Byggingarnefnd

72. fundur 04. júní 2009 kl. 13:11 - 13:11 Eldri-fundur
árið 2009, þriðjudaginn 2. júní, kl. 13.30 kom byggingarnefnd Eyjafjarðar saman til 72. fundar að óseyri 2, Akureyri. Formaður, árni Kristjánsson, setti fundinn.
Fyrir voru tekin eftirtalin erindi.

1.    Míla ehf, Stórhöfða 22-30 Reykjavík, sækir um leyfi fyrir 30 metra háu fjarskiptamastri við tækjahús Mílu í Grímsey, samkvæmt meðfylgjandi teikningu frá úti og Inni arkitektar, dags. 02.04.2009, verk Míla 0904.
Byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.


2.    ásdís árnadóttir, Skarðshlíð 2E, Akureyri, sækir um leyfi fyrir viðbyggingu við sumarhús sitt, sem er á landspildu úr jörðinni Mógili, Svalbarðsstrandarhreppi, samkvæmt meðfylgjandi teikningu frá H.S.á. teiknistofu, dags. maí 2009, verk nr. 99-201.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.


3.    Hólmgeir Valdimarsson, Höfðaborg, Eyjafjarðarsveit, sækir um leyfi til að byggja geymsluhús (bogaskemma) á lóð B-3 á jörðinni Hólshúsum II, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Verksmiðjan teikni- & verkfræðiþjónusta, dags. 17.03.2009, verk nr. 09 013
Byggingarnefnd samþykkir erindið.


4.    Guðrún H. Bjarnadóttir og Edward Kiernan, Barmahlíð 2, Akureyri, sækja um leyfi fyrir einbýlishúsi og bílskúr á lóð B-4, Fífilbrekku á jörðinni Hólshúsum II, Eyjafjarðarsveit, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá AVH teiknistofu, dags. 02.06.2009.
Byggingarnefnd samþykkir erindið. Jafnframt falla úr gildi áður samþykktar teikningar frá 19. júlí 2005.


5.    Trausti Adamsson, Kotárgerði 29, Akureyri, sækir um leyfi fyrir gestahúsi/aðstöðuhúsi á sumarhúsalóð B-3 í landi Steðja, Hörgárbyggð, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Reyni Adamssyni, dags. 24.04.2009, verk nr. 245-001.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.


6.    árni Steinar Hermannsson, Melateigi 5, Akureyri, sækir um leyfi fyrir viðbyggingu við sumarhús á sumarbústaðalandi úr jörðinni Ytri-Bægisá, Hörgárbyggð, samkvæmt meðfylgjandi teikningu frá H.S.á. teiknistofu, dags. 17.02.2009, verk nr. 03-1201.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15.30.

árni Kristjánsson      Klængur Stefánsson
Pálmi Laxdal           Egill Bjarnason
Kristján Kjartansson  Jósavin Gunnarsson

Getum við bætt efni síðunnar?