Atvinnumálanefnd

61. fundur 22. desember 2008 kl. 10:58 - 10:58 Eldri-fundur
61. fundur atvinnumálanefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn Veitingastaðnum Strikinu, Akureyri, föstudaginn 12. desember 2008 og hófst hann kl. 12:00
Fundinn sátu:
Benjamín Baldursson, Bryndís Símonardóttir, Birgir H. Arason, Orri óttarsson, Helgi örlygsson,

Fundargerð ritaði:  Benjamín Baldursson , formaður

Dagskrá:

1.    0808001 - Fjallskil og fjárgöngur 2008
Lagt er til, að fjallskil heyri ekki lengur undir atvinnumálanefnd, heldur verði skipuð sérstök nefnd um þau mál. þær breytingar sem gerðar voru s.l. haust um fjallskil, voru unnar af starfshópi sem atvinnumálanefnd skipaði og leggur nefndin til að sami starfshópur leiði störf nýrrar fjallskilanefndar.


2.    0811007 - Refa- og minnkaeyðing 2008
Atvinnumálanefnd beinir þeim eindregnu tilmælum til sveitastjórnarinnar að hún dragi ekki af sér í baráttunni við refi í sveitinni.
Ljóst er að minna er greitt í Eyjafjarðarsveit fyrir unnið dýr en í nágranna sveitarfélögunum og getur það latt menn til dáða. Nær væri að efla menn og hvetja til vetrarveiði, en hana þyrfti að hefja sem allra fyrst.


Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl.   13:30
Getum við bætt efni síðunnar?