Auglýsingablaðið

439. TBL 12. september 2008 kl. 15:20 - 15:20 Eldri-fundur

Víga-Glúmur    Happadrætti

Aukaútgáfa var á auglýsingablaðinu s. l. fimmtudag vegna Víga-Glúmshátíðarinnar í dag. Glöggir lesendur hafa kannski tekið eftir að efst á hægra horni blaðsins var fjögurra talna númer. þetta er happadrættisnúmer og verða veglegir vinningar dregnir út á samkomunni við varðeldinn í kvöld.
Vinningarnir verða eingöngu afhentir gegn staðfestingu og því eru sveitungar hvattir til að grípa auglýsingablaðið með á hátíðina.

Góðkunningjar




Félagsleg leiguíbúð

Laus er til umsóknar þriggja herbergja leiguíbúð að Reykhúsum 4a. Umsækjendur skulu hafa náð 60 ára aldri og standast þau tekju- og eignamörk sem ákveðin eru í reglugerð nr. 873/2001, um lánveitingar til leiguíbúða, ráðstöfun þeirra og rekstur. Umsókn skulu fylgja upplýsingar um tekjur og eignir, eins og nánar er skýrt á umsóknareyðublað, sem fæst afhent á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar. Umsóknarfrestur er til 24. september 2008.

Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar, sími 463 1335




Frá Eyjafjarðarsveit

Skólaakstur- framhaldsskólar.

Nemendur úr Eyjafjarðarsveit sem stunda nám við framhaldsskólana á Akureyri eiga þess kost eins og s.l. vetur að nýta sér skólaakstur að Hrafnagilsskóla og fara svo áfram þaðan með bíl frá SBA til Akureyrar. Fyrirkomulagið verður sem hér segir:
Viðkomandi nemendur fara með bílum SBA í venjulegri áætlun þeirra að morgni að Hrafnagilsskóla. þaðan fara þeir saman í bíl til Akureyrar að biðstöð SVA í þórunnarstræti gegnt heimavist MA. þaðan þurfa þeir svo að ganga þann spöl sem eftir er að MA eða VMA.
Eftir hádegi verður bíll á ferðinni frá Akureyri og mun hann koma við á biðstöðinni í þórunnarstræti á þessum tímum:

á mánudögum      kl.  13.45
á þriðjudögum      kl.  13.45
á miðvikudögum   kl. 11.45 og 15.15
á fimmtudögum    kl. 13.05 og 15.15
á föstudögum       kl. 13.05

Stjórnendur beggja framhaldsskólanna á Akureyri hafa samþykkt að þeir sem notfæra sér þessa þjónustu mæti síðar en aðrir í fyrsta tíma að morgni en gert er ráð fyrir að komutími að biðstöðinni við þórunnarstræti verði um kl. 08:20 – 08:30.
þessi tilraun er gerð til áramóta og mun þá verða tekin ákvörðun um framhaldið með hliðsjón af nýtingu.
þjónusta þessi er gjaldfrí.

Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar




Frá Laugalandsprestakalli

Sunnudaginn 14.sept. kl. 11:00: Messa í Grundarkirkju.
    Fermingarbörn og foreldrar þeirra eru hvött að mæta

Sunnudaginn 14.sept. kl.13:30: Messa í Kaupangskirkju.
    Nýtt kirkjuorgel helgað.

Sunnudaginn 21.sept. kl. 21:00: Helgistund í Saurbæjarkirkju.

í Guðs friði, Hannes




Veitum Jóni Gunnari lið !!

Eins og flestir vita þá varð Jón Gunnar Benjamínsson á Ytri Tjörnum fyrir alvarlegu slysi fyrir tæpu ári og er eftir það bundinn við hjólastól. Jón Gunnar hefur sýnt ótrúlegan dugnað við að koma sér út í lífið á nýjan leik en betur má ef duga skal. Hann er nú að fara í kostnaðarsama endurhæfingu til Frakklands þar sem vonir eru bundnar við að ný meðferð geti hjálpað honum til að ná frekari bata.

Jón Gunnar hefur um árabil verið gleðigjafi í lífi okkar sem búum í þessu sveitarfélagi og aldrei horft í tíma eða fyrirhöfn þegar þurft hefur að taka til hendinni. Nú höfum við tækifæri til þess að greiða örlítið inn á þessa skuld. Ef við tökum okkur saman og leggjum hvert og eitt örlítið af mörkum getum við létt undir með honum í baráttunni sem er framundan.

Hægt er að leggja inn á reikning sem hefur verið stofnaður í hans nafni í Landsbankanum, reikningsnúmer 0162 05 270209, kennitala 270375-3679. Við hvetjum ykkur til þess að koma þessu einnig á framfæri við þá sem ekki fá sveitapóstinn okkar og þið vitið að vildu leggja málefninu lið. Ef fólk vill hafa annan hátt á er hægt að hafa samband í síma 868 7121 og við nálgumst framlagið til ykkar.

Vinir og velunnarar Jóns Gunnars




Frá Smámunasafninu

Nú eru aðeins tveir dagar eftir af opnun safnsins í sumar og í dag laugardag verða búvélasafnarar með brot af því besta sem þeir eiga.
þeir verða að smyrja bomma og brasa setja saman hestasláttuvél sem er frá miðri síðustu öld og fleira í þeim dúr. Síðan verður túnið við Sólgarð slegið með öldruðum Ferguson og greiðusláttuvél.
Kvikmyndin ,,Gamalt er gott,, verður sýnd.
26. júlí s.l. varð safnið 5 ára en þá var Sverrir Hermannsson nýlátinn svo öllu tilstandi var frestað, en í staðin er frítt á safnið í dag.
Verið velkomin á skemmtilega sýningu og molakaffi.

www.smamunasafnid.is



Athugið

Hægt er að fá gefins góða, kassavana kettlinga.

Upplýsingar í síma 463-1145




Frá Hrafnagilsskóla

útivistardagur 16. september
þriðjudaginn 16. september er ráðgert að allir nemendur Hrafnagilsskóla fari í gönguferð. Yngstu nemendur fara í Leyningshóla en eldri nemendur í göngu frá afleggjaranum upp að öskuhaugum. þar verður um tvær leiðir að velja eftir getu hvers og eins. Annars vegar er gengið á Súlur og þaðan suður að Litla- og Stóra Krumma og niður að skóla. Hins vegar er gengið meðfram Súlunum og komið niður í Kristnesskóg og gengið þaðan eftir gamla þjóðveginum suður að skóla.

áríðandi er að nemendur komi klæddir og skóaðir til útivistar og göngu.

þessi dagsetning getur breyst ef veður er óhagstætt en upplýsingar verða að morgni 16. 9. á heimasíðu skólans www.krummi.is og í upplýsingasíma (878-1603).

Aðstoðarskólastjóri



Júdó

Nú er hægt að æfa júdó með Samherjum í íþróttahúsi Hrafnagilsskóla

Til að byrja með verða æfingar aðeins á sunnudögum
11 ára og yngri, stelpur og strákar
kl. 13:00 - 14:00
12 ára og eldri, stelpur og strákar
kl. 14:00 - 15:00

þjálfarar eru Jón óðinn óðinsson og Hans Rúnar Snorrason




Eyfi í startholunum

Ritnefndin vill minna á að hin æsispennandi ljósmyndasamkeppni um forsíðumynd Eyvindar 2008 lýkur formlega laugardaginn 20. sept. n. k.
Myndirnar má senda á netfang abs1@hi.is . Einnig viljum við minna á að efnisöflun er hafin og við hvetjum ykkur sveitungar góðir til dáða fram á ritvöllinn.
Kveðja, ritnefnd Eyvindar




„FUGLINN ER FLOGINN“
Kveðjuhóf & lokagjörningur í boði Kristjáns Ingimarssonar og Gogga

þann 15. september kl. 20:00 við bæjarmörkin milli
Eyjafjarðarsveitar og Akureyrar, vestanmegin.
Umgjörðin er tilbrigði við hugmynd (egg) sem var orpið í sumar
af „LíNU“ og klaktist út hjá „GOGGA“.
Allir velkomnir - ókeypis aðgangur og léttar veitingar - lyftum andanum á flug...
þökkum frábærar viðtökur í sumar. George, Steini & Dísa.
Ath! í tilefni dagsins gerðist Lína sjófugl og flýtur um Miðjarðarhafið.




Til sölu

Votheyshnífur til sölu. Lítið notaður og lítur út sem nýr. Stoll br. 1.30 m.

Upplýsingar gefur Guðbjörn í síma 863-1272




355. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn að Syðra Laugalandi,
þriðjudaginn 16. september 2008 og hefst kl. 16:00
Dagskrá:

    Fundargerðir til staðfestingar

1. 0809001F - Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 177
1.1.    0809001 - Gjaldskrá vistunar í skólasamfélaginu
1.2.    0806052 - Samrekstur skóla
1.3.    0806035 - Kynning á stöðu ráðningarmála grunnskóla skólaárið 2008-2009
1.4.    0809002 - Kynning á stöðu ráðningarmála leikskóla skólaárið 2008-2009
1.5.    0809003 - Nemendur grunnskólans
1.6.    0809004 - Nemendur leikskólans
1.7.    0809005 - Ný lög menntunar
1.8.    0809006 - Skipan í skólaráð
1.9.    0803041 - Gangbrautarmál og umferðaröryggi vegfarenda við leik- og grunnskóla.
1.10.  0803044 - Viðbótarsamningar við kennara 2008-2009.
1.11.  0803049 - Heimilisfræðistofa og hönnun skólalóðar.
1.12.  0803045 - Hrafnagilsskóli, mynd- og handmenntastofa.
1.13.  0809007 - íbúðir á vegum sveitarfélagsins til ráðstöfunar fyrir starfsfólk skólanna


2. 0809003F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 110
2.1.    0808014 - ósk um breytingu á skipulagi
2.2.    0807006 - ósk um vegtengingu Leifsstaðabrúnir 9
2.3.    0809010 - Torfur - Umsókn um framkvæmdaleyfi til malartöku úr Skjóldalsá


Almenn erindi
3. 0808015 - Beiðni um styrk

4. 0809008 - ósk um aðkomu að stofnun Menningarfélagins Hofs ses

5. 0809014 - Félagsaðstaða aldraðra


12.9.2008
Guðmundur Jóhannsson, sveitarstjóri.



Frá Kaupangssókn.

Fyrir allmörgum mánuðum síðan var ákveðið að kanna kaup á nýju orgeli fyrir kirkju okkar.  Gamla hljóðfærið hafði nokkrum sinnum verið sent til viðgerðar með takmörkuðum árangri.  Til ráðgjafar með okkur við val fengum við Hörð áskelsson söngmálastjóra, Björn Steinar Sólbergsson skólastjóra tónskóla þjóðkirkjunnar og Daníel þorsteinsson þáverandi organista okkar.  Niðurstaðan eftir að aðstæður höfðu verið skoðaðar í kirkjunni var hljóðfæri af gerðinni Klop frá Hollandi.  Kostnaður við hljóðfærakaupin er nærri 4 millj. Hljóðfærið er nú komið í kirkjuna okkar  og uppfyllir vel þær væntingar sem við það hafa verið bundnar.  Og hinn góði hljómburður Kaupangskirkju nýtur sín nú enn betur með hinu nýja hljóðfæri.
N.k. sunnudag kl. 13:30 mun hljóðfærið verða formlega tekið í notkun við messu og munum við af því tilefni efna til fjölbreytilegs tónlistarflutnings í kirkjunni.

Inngangur er preludia og fuga  eftir Johan Sebastian Bach sem Dóróthea Dagný Magnúsdóttir mun flytja. þær mæðgur á Syðra Hóli,  þuríður Baldursdóttir og Auðrún Aðalsteinsdóttir munu flytja Heiðra skal Herrans dag eftir Felix Mendelshon og einnig Ave María eftir Eyþór Stefánsson. Eftir predikun munu ásdís Arnaldsdóttir og Petra Björk Pálsdóttir flytja Ave María eftir Franz Schubert.

Kirkja hefur staðið í Kaupangi um margar aldir og er vitað um tilvist hennar árið1318 skv. Auðunnarmáldaga.  Kirkjan var helguð Maríu guðsmóður og fer vel á því við þessa athöfn að flytja list henni til dýrðar.  Kór kirkjunnar mun flytja sálma við messuna sem síðan líkur eins og hún hófst á meistara Bach  Nu danke alle Gott´ BWV. 79 en það verk munu flytja Vilhjálmur Ingi Sigurðsson frá Gröf á trompet og Petra Björk Pálsdóttir á orgel.

öllu því góða fólki sem vann með okkur að vali á hljóðfærinu og komið hefur að undir-búningi athafnar þessarar eru hér færðar alúðarþakkir.   
Daníel þorsteinsson hefur hætt störfum sem orgelleikari  og söngstjóri við kirkjuna.  Eru honum  færðar þakkir fyrir hans starf.  Við starfi organista og söngstjóra hefur tekið Petra Björk Pálsdóttir sem Eyfirðingum er vel kunn fyrir kórstjórn..  Petra Björk er hér boðin velkomin til starfa við kirkjuna og væntum við mikils af samstarfi við hana. Auk kirkju okkar starfar Petra Björk sem organisti við kirkjurnar á Svalbarði, Grenivík og í Laufási.

Við vonumst til  þess að sjá ykkur sem flest í Kaupangskirkju n.k. sunnudag.

F.h. sóknarnefndar
óli þór ástvaldar.




Kveðja frá Herði áskelssyni söngmálastjóra þjóðkirkjunnar.

“það er gott að leika fyrir Guði vorum” (S. 147) segir í Davíðssálmi. það er gott að leika á orgel fyrir Guði vorum. ég samgleðst Kaupangskirkjusöfnuði á orgelvígsludegi. ég óska þess að nýja orgelið megi lyfta lofsöngnum hærra, dýpka mátt bænarinnar og gleðja hjörtun í helgidómi Kaupangskirkju. ég hlakka til að fá tækifæri til að kynnast nýja Klop-orgelinu, sem ég er sannfærður um að eigi eftir að reynast lyftistöng fyrir sönglífið í söfnuðinum.

Bestu hamingjuóskir.
Hörður áskelsson.




K a u p a n g s k i r k j a.

Blessun hljóðfæris.
Athöfn sunnudaginn 14. sept., nk., Kl. 13:30.

Dagskrá:

Hringing

Preludia og fuga i D., Johan Sebastian Bach
Dóróthea Dagný Tómasdóttir, orgel

Blessun hljóðfæris

Bæn

Skírn. Sálmur 252 almennur söngur

Kór, sálmur nr. 3.  Lofið vorn Drottinn

Víxlsöngur

Ritningarlestur fyrri, þórdís Karlsdóttir
Ritningarlestur síðari Bjarni Kristjánsson

Heiðra skal Herrans dag. Felix Mendelshon.
Söngur Auðrún Aðalsteinsdóttir  og þuríður Baldursdóttir, orgel Petra Björk Pálsdóttir

Guðspjall

Ave María, Eyþór Stefánsson,
Söngur Auðrún Aðalsteinsdóttir og þuríður Baldursdóttir, orgel Petra Björk Pálsdóttir

Predikun

Ave María, Franz Scubert,
ásdís Arnaldsdóttir selló,  Petra Björk Pálsdóttir orgel

Almenn bæn, syndajátning. Upphaf þakkargjörðar. Faðir vor. Altarisganga, berging

Kór. Sálmur 241, Jesús sem að dauðann deyddir

Blessun
Sálmur 26. Nú gjaldi Guði þökk, almennur söngur

Bæn

Hringing

Eftirspil
Nu danke alle Gott’ aus BWV 79. Johan Sebastian Bach
Vilhjálmur Ingi Sigurðsson trompet, Petra Björk Pálsdóttir orgel.

Getum við bætt efni síðunnar?