Fjallskilanefnd

10. fundur 15. júní 2012 kl. 08:51 - 08:51 Eldri-fundur

10. fundur fjallskilanefnd Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, mánudaginn 30. apríl 2012 og hófst hann kl. 20:00.

Fundinn sátu:
Birgir H. Arason formaður, Orri óttarsson aðalmaður, Guðmundur Jón Guðmundsson aðalmaður og Jónas Vigfússon sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Jónas Vigfússon, sveitarstjóri.

Dagskrá:

1. 1009016 - Setning reglna um umferð hesta- og hjólamanna
Skipulagsnefnd hefur óskað eftir áliti fjallskilanefndar á þeirri hugmynd að leyfa umferð vélhjóla á reiðveginum yfir Bíldsárskarð tvo dagparta í hverri viku til reynslu í eitt ár.
í 11. gr. fjallskilasamþykktar fyrir sveitarfélög við Eyjafjörð segir að smalanir eða annað það sem ónæði valdi afréttarpeningi séu óheimilar nema með leyfi viðkomandi sveitarstjórnar. Fjallskilanefnd leggst gegn því að umferð vélhjóla verði leyfð á umræddri leið og öðrum afréttum í Eyjafjarðarsveit vegna þess ónæðis og landspjalla, sem slík umferð veldur.

2. 1204024 - Sleppingar 2012
Fjallskilanefnd leggur til að leyft verði að sleppa sauðfé á sumarbeitilönd frá og með 10. júní og stórgripum frá og með 17. júní. Dagsetningar ákveðnar með fyrirvara um ástand gróðurs og umráðamenn búfjár eru beðnir um að virða sleppingardagana.

3. 1204023 - Fjallskil og fjárgöngur 2012
Stefnt er að því að hafa göngur á sama tíma og á s.l. ári þ.e.a.s. fjárgöngur í byrjun september og hrossasmölun aðra helgina í október.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 21:45

Getum við bætt efni síðunnar?