Landbúnaðar- og atvinnumálanefnd

3. fundur 01. júní 2011 kl. 08:28 - 08:28 Eldri-fundur

3 . fundur Landbúnaðar- og atvinnumálanefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn að Syðra Laugalandi, þriðjudaginn 31. maí 2011 og hófst hann kl. 20:00.
Fundinn sátu:
Elmar Sigurgeirsson, Aðalsteinn Hallgrímsson, þórir Níelsson, Karel Rafnsson, Bjarkey Sigurðardóttir og Jónas Vigfússon.
Fundargerð ritaði:  Jónas Vigfússon, sveitarstjóri.

 

Dagskrá:

1.  1105020 - Metan úr héraði
 Frá nýstofnuðu fyrirtæki, Metan úr héraði ehf., mættu Elvar Jónsteinsson framkvæmdastjóri, Bjarni Sigurðsson stjórnarformaður og þórður Birgisson stjórnarmaður til að kynna væntanlega starfsemi þess. Hugmyndin gengur út á að nýta ýmsan lífrænan úrgang, hita hann með heitu vatni frá Becromal og vinna úr því metan, en aukaafurðin verði lífrænn áburður. Unnið er að rannsóknum og í framhaldinu verða gerðir hagkvæmnisútreikningar.
   

2.  1103026 - Leiðbeiningarskilti
 Holtselsbúið óskar eftir aðkomu sveitarfélagsins að því að setja upp upplýsingaskilti vegna búsins. Nefndin leggur til að skilti skuli vera stöðluð með þjónustumerkjum í samræmi við reglur um umferðarmerki, en þó megi merki (logo) viðkomandi aðila vera á skiltinu. þá leggur nefndin til að sveitarfélagið styrki slík skilti um allt að 50 þús. kr.
   

3.  1103020 - Gæsaveiðar eða gæsaslátrun
 Emilía Baldursdóttir beinir þeirri áskorun til sveitarfélagsins að ganga á undan með góðu fordæmi og setja reglur eða a.m.k. tilmæli til landeigenda á svæðinu að láta ekki land undir magnveiðar á gæsum eða öðrum fuglum. Nefndin tekur undir það sjónarmið að gæta þurfi hófs í veiðum og virða þær reglur sem um veiðarnar gilda. þá leggur hún áherslu á að tillit sé tekið til nágranna í þéttri byggð Eyjafjarðarsveitar.
   

4.  1102022 - Komdu norður - styrkbeiðni
 óskað hefur verið eftir styrk í verkefnið Komdu norður. Nefndin leggur til að verkefnið verði styrkt um 25.000 kr.
   

5.  1002017 - Samþykkt um búfjárhald í Eyjafjarðarsveit
 Farið var yfir drög að samþykkt um búfjárhald. ákveðið að fá álit lögfræðinga á tveim atriðum og lagt til að samþykktin fari í almenna kynningu í sveitarfélaginu að fengnu því áliti.
   


Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl.   22:25

Getum við bætt efni síðunnar?