Lýðheilsunefnd

80. fundur 11. desember 2006 kl. 00:48 - 00:48 Eldri-fundur

80. fundur íþrótta- og tómstundanefndar  haldinn að skrifstofu Eyjafjarðarsveitar 9. nóvember 2004 kl. 17:00.

Mættir: Gunnur ýr Stefánsdóttir, ásta Stefánsdóttir, Kristín Kolbeinsdóttir og Sveinbjörg Helgadóttir.



1. Frágangur vegna kvennahlaups íSí
Endurskoðun á greiðslum til Ingibjargar Magnúsdóttur og Steinunnar ólafsdóttur.


2. Umsókn um styrk frá Hrund E. Thorlacius
Hrund sækir um styrk vegna ferðar til Svíþjóðar þar sem hún var í æfingabúðum sl. sumar. Samþykkt að veita henni styrk kr. 20.000.-


3. Frumkönnun á aðstöðu fyrir sundleikfimi fyrir eldri borgara
Fram hefur komið að starfsmaður á Kristnesspítala þarf að sjá um sundkennslu í lauginni. Anna Rappich tók vel í að sjá um slíka kennslu eða æfingar en kýs að gera það að hausti til og hafa það í námskeiðsformi. Eftir er að athuga áhuga hjá eldra fólki og ræða við yfirlækni á Kristnesspítala um hvort hægt sé að leigja aðstöðuna. Nefndin ætlar að gera ráð fyrir kostnaði við námskeiðið í næstu fjárhagsáætlun ef jákvætt svar fæst frá yfirlækninum.



Fundi slitið kl. 18.00

Fundarritari: Kristín Kolbeinsdóttir

Getum við bætt efni síðunnar?