Auglýsingablaðið

466. TBL 27. mars 2009 kl. 08:30 - 08:30 Eldri-fundur

Tilkynning

Frá Búnaðarfélagi Hrafnagilshrepps. 1. apríl 2009 tekur Gylfi Ketilsson, Syðri-Tjörnum yfir útleigu, viðhald og eftirlit á tækjum félagsins og verða öll tæki staðsett hjá honum.
Sími hjá honum er 846 9661 og 463 1314. Stjórnin




Frá Skjólbeltasjóði Kristjáns Jónssonar

þeir sem hyggja á skjólbeltaræktun í vor og eru íbúar í fyrrum öngulsstaðahreppi, geta sótt um styrk í sjóðinn. Umsóknir ber að senda til formanns sjóðsins Benjamíns Baldurssonar Ytri-Tjörnum ásamt upplýsingum um lengd og hver margra raða fyrirhugað skjólbelti á að vera. Umsóknarfrestur er til 1. maí 2009. þeir aðilar sem fengu vilyrði fyrir styrk s. l. vor en komust ekki í skjólbeltaræktun þá, eru beðnir um að endurnýja umsóknir ef þeir ætla að fara í framkvæmdir á sumri komanda.
Stjórn S. K. J.




Adam frá ásmundarstöðum

Stóðhesturinn Adam frá ásmundarstöðum verður í hólfi á Guðrúnarstöðum frá 25. júní til 4. ágúst í sumar. Folatollur er 105 þús. kr., en innifalið í því er hagagjald og sónarskoðun. Staðfestingargjald er  25 þús. kr. Pantanir berist í seinasta lagi 5. apríl, til stjórnar Hrossaræktarfélagsins Náttfara:  ævar Hreinsson, formaður, 865 1370, fellshlid@nett.is ágúst ásgrímsson, gjaldkeri, 866 9420, dvergar@simnet.is     Jónas Vigfússon, ritari, 861 8286, litli-dalur@litli-dalur.is .
Hrossaræktarfélagið Náttfari




Aðalsafnaðarfundur Grundarsóknar

Aðalsafnaðarfundur Grundarsóknar verður haldinn í Laugarborg fimmtudaginn 2. apríl kl 20:30. Stjórnin




Feldur frá Hæli

Stóðhesturinn Feldur frá Hæli verður í Svarfaðardal frá 18. júlí til 15. september í sumar. Folatollur er 75 þús. kr., en innifalið í því er hagagjald og sónarskoðun.
Félagsmenn í Hrossaræktarfélaginu Náttfara hafa forgang að þriðjungi plássa undir hestinn, en þá þurfa þeir að panta í seinasta lagi 5. apríl, hjá þorsteini Hólm í síma 867 5678.
Hrossaræktarfélagið Náttfari




íbúð óskast til leigu

óska eftir íbúð til leigu í Eyjafjarðarsveit sem fyrst.
Guðrún Kruger s: 461 4284




Deildarfundur KEA

Deildarfundur Austur-Eyjafjarðardeildar KEA verður haldinn miðvikudaginn 1. apríl kl. 20:00 á öngulsstöðum Eyjafjarðarsveit. á fundinum verða venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum um störf deilda félagsins.
Deildarstjórn




Smámunasafn Sverris Hermannssonar

Munið Smámunasafnið um páskana: Opið 9.-13. apríl milli kl. 13 og 18 ný sýning opnuð og falin páskaegg.
Verið velkomin www.smamunasafnid.is




ATH

óska eftir að taka nokkra ha á leigu undir kornrækt.
Halldór, s. 864-7440, halldor.gislason@yahoo.com




Aðalfundur Hjálparsveitarinnar Dalbjargar

Aðalfundur Hjálparsveitarinnar Dalbjargar 2009 verður haldinn fimmtudagskvöldið 16. apríl kl. 20:30 í Sólgarði. á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Kaffiveitingar verða í boði og vonumst við til að sjá sem flesta. Nýir félagar eru boðnir velkomnir.
Kær kveðja. Hjálparsveitin Dalbjörg




Frá Umse Samherjum

Gallamál, U.M.S.E og Umf. Samherja: Mynd og upplýsingar um utanyfirgalla er hægt að skoða á heimasíðu Umf. Samherja, http://samherjar.is/ og á netfanginu http://jonasari.blogcentral.is/ Nánari upplýsingar og pantanir eru líka hjá Kristínu á Merkigili 846 2090 og netfang merkigil@nett.is




Gallerýið í sveitinni að Teigi

Erum með gott úrval af fermingarskreytingum á góðu verði eftir Svönu Jósefs. Einnig ferminga og gestabækur og margt fleira fallegt til gjafa. Opið er fyrst um sinn um helgar 14:00-18:00. í annan tíma má hringja í 894-1323 í Gerði. Verið hjartanlega velkomin.




Sunnudagaskóli

Minnum á sunnudagaskólann 29. mars kl 11:00 í Hjartanu Hrafnagilsskóla.  Söngur, sögur, brúðuleikhús og margt fleira skemmtilegt
Katrín, Brynhildur, Daníel og Hannes.




Bókasafn Eyjafjarðarsveitar

þá er vorið á næsta leiti og komið að páskalokun. Síðasti útlánadagur fyrir páska er föstudagurinn 3. apríl. þriðjudaginn 14. apríl opnar safnið aftur og þá er opið eins og venjulega frá kl. 9:00-12:30. Munið að safnið er fyrir alla íbúa sveitarfélagsins og opnunartímar eru: Mánudaga frá kl. 9:00-12:30 og 13:00-16:00.
þriðjudaga - föstudaga frá kl. 9:00-12:30.




Aðalsafnaðarfundur Kaupangssóknar

Aðalsafnaðarfundur Kaupangssóknar verður haldinn í Kaupangskirkju þriðjudaginn 7.apríl næstkomandi kl. 20.30.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Sóknarbörn eru hvött til að fjölmenna. Sóknarnefndin.




Ath
Kæru bændur: þeir sem vilja nýta þjónustu dýralæknis seinnipart dags er velkomið að hafa samband við undirritaðan í s. 857-6013, eftir þörfum.
Kveðjur, Karl Karlsson




æskan og hesturinn
æSKAN OG HESTURINN verður haldin á Akureyri 2. maí n. k. Hestamannafélaginu Funa er boðið að taka þátt. þeir sem vilja vera með að skipuleggja og æfa atriði, hittumst með foreldrum í Funaborg 29/3 kl 10.00. Sara Arnbro 845 2298.




Sveitarstjórnarfundur

367. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn að Syðra Laugalandi, þriðjudaginn 31. mars 2009 og hefst hann kl. 16:00. Dagskrá fundarins má sjá á upplýsingatöflu á skrifstofu sveitarinnar sem og á heimasíðu sveitarinnar www.eyjafjardarsveit.is  Oddviti
Getum við bætt efni síðunnar?