Auglýsingablaðið

456. TBL 16. janúar 2009 kl. 15:27 - 15:27 Eldri-fundur

Tilkynning frá sveitarstjórn

Guðmundur Jóhannsson hefur látið af störfum hjá Eyjafjarðarsveit. Sveitarstjórn þakkar Guðmundi unnin störf og óskar honum velfarnaðar á nýjum vettvangi.

Arnar árnason oddviti og Stefán árnason skrifstofustjóri munu sinna störfum sveitarstjóra.

Sveitarstjórn.




Kirkjuskólinn í Eyjafjarðarsveit

Við minnum á kirkjuskólann á morgun, 18. jan. kl. 11:00 í Hjartanu, Hrafnagilsskóla.
Allir velkomnir, bæði stórir og smáir.

Brynhildur, Katrín og Hannes




Snjóhreinsun

Tek að mér snjóhreinsun á heimreiðum. Er með snjóblásara.
Engir ruðningar - Sanngjarnt verð

Grettir, sími 861 1361




Myndasýning

Myndasýning verður í Hrafnagilsskóla laugardaginn 24. janúar kl. 14.00.
Sýndar verða ljósmyndir frá Færeyjaferð og fleira.
Kaffi og meðlæti.
Stjórn Félags aldraðra Eyjafirði




Nemi í Svæða- og viðbragðsmeðferð

Svæða og viðbragðsmeðferð er ævaforn og áhrifarík nuddaðferð sem byggir á því
að hvert líffæri hafi sína orkustöð í fótum.
Er kominn með aðstöðu að Vökulandi, get tekið fólk í nudd gegn vægu gjaldi.

Upplýsingar í síma: 846 7378 – Steinar.




Myndakvöld hjá Náttfara

Bóndadaginn, föstudaginn 23. janúar, kl. 20.30, verður mynda- og bjórkvöld hjá Hrossaræktarfélaginu Náttfara í Funaborg. Sýndir verða stóhestar af seinasta landsmóti og rætt um hrossarækt og annað það sem fundarmenn vilja ræða.

Stjórnin




Kæru sveitungar
 
Minnum enn og aftur á að við sveitungar í Eyjafjarðarsveit komum saman og blótum þorra við glaum og gleði laugardaginn 31.janúar nk.
Nefndin er í góðum gír og hittist reglulega vegna undirbúnings.

Mætum öll og höfum gaman, losum okkur úr fjötrum hversdagsleikans, skundum á blót með trogin full af mat undir hendinni, skemmtum okkur og dönsum dátt fram í febrúar.

Nefndin.

Getum við bætt efni síðunnar?