Opnar dyr í Eyjafarðarsveit á sumardaginn fyrsta kl. 13:00-17:00

Opnar dyr í Eyjafarðarsveit á sumardaginn fyrsta
13:00-17:00
Ókeypis aðgangur en sums staðar er verið að selja veitingar og vörur.

Ferðaþjónustuaðilar, handverksfólk og smáframleiðendur í Eyjafjarðarsveit opna dyr sínar upp á gátt á sumardaginn fyrsta frá 13-17.
Tónlistarfólk stígur einnig á stokk hér og þar og fremur list sína (athugið sérstakar tímasetningar).
Um að gera að rúnta inn í sveit og kynna sér málið.

Kort yfir staðina er að finna hér í pdf skjali.

Dyngjan Listhús: Velkomin! Fögnum saman degi Góunnar, Yngismeyjum og sumrinu
K-Ing Gler vinnustofa Hólshúsum: Glervörur, gæru og jurtalitað garn til sýnis og sölu
Grundarkirkja kl 16: Guðrún Ösp og Gísli rúnar flytja nokkur ljúf lög við undirleik Daníels Þorsteinssonar
Ísbúðin Holtseli: Vöfflukaffi, ís í skafborðinu og kjöt beint frá býli til sölu. Teymt verður undir börnum fyrir 500kr.
Risakýrin Edda: Upplagt að heilsa upp á elsku Eddu og sjá hvernig hún kemur undan sínum fyrsta vetri
Smámunasafnið: Frítt inná safnið, vöfflur og kaffi til sölu
Saurbæjarkirkja kl 15: Bóndi og Kerling (Bobbi og Sigga) kynna nýútkominn geisladisk sinn Úr tóngarðinum með 30 mínútna tónlistarstund í guðs friði
Melgerðismelar Funaborg: Kaffihlaðborð, teymt undir börnum, handverksmarkaður og fleira
Brúnir: Kaffihúsið opið og endurbætt vinnustofa og gallerí
Lamb Inn: Við kynnum sumarmatseðilinn, smakk og heitt á könnunni.
Ásar Guesthouse: Hrund Hlöðversdóttir tekur lagið með nikkuna kl 14. Ljúf stemning með kaffibolla, sætum bita og lifandi tónlist
Skógarböðin: Léttir tónar á pallinum ef veður leyfir