Atvinnumálanefnd

47. fundur 02. maí 2007 kl. 10:05 - 10:05 Eldri-fundur
47. fundur atvinnumálanefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn á Syðra-Laugalandi, Eyjafjarðarsveit mánudaginn 30. apríl 2007 kl. 13.00.
á fundinn mættu Benjamín Baldursson, Birgir Arason, Orri óttarsson, Rósa Hreinsdóttir og Helgi örlygsson. Einnig mætti Bjarni Kristjánsson sveitastj á fundinn.
Fyrir fundinum lá eftirfarandi:
1) Fjallskilamál.
önnur umræða um fjallskilamál, upprekstrarfélög og þau gjaldkerfi sem eru í gangi í tengslum við fjallskil. Orri byrjaði umræðuna og sagði að núverani kerfi virkar ekki ástæðan er sú að farið er í skyldugöngur og svo kemur gangnamönnum þetta ekki við að öðru leyti. Leggur til að farið verði í gömlu aðferðina með að heimamenn sem noti landið sjái um þessi mál á hverjum stað og stofni upprekstrarfélög. Ekki náðist samstaða í nefndinni um þessi mál. Kom fram að kostnaður vegna fjallskila er 880 þúsund árið 2006. Orri leggur til að halda almennan fund um fjallskil í sumar eða haust.
Næsti fundur verður ákveðinn 5 júní 2007

Fleira ekki rætt og fundi slitið 15.20. / hö
Getum við bætt efni síðunnar?