Auglýsingablaðið

480. TBL 10. júlí 2009 kl. 08:43 - 08:43 Eldri-fundur

Félagsleg leiguíbúð. Laus er til umsóknar frá 1. september n. k. tveggja herbergja leiguíbúð að Skólatröð 6. Umsækjendur skulu standast þau tekju- og eignamörk sem ákveðin eru í reglugerð nr. 873/2001, um lánveitingar til leiguíbúða, ráðstöfun þeirra og rekstur. Umsókn skulu fylgja upplýsingar um tekjur og eignir, eins og nánar er skýrt á umsóknareyðublaði sem fæst afhent á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar. Umsóknarfrestur er til 31. júlí n. k.
Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar, sími 463 1335, esveit@esveit.is



Heimaþjónusta. Starfskraftur óskast til að sinna heimaþjónustu 2 klst. aðra hvora viku. Upplýsingar á skrifstofu sveitarfélagsins í síma 463 1335 og á netfanginu esveit@esveit.is



Sumardagur á sveitamarkaði alla sunnudaga í sumar frá 12. júlí til 16. ágúst. Sveitavörur og heimaunninn varningur. Markaðurinn er í Gömlu Garðyrkjustöðinni Grísará og opnar kl. 11:00. áhugasamir söluaðilar hafi samband við markaðsstjórn í síma 857 3700 (Margrét) eða sendi tölvupóst á sveitamarkadur@live.com
Fimmgangur



Fyrstuverðlauna stóðhesturinn þorri frá Möðrufelli. IS2005165525. Bygging: 8,06 ; Hæfileikar: 8,14 ; Aðaleinkunn: 8,11 ; Verður í hólfi í Hól II. Nánari upplýsingar: Inga Bára s. 8482360 og Ragnar s. 8960391 eða inga_ragg@hotmail.com



Atvinna. Starfsmann vantar á Hrafnagilsbúið, helst vanan bústörfum. Við lofum að viðkomandi leiðist ekki!. Ath. Okkur vantar Springmaster rakstrarvél.
Upplýsingar gefa Jón Elvar og Berglind í símum 892 1197 ; 693 6524 ; 463 1197.



Karlareið Funa 2009. Karlar nú er komið að ykkur, karlareiðin verður laugardagskvöldið 18 júlí. þið mætið við réttina á Melgerðismelum kl. 20.00 í fordrykk og svo verður lagt af stað kl. 20.30 stundvíslega. þið komið með kjötið og góða skapið – við sjáum um meðlætið. þátttökugjald er 1.500 krónur. Allir karlar velkomnir.
Nefndin.



Túnþökur til sölu. Sveigjanleg greiðslukjör. Túnþökusalan Hrafnagili.
Ath. Ef bændur þurfa að losna við rúlluhólka má hafa samband við Jón Elvar í síma 892 1197.



Frjálsar. Miðvikudaginn 15. júlí klukkan 19:00 þá ætlum við hjá Samherjum að halda mót fyrir alla sem hafa áhuga á að prófa frjálsar eða eru nú þegar að æfa hjá félaginu. það kostar ekkert að keppa og foreldrar mega gjarnan vera með og keppa. Keppt verður í aldursflokkunum 12 ára og yngri og 13 ára og eldri, í langstökki, boltakasti, 60m hlaupi og spjótkasti. Skráning verður á staðnum.  Nú er bara að mæta og hafa gaman af.
Frjálsíþróttanefnd U.m.f Samherja



Smábaggavél óskast. Vegna bilunar í smábaggavél vantar mig aðra vél eða varahluti í þá biluðu. Hún heitir Claas Markant 55 en ég er einnig tilbúinn að skoða notaðar vélar af öðrum tegundum, séu þær í lagi.
Sverrir í Brekku, sími 8471654



Gleðisöngur Gasellunnar
Lag: hæ dúllía dúllía dúllía dei

Nú merin er fundin og allt hennar fé
því arka ég óhrædd gasellum með
um Bíldsárskarð höldum og förum þar greitt
þar hefur aldrei nú verið mjög leitt.

Fram Fnjóskadal höldum og höfum þar kátt
á staðinn hans Sörla við förum í sátt.
þar skal nú sungið og hlegið dátt
og gengið skal hægt um gleðinnar gátt.

Og ef þú vilt kona góð í þessa ferð
ég gsm númer nú segja þér verð
þá muntu fá samband við foringja vorn
sem öllu mun bjarga, þó sé fyrir horn.

Kæru Gasellur, fyrrverandi, núverandi og verðandi, nú er að skrá sig fyrir 15. júlí. Síminn er 866-9420. Farið verður frá Melgerðismelum mánudaginn 20. júlí og frá Kaupangsbökkum 21. júlí. Heimkoma á Kaupangsbakka áætluð 23. júlí.
Getum við bætt efni síðunnar?