Landbúnaðar- og atvinnumálanefnd

21. fundur 29. mars 2016 kl. 14:46 - 14:46 Eldri-fundur

21. fundur Landbúnaðar- og atvinnumálanefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, þriðjudaginn 29. mars 2016 og hófst hann kl. 10:00.

Fundinn sátu:
Hermann Ingi Gunnarsson formaður, Helga Hallgrímsdóttir aðalmaður, Sigmundur Rúnar Sveinsson aðalmaður, Halla Hafbergsdóttir aðalmaður og Gunnbjörn Rúnar Ketilsson aðalmaður.
Fundargerð ritaði: Hermann Ingi Gunnarsson formaður.

Dagskrá:

1. 1302019 - Merking gönguleiða
Nefndin ræðir um möguleika að skrá gönguleiðir í Eyjafjarðarsveit í wapp snjallsímaforrit. Formanni falið að kanna verð og möguleika.

2. 1603025 - Stefnumótun sveitarfélagsins í landbúnaðar- og atvinnumálum
Karl Jónsson formaður ferðamálafélags Eyjafjarðarsveitar kom og fór yfir málefni félagsins.
Miklar umræður um stefnu í landbúnaðar- og atvinnumálum. Ákveðið að halda umræðum áfram á næsta fundi.

3. 1002017 - Samþykkt um búfjárhald í Eyjafjarðarsveit
Samkvæmt 3. gr samþykktar um búfjárhald í Eyjafjarðarsveit verður auglýst að sækja þarf um leyfi til búfjárhalds í Eyjafjarðarsveit. Nefndin mælist til þess að búið verði til umsóknareyðublað og sett inn á vef Eyjafjarðarsveitar.

4. 1603026 - Kýrin í merki Eyjafjarðarsveitar
Máli frestað til næsta fundar


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:15

Getum við bætt efni síðunnar?