Auglýsingablaðið

358. TBL 02. mars 2007 kl. 14:02 - 14:02 Eldri-fundur

Skriðuföll í Eyjafjarðardal í des. 2006.
Almannavarnanefnd Eyjafjarðar og sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar boða til almenns fundar í Sólgarði miðvikudaginn 7. mars 2007 kl. 20.30. á fundinum verður fjallað um skriðuföllin í Eyjafjarðardal í des. s. l. út frá álitsgerðum þeirra sérfræðinga sem að málinu hafa komið. Einnig verður gerð grein fyrir hlutverki og ábyrgð almannavarnanefnda í héraði. Eftirtaldir verða frummælendur:
Hlutverk almannavarnanefnda:
Björn Jósef Arnviðarson, sýslumaður formaður Almannavarnanefndar Eyjafjarðar.
Skriðuföll í Eyjafjarðardal í des. 2006:
Halldór Pétursson, jarðfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun
og Ester Hlíðar Jenssen, jarðfræðingur og sérfræðingur á Veðurstofu íslands.
Sveitarstjóri

-------

FRá LAUGALANDSPRESTAKALLI
ágætu sveitungar
Sunnudaginn 4. mars er æskulýðsdagurinn.
þess vegna verður barna og unglingamessa í Munkaþverárkirkju kl. 11:00
Organisti er Daníel þorsteinsson
Kór Hrafnagilsskóla undir stjórn Maríu Gunnarsdóttur syngur.
Væntanleg fermingarbörn munu líka syngja við undirleik hljómsveitarinnar "Kórdrengirnir" eða eins og "Kristján ólafsson" myndi orða það "ðe Kvæerbojs".
Látum oss gleðjast og fagna með börnum okkar.
Sóknarprestur.

-------

Fundarboð
Aðalfundur Félags aldraðra í Eyjafirði 2007 verður haldinn í Hrafnagilsskóla, laugardaginn l0. mars kl. 14.00.
Venjuleg aðalfundarstörf. - Nýir félagar velkomnir.
Stjórnin

-------

Ferð til Grænlands
á vegum Norræna félagsins á Akureyri er verið að undirbúa ferð til Grænlands 10.-17. júlí í sumar. Ferðin kostar um 105.000-, innifalið flug, allar ferðir á Grænlandi, gistingar og morgunmatur. Nokkur sæti eru laus.
Guðmundur Sigvaldason verður fararstjóri en hann hefur áður farið með hópa til Grænlands í mjög vel lukkaðar ferðir. Netfangið hjá honum er gudmundur@horgarbyggd.is .

-------

Handverksnámskeið á næstunni
10.-11.mars – Spjaldvefnaður
Philippe Ricart kemur og kennir spjaldvefnað með sérstaka áherslu á mynstur frá miðaldatímanum. Hann hefur kynnt sér það sem hefur fundist heillegt af böndum á íslandi en elstu mynstrin munu vera frá miðöldum. Hann mun koma þátttakendum af stað með nokkur mynstur sem hægt er að halda áfram með heima. Mynstrin eru á mismunandi erfiðleikastigum og henta öllum.
Stéttarfélög hafa greitt námskeiðsgjöldin niður um allt að 70% svo endilega kannaðu þinn rétt.
Námskeiðsgjaldið er 18.000 og þá er garn innifalið. Philippe miðar við að kenna á ca 12 spjöld en hann notar mest sjálfur 12 og 22 spjöld. Hann verður með spjöld meðferðis frá Heimilisiðnaðarfélaginu til að selja ef einhvern vantar. Námskeiðið er eitt af námskeiðaröð sem haldið verður í samstarfi við Gásahópinn.

Saumanámskeið miðaldafatnaður
Fyrirhugað er að halda fjórða miðaldasaumanámskeiðið 17.-18.mars. þessi námskeið hafa verið mjög vinsæl enda mikil vakning á uppbyggingu Gása í Eyjafirði. Gásir er best varðveitti miðaldakaupstaður á íslandi.
Minjasafnið á Akureyri hefur staðið fyrir fornleifauppgreftri þar síðustu fimm árin og fyrirhugað er að koma upp tilgátubúðum, eftirlíkingu af Gásakaupstað eins og hann er talinn hafa verið með menningartengda ferðaþjónustu að leiðarljósi.

Vattarsaumur í apríl
Vattarsaumur hét sú iðn sem notuð var áður en hekl og prjón kom til sögunnar. Nafnið kemur frá saumi á vettlingum en orðið vöttur var notað yfir vettling.
Guðrún Hadda mun leiðbeina á þessu námskeiði í apríl sem verður haldið á einum laugardagseftirmiðdegi.

þæfing á þrívíddarskúlptúrum ; fuglar ; skarfar - Karin Flatoy kemur og kennir frábæra tækni við þæfingu á fuglum.
Námskeið í skógerð í lok maí – búðu þér til ekta miðaldaskó úr leðri. - Nille Glæsel kemur og kennir skógerð.

Nánar á www.listalind.is og í síma 864-3633 – Dóra á Syðra-Felli

-------


Frá Búnaðarfélagi Saurbæjarhrepps
Fyrirhugað er að halda aðalfund félagsins mánudaginn 12 mars
Við auglýsum eftir fundargerðarbók búnaðarfélagsins
Stjórnin

-------

Aðalfundur
Aðalfundur Hrossaræktarfélagsins Náttfara, verður haldinn sunnudaginn 11 mars kl. 20,30 í Funaborg.
Nánar auglýst í næsta fréttablaði.
Stjórnin.

-------

PRíMADONNURNAR í FREYVANGI
"Rósa Björg ásgeirsdóttir sem Meg er alveg hreint frábær og það er hrein unun á að horfa og alveg ljóst að framtíðin er hennar."
"Stefán er frábær gamanleikari... Persóna hans er svo vel teiknuð að það ætti að huga að því að stoppa hana upp eftir að sýningum lýkur."
Júlíus Júlíusson, leiklist.is

"Bráðskemmtilegt verk…"
"Saga Jónsdóttir er algjör snillingur í að vinna með áhugaleikurum… hefur náð úr þessu fólki alveg einstaklega góðu liði…"
"Samandregið hvet ég alla til að fara í Freyvang og sjá mjög skemmtilegt leikrit."
Sólveig Lára Guðmundsdóttir, Svæðisútvarpið

Næstu sýningar:
Laugardaginn 3. mars kl. 20.30 Laus sæti
Föstudaginn 9. mars kl. 20.30 Laus sæti
Laugardaginn 10. mars kl. 20.30 UPPSELT
Föstudaginn 16. mars kl. 20.30 STJáNASýNING
Laugardaginn 17. mars kl. 20.30

Prímadonnurnar er pottþétt sýning fyrir alla fjölskylduna… Engin morð, ekkert blóð, engar limlestingar, bara eintómt gaman!

Skoðið fleiri umsagnir gagnrýnenda á www.freyvangur.net

-------

árshátíð starfsmanna Eyjafjarðarsveitar - verður haldin í Laugarborg laugardaginn 10. mars.
Húsið opnar kl. 20.00 og hátíðin hefst kl. 20.30.

Allir sem starfa hjá Eyjafjarðarsveit m.a. þeir sem starfa í nefndum, í sveitarstjórn, við heimilishjálp, í skólunum, við eignasjóð og aðrir starfsmenn sveitarfélagsins eru hjartanlega velkomnir ásamt mökum.

Skráning fer fram í Krummakoti, Hrafnagilsskóla og á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar og lýkur miðvikudaginn 7. mars.

Matur - skemmtun – dansleikur

þema hátíðarinnar er HOLLYWOOD.

Hljómsveitin SALT og PIPAR spilar fyrir dansi.

Nefndin

-------

319. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn á skrifstofu hennar að Syðra-Laugalandi þriðjudaginn 6. mars 2007 kl. 20.00.
Dagskrá:
1. Tónlistarhúsið Laugarborg, þórarinn Stefánsson ræðir hljóðfæramál o. fl.
2. Fundargerðir skipulagsnefndar, 70. og 71. fundur, 19. feb. og 1. mars 2007.
3. Hitaveita frá Hólsgerðislaug.
4. Framtíðarnýting á heimavistarhúsnæði Hrafnagilsskóla.
5. Nýsköpunarverkefni grunnskólanemenda, beiðni um fjárstyrk, erindi dags. 22. feb. 2007.
6. Erindi Emilíu Baldursdóttur, dags. 21. feb. 2007, bann við mótorhjólaumferð á leirunum norðan Hringvegarins.
7. ályktun samþykkt á almennum fundi kennara við Hrafnagilsskóla 6. feb. 2007 um launamál.
8. Erindi nokkurra kennara við Hrafnagilsskóla dags. 6.feb. 2007, andmæli við uppsögn á húsnæðisstyrk til kennara í eigin húsnæði.
9. Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2007 – 2018, beiðni um umsögn.
10. Erindi skólaliða við Hrafnagilsskóla, afgreiðslu frestað á 311. fundi sveitarstjórnar.

Sveitarstjóri

Getum við bætt efni síðunnar?