Landbúnaðar- og atvinnumálanefnd

37. fundur 24. ágúst 2021 kl. 15:00 - 16:25 fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Hákon Bjarki Harðarson
  • Tryggvi Jóhannsson
  • Sigríður Bjarnadóttir
Starfsmenn
  • Finnur Yngvi Kristinsson
Fundargerð ritaði: Sigríður Bjarnadóttir ritari

Dagskrá:

1. Ferðamálafélag Eyjafjarðarsveitar - Styrkumsókn, markaðsefni fyrir Eddu risakú - 2103025
Ferðamálafélag Eyjafjarðarsveitar hefur sótt um 300.000.- króna styrk ætlaðan uppbyggingu og tilurð risakusunnar Eddu með m.a. heimildarmyndargerð um framkvæmdina auk kynningarefnis tengt söfnun fyrir smíðina. Nefndin samþykkir að veita styrk til þessa.

2. Atvinnuuppbygging í Eyjafjarðarsveit - 2108013
Nefndin ræddi eflingu ferðaþjónustunnar, sem hefur þó verið að sækja sig, og mikilvægi þess að þeir sem eru í forsvari fyrir kynningu sveitarinnar ásamt starfsfólki upplýsingamiðstövðarinnar hafi farið um alla sveit, þekki hana vel og geti miðlað upplýsingum til fróðleiksþyrstra ferðalanga. Auk þess var rætt um göngustíga, hnitsetningar og merkingar en allt þetta styður og styrkir greinina. Sveitin er rík af sögum og minjum sem mætti draga fram víða. Þá spannst umræða um að framboð iðnaðarlóða myndi auka atvinnufjölbreytnina en lítið er um slíkar lóðir. Eftir sem áður skiptir máli að atvinnulífið allt í sveitinni blómstri og atvinnugreinarnar fari vel í sambúð.

Nefndin fer í Þormóðsstaði í Sölvadal að hitta eigendurna og heyra áform þeirra um uppbyggingu þar að loknum formlegum fundi á skrifstofu.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:25

 

 

 

Getum við bætt efni síðunnar?