Auglýsingablaðið

457. TBL 23. janúar 2009 kl. 15:01 - 15:01 Eldri-fundur

þorrablót   Eyjafjarðarsveitar

verður haldið í íþróttahúsinu í Hrafnagilsskóla laugardaginn 31. janúar n.k.
Húsið opnar kl: 20:00 en dagskráin hefst stundvíslega kl: 20:45 með áti, glaumi og gleði.
Munið að hafa nóg í trogunum og þar til gerð áhöld með.
(Diska og hnífapör).   Glös verða á staðnum.

Bændur, búleysingjar og brottfluttir velkomnir ásamt gestum.

Danshljómsveit Friðjóns Jóhannssonar sér um fjörið.

Miðapantanir sunnudagskvöldið 25. jan. og mánudagskvöldið 26. jan. á milli kl. 20:00 og 22:00 í símum:

463-1242 / 894-0700 Jóna og Sverrir
586-2928 / 660-3618 Sirra og Einar
463-1272 / 894-1273.Rósa og Gutti

Miðarnir verða seldir í anddyri sundlaugarinnar á Hrafnagili þriðjudagskvöldið 27. jan. og miðvikudagskvöldið 28. jan. á milli kl. 20:00 og 22:00.

Miðaverð 3.500 kr. ATH! Tökum ekki greiðslukort.
Aldurstakmark: árgangur 1992 og eldri




Frá íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar

Vegna þorrablóts Eyjafjarðarsveitar verður íþróttahúsið lokað frá kl. 14:00 föstudaginn 30. janúar til kl. 15:00 sunnudaginn 1. febrúar.

Sundlaugin verður opin eins og venjulega:
Mánudag – föstudag 6:30 -20:00
Laugardag – sunnudag 10:00 – 17:00

Forstöðumaður




Lokun íþróttahúss vegna þorrablóts

Um næstu helgi falla niður badmintonæfingar, körfuboltaæfing, júdóæfingar og knattspyrnuæfing hjá 7. flokk vegna þorrablóts Eyjafjarðarsveitar. Blakæfing verður að kvöldi sunnudags eins og ekkert hafi í skorist.

Stjórn Umf. Samherja



Námskeið um byggingardóma kynbótahrossa

Fimmtudaginn 29. janúar verður haldið námskeið um byggingu kynbótahrossa á Melgerðismelum. Kennari verður Guðlaugur Antonsson og er námskeiðgjald kr. 1.000- og matar- og kaffikostnaður kr. 1.500-. Námskeiðið hefst kl. 10:00 og stendur fram yfir eftirmiðdagskaffi. Ekki þarf að skrá sig fyrirfram heldur mæta á staðinn.

Stjórn Hrossaræktarfélagsins Náttfara




Til hunda- og kattaeigenda í Reykárhverfi

Að gefnu tilefni er minnt á að bannað er að láta hunda ganga lausa í Reykárhverfi. Einnig ber eigendum katta að sjá til þess að þeir valdi ekki ónæði eða óþægindum.

óskað er eftir að þetta sé virt, þannig að komast megi hjá aðgerðum.

Dýraeftirlitsmaður



Sveitarstjórnarfundur

364. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn að Syðra Laugalandi, þriðjudaginn 27. janúar 2009 og hefst hann kl. 16:00.
Dagskrá fundarins má sjá á upplýsingatöflu á skrifstofu sveitarinnar sem og á heimasíðu sveitarinnar www.eyjafjardarsveit.is

Arnar árnason, Oddviti





Getum við bætt efni síðunnar?