórnar og eftirfylgni með ýmsum málum sveitarstjórnar. Seta á nefndarfundum eftir þörfum. 
Samskipti við deildir og íbúa sveitarfélagsins, samskipti við ýmsa opinbera aðila.
Staðgengill sveitarstjóra.

Menntunar- og hæfniskröfur
Menntun sem nýtist í starfi.
Háskólamenntun sem nýtist í starfi er kostur.
Þekking og farsæl reynsla af stjórn fjármála og reksturs, þ.m.t. áætlanagerð.
Farsæl reynsla af stjórnun.
Þekking og reynsla á opinberri stjórnsýslu.
Þekking og reynsla af málefnum sveitarfélaga er kostur.
Leiðtogahæfni, frumkvæði og framúrskarandi samskiptahæfileikar.
Samvinnuþýði og jákvæðni í samskiptum við samstarfsmenn og aðra þá er starfinu tengjast.
Jákvæð áhrif á starfsumhverfi.
Hæfni til að leiða og hrinda í framkvæmd verkefnum í teymisvinnu.
Góðir skipulagshæfileikar, sveigjanleiki og víðsýni.
Góð íslensku- og enskukunnátta og góð hæfni til að tjá sig í ræðu og riti.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Umsókn um starfið skal skila inn með tölvupósti á sveitarstjori@esveit.is með titlinum "Starfsumsókn skrifstofu- og fjármálastjóri" eigi síðar en 14. janúar 2024.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Finnur Yngvi Kristinsson, sveitarstjóri, á tölvupósti sveitarstjori@esveit.is eða í síma 463-0600.
Umsókn skal fylgja ferilskrá, listi meðmælenda og ítarlegt kynningarbréf á íslensku þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um hæfni viðkomandi til að sinna starfi skrifstofu- og fjármálastjóra Eyjafjarðarsveitar.
Öllum umsóknum verður svarað að ráðningu lokinni.



Leikskólinn Krummakot auglýsir eftir tímabundinni afleysingu í móttökueldhús

Um er að ræða 50 - 100% stöðu eða e.t.v tvær 50% stöður.
Afleysing a.m.k. bara í janúar og febrúar en möguleiki á meiri vinnu.
Æskilegt er að byrja sem fyrst eða eftir samkomulagi.

Allur matur er eldaður í eldhúsinu í Hrafnagilsskóla þannig að það þarf að taka á móti matnum og græja fyrir bæði matsal og vagna. Síðan er það frágangur og uppvask sem og að sjá um allan þvottinn. Þar sem að hann er mikill á svona stóru heimili.

Menntunar- og hæfniskröfur
• Skipulögð vinnubrögð, sjálfstæði og frumkvæði, góðir samskiptahæfileikar og þjónustulund.
• Metnaður og áhugi til að taka þátt í góðu skólastarfi.

Umsóknarfrestur er til 10. janúar 2024
Umsóknum skal fylgja ferilskrá og upplýsingar um meðmælendur.
Öllum umsóknum verður svarað.
Frekari upplýsingar veitir Erna Káradóttir leikskólastjóri í síma 464-8120, netfang erna@krummi.is.



Bókasafnið verður lokað föstudaginn 12. janúar

Af óviðráðanlegum orsökum verður bókasafnið lokað föstudaginn 12. janúar.
Annars eru venjulegir opnunartímar:
Þriðjudagar kl. 14:00-17:00
Miðvikudagar kl. 14:00-17:00
Fimmtudagar kl. 14:00-18:00
Föstudagar kl. 14:00-16:00
Á safninu er fjöldi bóka, tímarita og upplýsingaefnis, bæði til útláns, lestrar og skoðunar á staðnum. Komið við á bókasafninu og kynnið ykkur hvað þar er að finna. Bókasafnið er staðsett í kjallara íþróttahúss Hrafnagilsskóla og er gengið inn að austan. Ekið er niður með skólanum að norðan.
Bókavörður.



Frá Félagi eldri borgara í Eyjafjarðarsveit

Sjáumst hress í félagsstarfinu þann 9. janúar nk. í Félagsborg kl. 13:00.
Nýir félagar að sjálfsögðu alltaf velkomnir.
Stjórnin.



Fyrsta útsaumskvöldið
verður í betri stofunni á Laugalandi mánudaginn 8. janúar frá kl. 18:00-21:00.
Verið velkomin og takið með ykkur hannyrðirnar.
Handraðinn.

Getum við bætt efni síðunnar?