Auglýsingablaðið

451. TBL 05. desember 2008 kl. 16:12 - 16:12 Eldri-fundur

Geyr og Grani..

..eru íslenskir fjárhundshvolpar með ákveðnar skoðanir og getuna til að tjá þær. þeir komu í heiminn þ. 16. október sl. Núna eru þeir 7 vikna gamlir og hyggja á útrás úr hvolpakassanum.  Framtíð Grana er væntanlega ráðin, en hann hyggur á víking vestur um haf.  Geyr hins vegar er falur á kostnaðarverði á gott heimili í sveitinni, gegn því að ræktandi fái að fylgjast með þroska hans og lítist honum á þá fái hann eina endurgjaldslausa pörun á hann. Ræktandi stendur þá að sjálfsögðu straum af þeim kostnaði sem hlýst af þeim heilsufarsskoðunum sem krafist er.

Nánari upplýsingar má fá hjá Sigurlaugu, Grísará 1 og í síma 868-6626




Jólatré

Allar tegundir jólatrjáa. Fyrir íbúa sveitarinnar fylgir jólastjarna hverju keyptu jólatré.

Velkomin í Gömlu Garðyrkjustöðina




Frá UMF Samherjum Eyjafjarðarsveit

þar sem markaðurinn sem átti að vera í Laugarborg hefur verið fluttur um set verður ungmennafélagið ekki með fyrirhugaða fjáröflun þar sunnudaginn 7. desember. Hins vegar verðum við á ferðinni með jólakort, jólapappír, eldhúsrúllur, heimilispoka og úlpur á næstu dögum. Vonum að þið takið vel á móti okkur og börnum okkar í þessari fjáröflun.

Stjórn UMF Samherja




Jólafundur

Jólafundur Kvenfélagsins Iðunnar verður haldinn í Laugarborg 14. desember 2008 kl. 20:00.
Komum og eigum notalega stund saman á aðventunni.

Nýjar konur velkomnar - Stjórnin




ágætu Hjálpakonur,

þá er komið að því að gleðja sveitungana. Kökubaukakvöldið verður í Sólgarði, miðvikudagskvöldið 10.12.2008, kl. 20.30. Takið endilega með ykkur baukana frá því í fyrra

Jólakveðjur, stjórnin.




Hafið þið séð Kríu?

Beagle tíkin Kría hvarf frá Sólheimum á Svalbarðsströnd á miðvikudagsmorgun og hefur ekkert spurst til hennar síðan. Beagle hundar eru þeirrar náttúru að þeir gleyma sér gjarnan yfir slóð sem þeir finna og geta þá álpast eitthvert langt út í buskann. Veður hafa verið válynd og ólíklegt að tíkin sé enn á lífi - þó gæti hún hafa álpast heim á einhvern bæ eða einhver tekið hana í hús. þeir sem kynnu að hafa orðið Kríu varir eða vita eitthvað um örlög hennar eru vinsamlegast beðnir að hringja sem fyrst í síma 867 1000 og láta vita. Ragnar Hólm Ragnarsson.



Getum við bætt efni síðunnar?