Auglýsingablaðið

441. TBL 26. september 2008 kl. 14:36 - 14:36 Eldri-fundur

Frá Laugalandsprestakalli

Kirkjuskóli hefst laugardaginn 27. sept. kl. 11:00 í Hjartanu í Hrafnagilsskóla. þangað eru allir velkomnir. Kirkjuskólastjóri er Brynhildur Bjarnadóttir.

Kveðja, Hannes




þjálfari óskast

Er  ekki  einhver sem vill taka að sér að sjá um leikjaskóla fyrir börn á aldrinum 3. – 6. ára?

íþrótta- og tómstundanefnd hefur áhuga á því að standa aftur fyrir slíku námskeiði en vantar sárlega góðan þjálfara til að taka starfið að sér.
áhugasamir hafi samband við Kristínu í síma 861 4078 eða á
netfangið kristin@krummi.is

íþrótta- og tómstundanefnd Eyjafjarðarsveitar




Hrossasmölun – Stóðréttir

Hrossasmölun í Eyjafjarðarsveit fer fram 3. og 4. október. Með auglýsingablaðinu í dag eru gangnaseðlar fyrir hvert svæði ásamt upplýsingum um gangnaforingja. Sjá seðla hér
á gangnaseðlinum má sjá upplýsingar um fjölda hrossa samkvæmt forðagæsluskýrslu B.í.

Landeigendur þurfa að tilkynna fyrir  15. október n.k.  á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar, fjölda utansveitarhrossa sem tekin hafa verið í hagagöngu. Landeigendur eru minntir á að koma skal öllum óskilahrossum til skilaréttar.

Stóðréttir verða sem hér segir:
Melgerðismelarétt, laugardaginn 4. október kl. 13:00.
þverárrétt, sunnudaginn  5. október kl. 10:00.

Fjallskilastjóri




Haustmarkaður í Laugarborg

Fyrirhugað er að halda markað í Laugarborg 12. október. n. k.
Hægt verður að leiga sölubása.

Nánari upplýsingar og skráning er í síma 864 3199 / 461 3344, Selma.




Blak og fótbolti kvenna

Blakæfingar og kvennafótbolti, sem fyrirhugað var að bjóða uppá í vetur, frestast enn um sinn.  Félagið hefur ekki fengið hentuga tíma í íþróttahúsinu en unnið er að málinu og vonandi leysist það farsællega innan skamms.

Umf. Samherjar




Uppskeruhátíð Umf. Samherja

Uppskeruhátíð Umf. Samherja verður haldin sunnudaginn 5. október í íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar og hefst hún að loknum júdótíma klukkan 15:00. Ef veðrið verður gott verðum við að mestu utandyra en að venju verður grillað, farið í leiki og veittar viðurkenningar til iðkenda.  Einnig verður vetrarstarf Umf. Samherja kynnt.
Nánar á heimasíðunni okkar www.samherjar.is

Stjórnin




STóðRéTTIR + SöLUSýNING + DANSLEIKUR
á MELGERðISMELUM

Laugardaginn 4.október kl 13:00 verður stóðið rekið til réttar.
Seldar verða heitar vöfflur og sjoppa á staðnum.

Sölusýning verður í framhaldi af réttinni
ótamin tryppi verða sýnd í Melaskjóli (nýju reiðskemmunni) og tamin hross á hringvellinum við stóðhestahúsið. Skráning fer fram hjá Jónasi í tölvupóstfang
litli-dalur@litli-dalur.is eða síma 860 9090.
Skrá skal nafn og fæðingarnúmer á hrossinu, verðhugmynd og símanúmer seljanda. Skráningu líkur miðvikudaginn 1.október

Um kvöldið opnar húsið kl 22:00 og Hljómsveitin í sjöunda himni leikur fyrir dansi fram á nótt. Miðaverð kr. 1500

Hestamannafélagið Funi
Stjórn hrossaræktunarfélagsins Náttfara




Samherjamót í badminton

Keppt verður í eftirfarandi flokkum: U-11, U-13, U-15 og U-17.  
Mótið verður haldið sunnudaginn 28. september, frá klukkan 15:00-18:00.
Skráning fer fram á mótinu
Allir velkomnir
                                        Nefndin





Haustfundur

Haustfundur kvenfélagsins Iðunnar verður haldinn í Laugarborg
föstudagskvöldið 3. október 2008, kl. 20:00.
Matarlistakvöld í boði 2. flokks.
Nýjar konur hjartanlega velkomnar.

Stjórnin




356. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn að Syðra Laugalandi, þriðjudaginn 30. september 2008 og hefst kl. 16:00

Dagskrá:

Fundargerðir til staðfestingar
1. 0809004F - Menningarmálanefnd Eyjafjarðarsveitar - 126
1.1.    0809018 - Menningarsjórður Eyjafjarðarsveitar - úthlutun haust 2008
1.2.    0809017 - Safnamál í Sólgarði
1.3.    0809016 - Dagskrá vetrarins 2008-2009
1.4.    0809008 - ósk um aðkomu að stofnun Menningarfélagins Hofs ses

2. 0809006F - Umhverfisnefnd Eyjafjarðarsveitar - 84
2.1.    0711031 - Eyðing kerfils
2.2.    0809021 - Umhverfisverðlaun 2008

3. 0809007F - Félagsmálanefnd Eyjafjarðarsveitar - 123
3.1.    0804003 - Stefnumótun fyrir félagsmálanefnd Eyjafjarðarsveitar.
3.2.    0809025 - Málefni aldraðra
3.3.    0809026 - Félagsleg leiguíbúð Reykhús 4a
3.4.    0809020 - Yfirfærsla á félagsþjónustu fatlaðra til sveitarfélaga

4. 0809009F - íþrótta- og tómstundanefnd Eyjafjarðarsveitar - 126
4.1.    0809024 - Ungmennafélagið Samherjar óska eftir að opnunartími íþróttamiðstöðvar verði aukinn
4.2.    0809009 - Sundnámskeið og æfingar haust 2008

5. 0809011F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 111
5.1.    0804039 - Hvammur - Efnistaka, aðalskipulagsbreyting
5.2.    0707016 - þverá I - Umsókn um iðnaðarlóð. Jarðgerðarstöð, Tillaga að deiliskipulagi
5.3.    0809012 - Guðrúnarstaðir - álit Eyjafjarðarsveitar á tilfærslu heimreiðar inn á land Kálfagerðis.
5.4.    0809029 - Reiðvegamál - Munkaþverá, bakkar Eyjafjarðarár
5.5.    0809028 - Skipun fulltrúa skipulagsnefndar í nýja nefnd á vegum sveitarinnar

Almenn erindi
6. 0809027 - Ungmennaráð í sveitarfélögum


26.9.2008
Guðmundur Jóhannsson, sveitarstjóri.


Getum við bætt efni síðunnar?