Framkvæmdaráð

65. fundur 08. nóvember 2017 kl. 12:37 - 12:37 Eldri-fundur

65. fundur Framkvæmdaráðs
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, 7. nóvember 2017 og hófst hann kl. 08:15.

Fundinn sátu:
Jón Stefánsson, formaður, Kristín Kolbeinsdóttir, aðalmaður, Sigurlaug Hanna Leifsdóttir, aðalmaður og Ólafur Rúnar Ólafsson, sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði: Ólafur Rúnar Ólafsson Sveitarstjóri.

Fyrir fundinum lá dagskrá með tímaáætlun þar sem forstöðumenn rekstrareininga sveitarfélagsins eru boðaðir til fundarins. Forstöðumenn mættu til fundarins og gerðu grein fyrir helstu atriðum sem þeir telja efni til að framkvæmdaráð taki afstöðu til.
Dagskrá:

1. Tónlistarskóli Eyjafjarðar - Óskalisti 2018 - 1711008
Eiríkur Stephensen var í síma á fundi framkvæmdaráðs, þar sem hann átti ekki kost á að mæta á fundarstað.
Framkvæmdaráð þakkar Eiríki fyrir innlegg hans.

2. Matsalur - Óskalisti mötuneytis - 1711001
Valdemar Valdemarsson kom á fund framkvæmdaráðs.
Framkvæmdaráð þakkar Valdemar fyrir komuna og innlegg hans.

3. Lóð leikskólans Krummakots - leiktæki og viðhald - 1710029
Erna Káradóttir kom á fund framkvæmdaráðs.
Af einstaka atriðum sem þyrfti að leysa fljótt, nefndi Erna að mikil nauðsyn væri á búnaðarkaupum á skólalóð. Sértaklega þyrfti að koma til tæki sem hentuðu einnig yngstu börnunum, frá 12 mánaða aldri en einnig sem nýttust eldri börnum. Gerðar hafi verið ráðstafanir til að panta hentug útileiktæki, þ.e. strætó og einnig krókódíl, en einnig óski hún eftir að fá fimmstrendan rólugálga sem hefur m.a. körfurólur fyrir yngstu börnin.

Áætlaður heildarkostnaður vegna þessa er um 1,5 mkr og upp að 2,0 mkr. með undirlagi og vinnu við uppsetningu.

Framkvæmdaráð þakkar Ernu fyrir komuna og innlegg hennar.

Framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að ofangreind búnaðarkaup verði samþykkt.

4. Lóð Hrafnagilsskóla - jarðvegsskipti/gúmmíhellur og leiktæki - 1710028
Hrund Hlöðversdóttir kom á fund framkvæmdaráðs og fjallaði bæði um skólalóð og önnur málefni Hrafnagilsskóla sem eiga undir fundinn.
Framkvæmdaráð þakkar Hrund fyrir komuna og hennar innlegg.

5. Laugarborg - Óskalisti húsvarðar fyrir fjárhagsáætlun 2018 - 1710024
Eggert Eggertsson mætti á fund framkvæmdaráðs.
Framkvæmdaráð þakkar Eggert fyrir komuna og innlegg hans.

6. Freyvangur - Óskalisti frá húsvörðum fyrir fjárhagsáætlun 2018 - 1710022
Inga Eydal kom á fund framkvæmdaráðs.
Framkvæmdaráð þakkar Ingu Eydal fyrir komuna og innlegg hennar.

7. Skólatröð 4 - Beiðni um endurnýjun á parketi - 1709018
Málið ekki tekið fyrir, frestað.

8. Norðurorka - Upplýsingaskilti á lóð Hrafnagilsskóla - 1503010
Málið ekki tekið fyrir, frestað.

9. Smámunasafn Sverris Hermannssonar - Óskalisti fyrir fjárhagsáætlun 2018 - 1711011
Sigríður Rósa Sigurðardóttir kom á fund framkvæmdaráðs.
Framkvæmdaráð þakkar Sigríði Rósu fyrir komuna og innlegg hennar á fundinn.

10. Íþróttamiðstöð - Óskalisti fyrir fjárhagsáætlun 2018 - 1711010
Ingibjörg Ólöf Isaksen er erlendis. Fyrir fundinum lá erindi frá henni til framkvæmdaráðs vegna vinnu við fjárhagsáætlun.
Framkvæmdaráð þakkar Ingibjörgu fyrir innlegg hennar.

11. Óskalisti - Bókasafn Eyjafjarðarsveitar 2017 - 1711015
Margrét Aradóttir mætti á fund framkvæmdaráðs.
Framkvæmdaráð þakkar Margréti fyrir komuna og hennar innlegg.

Framkvæmdanefnd mun á næsta fundi fjalla frekar um fram komnar tillögur í tengslum við vinnu að fjárhagsáætlun.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:15

Getum við bætt efni síðunnar?