Auglýsingablaðið

362. TBL 30. mars 2007 kl. 13:34 - 13:34 Eldri-fundur


Tímabundin lokun íþróttahúss og sundlaugar Hrafnagilsskóla
Vegna framkvæmda verða íþróttahús og sundlaug Hrafnagilsskóla lokuð laugardaginn 31. mars til og með fimmtudagsins 5. apríl (skírdag).
Opnunartímar um páska:
Föstudaginn langa 6. apríl til og með annars í páskum 9. apríl kl. 10:00 til kl. 19:00.

-------

Frá Laugalandsprestakalli
Messur í apríl
Pálmasunnudagur, 1. apríl: Barnamessa í Hólakirkju kl. 11:00
Skírdagur 5. apríl: Messa í Saurbæjarkirkju kl. 21:00
Föstudagurinn langi 6. apríl: Helgistund í Kaupangskirkju kl. 11:00.
Páskadagur 8. apríl: Messa í Grundarkirkju kl.11:00.
Sunnudagur 15. apríl: Helgistund í Munkaþverárkirkju kl. 21:00
Sóknarprestur

-------

SKYNDIHJáLPARNáMSKEIð
Námskeið í skyndihjálp verður haldið í stofu 7 í Hrafnagilsskóla í umsjón Vals Halldórssonar, sjúkraflutningamanns. Námskeiðið er bæði bóklegt og verklegt, alls 12 klukkustundir og verður sem hér segir:
Mánudaginn 9. apríl kl. 19.30 – 22.30
Miðvikudaginn 11. apríl kl. 19.30 – 22.30
Miðvikudaginn 18. apríl kl. 19:30 – 22:30
Fimmtudaginn 19. apríl kl. 19.30 – 22.30
Boðið verður upp á léttar veitingar á námskeiðinu fólki að kostnaðarlausu.
Bent skal á að íþrótta- og tómstundanefnd greiðir hluta kostnaðarins og því er verðið aðeins kr. 2.500.
Við hvetjum alla til að nýta sér frábært námskeið á kostakjörum.
Skráning hjá Kristínu í síma 463-1590 milli kl. 20.00 – 21.00.

-------

Fundarboð
Aðalsafnaðarfundur Grundarsóknar verður haldinn í Laugarborg þriðjudaginn 3. apríl kl. 20:30.
Venjuleg aðalfundarstörf
Stjórnin

-------

Athugið
Höfum tekið hundafóður til sölu í verslun okkar http://www.varnir.is Allur búnaður til meindýravarna vinnufatnaður, kuldagallar, peysur, límbakkar, safnkassar, minkagildur.
Eyði meindýrum, s,s, skordýrum silfurskottum, músum og rottum.
Magnús Svavarsson meindýraeyðir
Sími 461-2517 og 898-2517

-------

ágætu sveitungar
Vegna tæknilegra örðugleika frestast útgáfa skólablaðsins um tvær vikur.
Kær kveðja, nemendur í 9. bekk

-------

Páskabingó
Hið sívinsæla páskabingó Hestamannafélagsins Funa verður haldið 7. apríl klukkan 14 í Funaborg Melgerðismelum. Fjöldi glæsilegra vinninga í boði.
Allir velkomnir, vonumst til að sjá sem flesta.
Húsnefnd Funa

-------

Notaðu páskana vel
Námskeið í silfursmíði og meðhöndlun á silfurleir verða haldin dagana 3.-5.apríl í Eyjafjarðarsveit.
Vattarsaumur 11.apríl - þæfing fugla 18.maí - Skógerð 2.júní og fleira á www.listalind.is
áhugasamir hafi samband sem fyrst í síma 864-3633
Dóra á Syðra-Felli

-------

Göngufólk athugið
Um leið og við óskum ykkur gleðilegra páska viljum við minna á gönguna sem verður farin frá Steinhólum föstudaginn langa, þann 6. apríl. Gangan mun hefjast kl. 10 og er þátttökugjald 500 kr. fyrir fullorðna en frítt fyrir 12 ára og yngri. Genginn verður hringurinn í gamla Saurbæjarhreppi og verða bílar Hjápasveitarinnar á staðnum og sjá um að koma þeim sem ekki vilja ganga alla leið aftur í hús. Við hvetjum alla eindregið til að mæta með fjölskylduna og eiga góðan dag. Að göngu lokinni verður svo boðið upp á kaffi og djús í húsi Hjálparsveitarinnar.
Bestu kveðjur,
Hjálparsveitin Dalbjörg.

-------

Páskabingó
Frjálsíþróttahópur Umf Samherja ætlar að halda sitt árlega páskabingó í Laugaborg , laugardaginn 31. mars kl 14:00. Aðalvinningur er utanlandsferð en það verða margir veglegir vinningar þarna.

-------

Páskar á Smámunasafninu
Smámunasafn Sverris Hermannssonar húsasmíðameistara verður opið um páskana frá 5. apríl til 9. apríl kl. 13-18 alla dagana. þá ætlum við að vera búin að fela páskaegg vel og vandlega á milli einhverja smámuna.
Sá á FUND SEM FINNUR - svo má líka spyrja – HVORT VILTU FUND MINN LAUNA EðA GEFA?
Verið velkomin
SMáMUNASAFNIð

-------

Bókasafn Eyjafjarðarsveitar
Bókasafnið verður lokað frá og með mánudeginum 2. apríl til mánudagsins 9. apríl. Opnað verður að nýju þriðjudaginn 10. apríl kl. 9:00 til 12:00.
Minni annars á opnunartíma safnsins:
Mánudaga frá 9:00-12:00 og 13:00-16:00.
þriðjudaga-föstudaga frá 9:00-12:00.

-------

Tún til leigu
Upplýsingar gefur Kristján Hannesson, Kaupangi í síma s: 462-4947

-------

Gönguhópur
Kvennahlaup íSí verður laugardaginn 16. júní n.k. Af því tilefni hitum við upp með gönguhópi sem fer af stað frá Hrafnagilsskóla á þriðjudags- og fimmtudagskvöldum kl. 20.30. Gengið verður í fyrsta sinn fimmtudaginn 12. apríl. Stjórnendur eru Steinunn Arnars ólafsdóttir, sjúkraþjálfari og Helga Sigfúsdóttir, sjúkraþjálfari. Ekki þarf að skrá sig í gönguklúbburinn fyrirfram, áhugasamir mæta bara á staðinn. Hann er þátttakendum að kostnaðarlausu.

-------


Sundleikfimi karla
Fimmtudaginn 12. apríl hefst sundleikfimi karla í sundlaug Hrafnagilsskóla. Kennt verður tvisvar í viku, á þriðjudags- og fimmtudagskvöldum kl. 20:30 (sami tími og gönguhópurinn). Stjórnendur eru Steinunn Arnars ólafsdóttir, sjúkraþjálfari og Helga Sigfúsdóttir, sjúkraþjálfari. Einungis þarf að greiða aðgangseyri að sundlauginni.
Skráning í símum 463-1590 og 463-1357 dagana 2.-7. apríl.
íþrótta- og tómstundanefnd Eyjafjarðarsveitar

-------

321. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarsal hennar að Syðra-Laugalandi þriðjudaginn 3. apríl 2007 kl. 20.00.
Dagskrá:
1. Vaxtarsamningur Eyjafjarðarsvæðisins, kynning.
2. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar, 103. fundur, 19. mars 2007.
3. Fundargerð atvinnumálanefndar, 46. fundur, 28. mars 2007.
4. Fundargerð stjórnar Sorpeyðingar Eyjafjarðar, 84. og 85. fundur, 22. feb. og 15. mars 2007.
5. Erindi íbúa við Hjallatröð og Sunnutröð, dags. 28. mars 2007.
6. Drög að samþykkt um fráveitu Eyjafjarðarsveitar.
7. Samstarf sveitarfélaga við Eyjafjörð.
8. Tillaga að stækkun friðlandsins í þjórsárverum.
9. Tillaga að samningi við Yl sf.
10. Minnisblað um efnistöku.
11. Minnisblað, framkvæmdaáætlun.

Sveitarstjóri

Getum við bætt efni síðunnar?