Atvinnumálanefnd

32. fundur 10. desember 2006 kl. 20:27 - 20:27 Eldri-fundur

32. fundur atvinnumálanefndar Eyjafjarðarsveitar mánudaginn 17. okt. 2005 

á fundinn mættu Jón Jónsson, Birgir Arason, Páll Snorrason, Sigríður Bjarnadóttir og Vaka Jónsdóttir ásamt Bjarna Kristinssyni dýraeftirlitsmanni.

Fyrir fundinum lá eftirfarandi dagskrá:
1) Fjallskil.
2) Undirbúningur vegna opinna funda um fjallskil og atvinnumál.
3) önnur mál.


1. Fjallskil
Bjarni Kristinsson sagði frá því hvernig smölun hafði gengið í sveitarfélaginu.  Heilt yfir hefur það gengið vel en þegar seinni göngur voru var leiðindaveður og þeim víða frestað.  Bjarni lagði það í hendur gangnaforingja á hverju svæði um að sjá til þess að það yrði farið í seinni göngur og tilhögun smölunar þá yrði í þeirra höndum.  Leiðindatíð hefur verið þannig að ekki er búið að fara aðra ferð alls staðar.  Engar kvartanir hafa borist Bjarna og ekki er vitað til þess að fé hafi komið til réttar frá þeim aðilum sem fengu undanþágu frá fjallskilum vegna þess að þeir halda fénu heima. 
Hvað varðar hrossaréttirnar þá komu ekki fram nein óskilahross og vill Bjarni þakka örmerkingunum það. 
Fyrirkomulag smölunar úr Sölvadal breyttist á þann hátt að flest féð á laugardeginum var ekki rekið til réttar á þormóðsstöðum heldur áfram yfir hálsinn og það síðan rekið til réttar á sunnudeginum í Vatnsendarétt.  Bjarna var falið að ræða við Svein á Vatnsenda um framtíðarstaðsetningu réttar á því smalasvæði.  Eins þarf að endurskoða staðsetningu á rétt á svæðinu frá Villingadal til Saurbæjar því þar hefur fyrirkomulag smölunar breyst og Jórunnarstaðaréttin er ekki nýtt lengur. 


2. Undirbúningur vegna opinna funda
Fyrirhugaður er opinn fundur Atvinnumálanefndar í sveitarfélaginu um fjallskilamál.  Stefnt er að því að halda hann í Sólgarði fimmtudaginn 3. nóvember klukkan 20.30.  Jóni var falið að panta hús og sjá um auglýsingu fundarins og vera fundarstjóri og Birgir og Sigríður verða með hugleiðingar um göngur og gangnamál í ljósi breytts fyrirkomulags smölunar á þeirra svæðum.  ætlun fundarins er að fá fram hugmyndir manna um fjallskilamálin almennt og eins reifa það ef einhverjar hugmyndir koma um smalatilhögun á einstökum svæðum. 
Opinn fundur Atvinnumálanefndar um atvinnumál er jafnframt fyrirhugaður.  Hugmyndir eru uppi um að fá Aðalstein frá Fallorku með framsöguerindi, Bjarna Kristjánsson til umfjöllunar á handverksmálum, fulltrúa frá Atvinnuþróunarfélaginu og fulltrúa frá hestamannafélaginu Funa til kynningar á uppbyggingu sem fyrirhuguð er á Melgerðismelum.  Stefnt er að því að halda þann fund í Funaborg fimmtudaginn 8. desember kl. 20.30.  Jóni var falið að panta húsið og ræða við fyrirhugaða erindisdreka.


3. önnur mál
Engin önnur mál lágu fyrir fundinum.



Fundi slitið kl.22.00.  SB ritari

Getum við bætt efni síðunnar?