Landbúnaðar- og atvinnumálanefnd

17. fundur 29. apríl 2014 kl. 08:47 - 08:47 Eldri-fundur

17. fundur Landbúnaðar- og atvinnumálanefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn  í fundarstofu 2, Skólatröð 9, mánudaginn 28. apríl 2014 og hófst hann kl. 20:00.
Fundinn sátu:
Elmar Sigurgeirsson formaður, Aðalsteinn Hallgrímsson aðalmaður, þórir Níelsson aðalmaður, Bjarkey Sigurðardóttir aðalmaður og Jónas Vigfússon sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði:  Jónas Vigfússon, sveitarstjóri.

Dagskrá:

1.     1404012 - Samstarf - sumarstörf námsmanna
Vinnumálastofnun býður styrk til að standa straum að tímabundnum störfum fyrir námsmenn.
ákveðið að óska eftir styrk fyrir tvö störf.
         
2.     1103002 - Leiga á landi í eigu sveitarfélagsins
Jónas vék af fundi við afgreiðslu á þessum lið dagskrár.
ákveðið að endurleigja það land sem hefur verið í útleigu í Melgerði til eins árs nema syðsta hólfið.
Syðsta hólfið verði auglýst til leigu til eins árs og dregið úr umsóknum.
         
3.     1404009 - áætlun til 3 ára um refaveiðar - drög til umsagnar
Umhverfisstofnun óskar eftir umsögn um þriggja ára áætlun um refaveiðar.
Sveitarstjóra falið að ganga frá umsögn í samráði við refaskyttur sveitarfélagsins.
         
4.     1302019 - Merking gönguleiða
Framkvæmdasjóður ferðamálastaða hefur heitið sveitarfélaginu 1.000.000- kr. styrk á árinu 2014 til merkingar gönguleiða.
á árinu er ætlunin að stika leiðina upp á Kerlingu og frá Kristnesi að Súlumýrum.
    
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 21:10


Getum við bætt efni síðunnar?