Lýðheilsunefnd

154. fundur 04. júní 2012 kl. 13:07 - 13:07 Eldri-fundur

154. fundur íþrótta- og tómstundanefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn  í fundarstofu 2, Skólatröð 9, þriðjudaginn 29. maí 2012 og hófst hann kl. 20:00.
Fundinn sátu:
Sigrún Lilja Sigurðardóttir formaður, óðinn ásgeirsson ritari, ólöf Huld Matthíasdóttir aðalmaður og Hans Rúnar Snorrason aðalmaður.
Fundargerð ritaði:  óðinn ásgeirsson, aðalmaður.

Dagskrá:

1.  1204020 - Kvennahlaup íSí 2012
 Farið yfir skipulag og tímasetningu. Kvennahlaupið verður 16. júní klukkan 11:00. Hlaupið verður frá Hrafnagili og hægt verður að hlaupa 2,5 km eða 5 km. Fjölskyldudagur líkt og var í fyrra verður einnig í ár, strax að loknu hlaupi. Boðið verður upp á kassaklifur og þrautabraut auk þess sem félagsmenn Funa munu teyma undir krökkum. Frítt verður í sund milli klukkan 11:00 og 16:00.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 21:00

Getum við bætt efni síðunnar?