Umsˇkn um h˙saleigubŠtur

Opnun fÚlagsa­st÷­u aldra­ra Ý Eyjafjar­arsveit vori­ 2009á á ═ Eyjafjar­arsveit er fj÷l■Štt fÚlagsleg ■jˇnusta Ý bo­i fyrir Ýb˙a sveitarfÚlagsins.

FÚlagsmßl

Opnun félagsaðstöðu aldraðra í Eyjafjarðarsveit vorið 2009
Opnun félagsaðstöðu aldraðra í Eyjafjarðarsveit vorið 2009 
 
Í Eyjafjarðarsveit er fjölþætt félagsleg þjónusta í boði fyrir íbúa sveitarfélagsins. Samvinna við nágrannasveitarfélög við Eyjafjörð veitir íbúum aðgang að ráðgjafarþjónustu í fremstu röð á sviði félagsmála. Þá hefur Eyjafjarðarsveit einnig gert samninga við Akureyrarbæ um ákveðin þjónustukaup, sem og um stofnanaþjónustu fyrir aldraða, svo dæmi séu nefnd. Verklagsreglur um þjónustuna má sjá hér.
Félagsmálanefnd fer í umboði sveitarstjórnar með málefni félagsþjónustu í sveitarfélaginu og erindisbréf nefndarinnar má sjá hér.
Hér að neðan má sjá upplýsingar um nokkra þá málaflokka sem falla undir félagslega þjónustu. Upplýsingarnar eru ekki tæmandi en nánari upplýsingar má fá á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar í síma 463 0600 og á netfanginu esveit@esveit.is.
 
Húsaleigubætur
Húsaleigubætur eru greiddar til leigjenda samkvæmt lögum um húsaleigubætur. Upplýsingar um húsaleigubætur og umsóknareyðublöð fást á skrifstofu sveitarfélagsins.
Upplýsingar um skilyrði bótaréttar má finna á heimasíðu Velferðarráðuneytisins.
Þar er einnig að finna reiknivél fyrir húsaleigubætur þar sem umsækjendur geta sett inn umbeðnar forsendur og séð væntanlega bótaupphæð.
Umsóknum skal skilað á stöðluðum eyðublöðum. Hægt er að prenta þau út og fylla inn áður en þeim er skilað til skrifstofu Eyjafjarðarsveitar ásamt umbeðnum fylgigögnum.
 

Fjárhagsaðstoð
Fjárhagsaðstoð er veitt samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga en samkvæmt þeim er hverjum og einum skylt að framfæra sjálfan sig, maka sinn og börn yngri en 18 ára. Í lögunum er einnig kveðið á um að sveitarfélag skuli veita íbúum sínum þjónustu og aðstoð sem er til þess fallin að bæta úr vanda eða koma í veg fyrir að fólk lendi í þeirri aðstöðu að geta ekki séð fyrir sér og sínum.
Eyjafjarðarsveit hefur gert samning við Akureyrarbæ varðandi úrvinnslu umsókna. Ráðgjafar fjölskyldudeildar Akureyrarbæjar taka við fjárhagsumsóknum. Í umsókn þurfa m.a. að koma fram upplýsingar um fjölskyldugerð, atvinnu, húsnæði, tekjur, skuldir og eignir. Fjárhagsaðstoð er skattskyld.
Ýmsar ástæður geta legið að baki því að fólk þurfi fjárhagsaðstoð, svo sem lág laun, atvinnuleysi eða veikindi. Fjárhagsaðstoð til einstaklings getur verið allt að kr. 151.573 á mánuði og kr. 242.517 á mánuði til hjóna eða fólks í sambúð. Aðstoðin er óháð barnafjölda, þar sem reiknað er með að barnabætur, meðlög og barnalífeyrir mæti kostnaði vegna barna. Vaxtabætur og húsaleigubætur mæta mismunandi kostnaði vegna húsnæðis. Heimilt er að veita einstaklingum og fjölskyldum aðstoð vegna sérstakra aðstæðna, sbr. IV. kafla í reglum um fjárhagsaðstoð.
Ráðgjöf vegna fjármála er veitt þar sem þörf er fyrir hana og alltaf í tengslum við fjárhagslega aðstoð.
Tekjur: Allar tekjur hvort heldur þær eru styrkir, lífeyrir, atvinnuleysisbætur eða launatekjur eru reiknaðar sem tekjur. Undanskyldar eru umönnunarbætur sem foreldrar fatlaðra barna fá. Þegar um launatekjur er að ræða er horft á heildartekjur.
Nauðsynlegar upplýsingar: Umsókn um fjárhagsaðstoð skal fylgja staðfest skattframtal sl. árs, staðgreiðsluyfirlit skatta frá yfirstandandi ári ásamt yfirliti yfir allar tekjur og aðrar greiðslur til umsækjanda og maka hans þann mánuð sem umsóknin er lögð fram og mánuðinn á undan, þar með taldar greiðslur frá Tryggingarstofnun ríkisins, lífeyrissjóðum, Atvinnuleysistryggingarsjóði, sjúkrasjóðum stéttarfélaga eða öðrum aðilum. Til að hægt sé að gera sér fyllilega grein fyrir fjárhgslegri stöðu umsækjanda er nauðsynlegt að fyrir liggi upplýsingar um skuldir og föst útgjöld viðkomnandi á mánuði (greiðsluþjónusta).

Heimaþjónusta
Öldruðum, öryrkjum og þeim sem eiga við tímabundin veikindi að stríða eða erfiðar félagslegar aðstæður er veitt heimilishjálp. Sækja þarf skriflega um þjónustuna til skrifstofu Eyjafjarðarsveitar en ráðgjafasþjónusta fjölskyldudeildar Akureyrarbæjar framkvæmir mat á þörfum umsækjenda samkvæmt þjónustusamningi þar um og gerir tillögu um umfang þjónustu í hverju tilviki. Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar annast síðan framkvæmd þjónustunnar.
Unnt er að sækja um á rafrænum eyðublöðum í valstikunni hér til hliðar en einnig má prenta eyðublað og senda til skrifstofu Eyjafjarðarsveitar ásamt umbeðnum fylgigögnum.
Gjaldskrá fyrir félagslega heimaþjónustu má sjá hér.
 
Félagslegar leiguíbúðir
Félagslegt leiguhúsnæði á vegum sveitarfélagsins er auglýst sérstaklega í hvert sinn. Mikilvægt er að staðfesta umsóknir  við hverja auglýsingu enda þótt áður hafi verið sótt um húsnæði hjá sveitarfélaginu. Unnt er að sækja um á rafrænum eyðublöðum í valstikunni hér til hliðar en einnig er hægt að prenta eyðublaðið og senda til skrifstofu Eyjafjarðarsveitar ásamt umbeðnum fylgigögnum.
 
Félagsstarf aldraðra
Félagsstarf aldraðra er með blómlegum hætti í Eyjafjarðarsveit. Aldraðir í sveitarfélaginu eru í Félagi aldraðra í Eyjafirði en starfssvæði félagsins nær til Svalbarðsstrandar. Eyjafjarðarsveit hefur látið innrétta aðstöðu fyrir félagsstarfið í húsnæði sem áður nýttist sem heimavist Hrafnagilsskóla og greiðir sveitarfélagið einnig launakostnað starfsmanna sem vinna með félagsmönnum.
Á samverustundunum fer fram fjölbreytt starf svo sem handavinna, spilamennska og margt fleira. Félagið stendur fyrir árlegu þorrablóti og skemmtiferðum á sumrin.
 
Daggæsla á einkaheimilum
Dagmæður þurfa samkvæmt lögum sérstakt leyfi til að taka börn í dagvistun. Um slík leyfi þarf að sækja til skrifstofu Eyjafjarðarsveitar og fer mat á umsækjanda fram í samráði við ráðgjafarþjónustu Akureyrarbæjar.
 
Vistun aldraðra
Vistun fyrir aldraða í Eyjafjarðarsveit er í boði hjá öldrunarstofnunum á Akureyri. Sveitarfélögin tvö hafa með sér samning um þennan þátt öldrunarþjónustu og standa aldraðir í Eyjafjarðarsveit jafnfætis öldruðum á Akureyri gagnvart forgangsröðun í laus vistunarrými.
 
Barnaverndarmál
Málefni barnaverndar í Eyjafjarðarsveit heyra undir sameiginlega barnaverndarnefnd sem skipuð er samkvæmt samningi Akureyrar og nágrannasveitarfélaganna, þ.e. Eyjafjarðarsveitar, Hörgársveitar, Svalbarðsstrandarhrepps og Grýtubakkahrepps. Bæjarstjórn Akureyrar skipar fjóra fulltrúa í nefndina en hin félögin sameiginlega einn fulltrúa.
Frekari upplýsingar nefndina og hvert beina skal ábendingum vegna mála sem heyra undir barnaverndarnefnd má sjá hér.
 
 

SvŠ­i

Skrifstofa Eyjafjar­arsveitar

Skólatröð 9
601 Akureyri
Sími: 463 0600 Fax: 463 0611
Netfang: esveit@esveit.is
Kennitala: 410191-2029
Opnunartími: 10:00 - 14:00 

Pˇstlisti

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir og fleira.??

Mynd augnabliksins