Fjallskilanefnd

11. fundur 18. júlí 2012 kl. 15:57 - 15:57 Eldri-fundur

11. fundur fjallskilanefnd Eyjafjarðarsveitar haldinn  í fundarstofu 2, Skólatröð 9, þriðjudaginn 17. júlí 2012 og hófst hann kl. 20:00.
Fundinn sátu: Birgir H. Arason formaður, Orri óttarsson aðalmaður, Guðmundur Jón Guðmundsson aðalmaður og Jónas Vigfússon sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði:  Jónas Vigfússon, sveitarstjóri.

Dagskrá:

1.     1204023 - Fjallskil og fjárgöngur 2012
Fjallað var um gangnadaga í haust og ákveðið að 1. göngur verði 1. og 2. sept. í gamla öngulsstaðahreppi, en 8. og 9. í gamla Saurbæjarhreppi og Hrafnagilshreppi. Norðan Fiskilækjar verður smalað um leið og heimalönd í Fnjóskadal. Aðrar göngur verði hálfum mánuði síðar. Hrossasmölun verði 12. október og hrossaréttir 13. október.
         

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20:45

Getum við bætt efni síðunnar?