Landbúnaðar- og atvinnumálanefnd

9. fundur 26. október 2012 kl. 09:45 - 09:45 Eldri-fundur

9. fundur Landbúnaðar- og atvinnumálanefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn  í fundarstofu 2, Skólatröð 9, þriðjudaginn 23. október 2012 og hófst hann kl. 20:00.
Fundinn sátu:
Elmar Sigurgeirsson formaður, Aðalsteinn Hallgrímsson aðalmaður, þórir Níelsson aðalmaður, Bjarkey Sigurðardóttir aðalmaður, Arna Bryndís Baldvinsdóttir aðalmaður og Jónas Vigfússon sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði:  Jónas Vigfússon, sveitarstjóri.

 

Dagskrá:

1.  1208011 - ágangur búfjár
 Jón Eiríksson og Unnur Harðardóttir óska eftir rökstuðningi nefndarinnar vegna bókunar um erindi þeirra sem tekið var fyrir á fundi nefndarinnar 12. sept. s.l.
Sveitarstjóra falið að svara í samræmi við umræður á fundinum.
   
2.  1002017 - Samþykkt um búfjárhald í Eyjafjarðarsveit
 Farið var yfir ábendingar sem fram komu á kynningarfundi um drög að búfjársamþykkt og gerðar lagfæringar sem nefndin telur til bóta.
ákveðið að senda fjallskilanefnd drögin til yfirferðar og síðan verði þau afgreidd í sveitarstjórn.
   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 21:30

Getum við bætt efni síðunnar?