Auglýsingablaðið

348. TBL 11. janúar 2007 kl. 01:43 - 01:43 Eldri-fundur

Auglýsingablað 348. tbl. 23. des. 2006

 

Jólakveðja

Sendum öllum íbúum Eyjafjarðarsveitar bestu óskir um
gleðileg jól og farsæld á komandi ári.
þökkum ánægjuleg samskipti á árinu sem er að líða.

Starfsfólk á
skrifstofu Eyjafjarðarsveitar.


-------


Frá Laugalandsprestakalli

Messur um jól og áramót

Aðfangadagur 24. des.:
Hátíðarmessa í Grundarkirkju kl. 22:00.

Jóladagur 25. des.:
Hátíðarmessa í Munkaþverárkirkju kl.11:00.
Messa í Saurbæjarkirkju kl. 13:30.

Annar jóladagur 26. des.:
Helgistund í Hólakirkju kl. 11:00.
Helgistund í Kaupangskirkju kl. 13:30.

Gamlaársdagur 31.des.:
Messa í Möðruvallakirkju kl.11:00.

Sr. Hannes örn Blandon.

 

-------

Bókasafn Eyjafjarðarsveitar
Bókasafnið verður opið fimmtudaginn 28. desember kl. 14:00-17:00.
Safnið opnar aftur eftir áramót miðvikudaginn 3. janúar kl. 9:00-12:00 og eftir það er opið eins og venjulega: Alla virka daga frá 9:00-12:00 og einnig mánudaga frá 13:00-16:00.

Jólakveðjur frá bókasafninu,
Margrét bókavörður.

 

-------

 

JóLABALL - JóLABALL - JóLABALL

Kvenfélagið Hjálpin heldur sína árlegu jólatrésskemmtun í Sólgarði, föstudaginn 29.desember klukkan 13:30. Allir velkomnir.

Kvenfélagið Hjálpin


-------

 

Kæru sveitungar

Gleðileg jól gott og farsælt komandi ár, sem byrjar með stæl þann 27. janúar á hinu geysivinsæla þorrablóti okkar.

Með kæstri kveðju, þorraþrælarnir

 

-------

Störf við sundlaug og íþróttahús Hrafnagilsskóla.

Starfsmenn vantar til að ganga vaktir í íþróttahúsinu og sundlauginni. Fyrst og fremst er um að ræða vinnu síðdegis og á kvöldin. Umsækjendur skulu ekki vera yngri en 18 ára. þeir starfsmenn, sem ráðnir verða þurfa að sækja námskeið í skyndihjálp og standast að því loknu hæfnispróf.

Nánari upplýsingar veittar á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar s: 463 1335 og þangað skal umsóknum skilað i síðasta lagi 5. jan. 2007.

íþrótta- og æskulýðsfulltrúi.


-------

TóNLEIKAR

Helgi og hljóðfæraleikararnir halda tónleika í Freyvangi þann 29/12 kl 21. Miðaverð er 1000 kr. Helst í nýstraujuðum þúsundköllum. Ekki tekið við kortum, nema þá almennum jólakortum. Mikið af nýju og nýlegu efni verður flutt í bland við eldra.

Allir velkomnir.


-------

Hundaeigendur

Bent er á að hreinsun hunda á að vera lokið 31. desember 2006. þeir sem enn hafa ekki látið hreinsa hunda sína eru hvattir til að gera það sem fyrst.

Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar.

 

-------

Hross og flugeldar

Nú nálgast tími púðurskota og flugeldasýninga með öllum þeim fyrirgangi sem slíku fylgir. þótt margir hafi gaman af á það ekki við um hross, en mörg dæmi eru um að þau hafi fælst í hamaganginum og orðið sér að tjóni. Bæði eigendur þeirra og aðrir sem fara með flugelda þurfa að taka tillit til þessa og fara með gát.

Gott er að byrgja rúður í hesthúsum á gamlárskvöld og hafa opið fyrir útvarp þannig að hvellir og ljósagangur hafi minni áhrif. þá virðist það gott ráð að hafa ljós í hesthúsum og jafnvel að hafa vélar í gangi í nágrenni við þau til að deyfa hávaða.
Hrossaeigendur skulu fylgjast vel með hrossum á útigangi og það sama á við um flugeldaskotmenn. Skjótið ekki upp flugeldum í næsta nágrenni við hross sem gætu fælst og hlaupið á girðingar og aðrar hindranir og inn á vegi og vegsvæði.

 

-------

 

Almannavörnum og sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar

Síðustu daga hafa orðið mikil skriðuföll í innanverðum Eyjafirði, sérstaklega við bæinn Grænuhlíð. Snögg hlýindi og mikið úrhelli ásamt miklum snjó til fjalla eru orsakir skriðufallanna, en leysingarvatn hefur streymt niður í jarðveg og gert hann gegnsósa. Skyndilegir vatnavextir hafa svo valdið flóðum í ám og lækjum með alvarlegum afleiðingum, en mjög miklar skemmdir hafa orðið á Djúpadalsvirkjunum-um og girðingum og landi, þar sem mest hefur flætt.

Fimmtudaginn 21. des. var skriðusvæðið kannað af fulltrúum Almannavarna ásamt jarðfræðingi frá Náttúrufræðistofnun. það var niðurstaða könnunarinnar að skriðuhætta væri ekki enn liðin hjá. í ljósi þess var lagt til, að fólk hefðist ekki við á bæjum á því svæði sem varhugaverðast var talið, þ. e. frá æsustöðum að Arnarfelli, að báðum bæjum meðtöldum. þar gætu skriður enn fallið, sérstaklega ef aftur hlýnar með miklu úrfelli. Fari veður kólnandi minnkar skriðuhættan og líður væntanlega hjá á einum til tveimur sólahringum. Fylgst verður með ástandinu næstu daga og það metið.

þótt hætta af skriðuföllum sé talin mest á fyrrnefndu svæði gætu skriður fallið úr fjallinu vestan ár, en þar eru íbúðar- og gripahús ekki talin í hættu. Skriður gætu engu að síður fallið á þjóðveginn þar og eru vegfarendur hvattir til að gæta fyllstu varúðar og vera ekki á ferðinni meira en nauðsyn krefur.

Eyjafjarðarbraut vestri er enn lokuð við Djúpadalsá þar sem vegurinn er rofinn báðum megin brúarinnar. Stefnt er að því að ljúka viðgerðum sem fyrst, en ljóst er að þær munu taka einhverja daga. Skriðum, sem féllu á veginn við Grænuhlíð og norðan Kolgrímastaða, hefur verið rutt burtu og teljast þær leiðir nú færar. Vegfarendum er þó bent á að fara með gát eins og áður er nefnt. þá er unnið að viðgerð á veginum að Völlum en hann hefur skolast frá brúnni svo hún er ófær.

 

Eins og við var að búast hafa sveitungar brugðist skjótt við og sýnt mikla samstöðu og boðið aðstoð sína í kjölfar þessara atburða, sem vart geta talist annað en náttúruhamfarir. þar hafa félagar i Hjálparsveitinni Dalbjörg farið fremstir meðal jafningja og er þeim, sem og öllum öðrum færðar þakkir fyrir ómetanlega aðstoð af ýmsum toga. Sérstaklega ber að þakka aðstoð við ábúendur í Grænuhlíð en þar hafa skemmdir og áföll verið mest. Grænuhlíðarfjölskyldan mun hafa aðsetur að Hrísum fyrst um sinn og allur búpeningur hefur verið fluttur burtu.

Vonandi eiga svona atburðir ekki eftir að endurtaka sig en allur er varinn góður. Reynt verður að koma upplýsingum reglulega til fólks á skriðusvæðinu meðan enn er talin einhver hætta á ferðum. Væntanlega er hún þó hjáliðin þegar þetta er skrifað að morgni föstudagsins 23. des. Ef fólk telur sig verða vart breytinga, sem bent gætu til vaxandi hættuástands er því bent á að hafa tafarlaust samband við Lögregluna á Akureyri í síma 112 eða 464 7700. Sími Hjálparsveitarinnar Dalbjargar er 891 7981, á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar er síminn 463 1335 og sími sveitarstjóra utan skrifstofutíma er 861 7620.

Sveitarstjórn og starfsfólk á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar vonar að allir fái notið jólahátíðarinnar þrátt fyrir það sem á undan er gengið. Allir eiga það sameiginlegt að geta þakkað og glaðst yfir því að manntjón hefur ekki orðið.

Megi nýja árið færa öllum styrk og farsæld.

Bjarni Kristjánsson
sveitarstjóri

 

Getum við bætt efni síðunnar?