Félagsmálanefnd

118. fundur 09. apríl 2008 kl. 09:18 - 09:18 Eldri-fundur
118. fundur félagsmalanefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn að Syðra Laugalandi,  miðvikudaginn 2. apríl 2008 og hófst hann kl. 18:00
Fundinn sátu:
Anna Guðmundsdóttir, ásta Pétursdóttir, Elín Margrét Stefánsdóttir, Ragnheiður Gunnbjörnsdóttir, Hugrún Hjörleifsdóttir, Bjarni Kristjánsson,

Fundargerð ritaði: ,

Dagskrá:

1. 0804003 - Stefnumótun fyrir félagsmálanefnd Eyjafjarðarsveitar.
Drög stefnumótunar ræddar og lagt fram vinnuplan fyrir næsta fund.

2. 0804001 - Gjaldskrá fyrir heimaþjónustu.
Sveitarstjóri kynnti ástæðu þess að nauðsynlegt er að koma á gjaldskrá fyrir heimaþjónustu.
Nefndin ákvað eftirfarandi gjaldskrá:


Gjaldskrá heimaþjónustu er tekjutengd.
Við ákvörðun gjalds er miðað við skattskyldar tekju umsækjanda síðastliðna 12. mánuði.

Gjald- og tekjumök eru endurskoðuð í nóvember ár hvert og hugsanlegar breytingar taka þá gildi um áramót.

Greitt er fyrir allt að 10 klukkustunda þjónusta á hvert heimili á viku. þjónusta umfram það er gjaldfrí.

Ekki skal telja sérstaka uppbót lífeyristrygginga vegna læknis- og lyfjakostnaðar og umönnunar-eða bensínstyrk almannatrygginga til tekna.

Félagsmálanefnd getur veitt afslátt af greiðslum eða undanþágur frá greiðsluskyldu ef sérstakar ástæður gefa tilefni til.

Tekjumörk einstaklinga
Undir 135.000 0 kr.
135.000-165.000 400 kr.
165.000-200.000 500 kr
yfir 200.000 700 kr

Tekjumörk hjóna
undir 215.000 0 kr.
215.000-270.000 400 kr
270.000-320.000 500 kr
Yfir 320.000 700 kr.

Félagsleg liðveisla til fatlaðra kostar 130 krónur á klukkustund.

Anna Guðmundsdóttir, ásta Pétursdóttir, Elín Margrét Stefánsdóttir, Ragnheiður Gunnbjörnsdóttir, Hugrún Hjörleifsdóttir, Bjarni Kristjánss


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:45
Getum við bætt efni síðunnar?