Auglýsingablaðið

1235. TBL 19. mars 2024

Auglýsingablað 1235. tbl. 16. árg. þriðjudaginn 19. mars 2024.

 


Frá Félagi eldri borgara í Eyjafjarðarsveit
Aðalfundur félagsins verður haldinn laugardagsinn 23. mars og hefst kl. 11.00 í Félagsborg.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Á vegum félagsins verður boðið upp á súpu og brauð að loknum fundi. Vonumst til að sjá ykkur sem flest.
Stjórnin.

 


Bókasafnið fer í páskafrí
Síðasti opnunardagur safnsins fyrir páska er föstudagurinn 22. mars.
Þá er opið frá kl. 14:00-16:00.
Opnum aftur eftir páska þriðjudaginn 2. apríl.

Minnum annars á opnunartíma safnsins:
Þriðjudagar frá 14:00-17:00.
Miðvikudagar frá 14:00-17:00.
Fimmtudagar frá 14:00-18:00.
Föstudagar frá 14:00-16:00.

Best er að ganga um dyr að austan (kjallari íþróttahúss) eða um sundlaugarinngang.

 


Helgiganga á vegum Dalbjargar á föstudaginn langa
Lagt verður af stað gangandi frá Dalborg kl. 10:00 og gengið á bökkunum inn að Munkaþverárkirkju (4,5 km. önnur leið ). Fyrir þau sem kjósa heldur að ganga hálfa leið verður farið keyrandi frá Dalborg kl. 11:00 að kirkjunni og gengið til baka.

Í Munkaþverárkirkju er helgistund kl. 11:30 – 12:00.
Organisti er Þorvaldur Örn Davíðsson og Kirkjukór Grundarsóknar syngur.
Prestur Jóhanna Gísladóttir.

Er stundinni í kirkjunni lýkur er gengið til baka í Dalborg þar sem boðið verður upp á vöfflukaffi og kassaklifur fyrir börn kl. 13:00 – 14:00.

Frjáls framlög í styrktarsjóð Dalbjargar.

Getum við bætt efni síðunnar?