Lýðheilsunefnd

178. fundur 10. nóvember 2016 kl. 08:16 - 08:16 Eldri-fundur

178. fundur íþrótta- og tómstundanefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, 9. nóvember 2016 og hófst hann kl. 15:00.

Fundinn sátu:
Halldóra Magnúsdóttir formaður, Guðrún Helga Kristjánsdóttir aðalmaður, Hans Rúnar Snorrason aðalmaður, Garðar Stefán Nikulás Sigurgeirsson aðalmaður, Dagný Linda Kristjánsdóttir aðalmaður, Stefán Árnason embættismaður, Ingibjörg Ólöf Isaksen embættismaður og Ólafur Rúnar Ólafsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði: Halldóra Magnúsdóttir formaður.

Dagskrá:

1. Fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar 2017-2020 - 1609018
Farið yfir drög að ramma fyrir Íþrótta- og tómstundarnefnd í fjárhagsáætlun og umræður.Farið yfir einstaka liði, stöðu og horfur.

Eftir umræður er fyrirliggjandi rammi samþykktur samhljóma.

2. Endurskoðun íþrótta- og hreyfistyrkja - 1602015
Fyrir liggur tillaga um reglur um íþrótta- og hreyfistyrk. Reglurnar samþykktar með orðalagsbreytingum sem ræddar voru á fundinum. Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til við sveitarstjórn að reglurnar taki gildi frá 1. janúar 2017.

3. Gjaldskrá 2017 Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar - 1611014
Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til við sveitarstjórn að hækka gjald fyrir stakt skipti fullorðinna í sund um 100,- kr. úr kr. 600,- í kr. 700,- árið 2017.

Gjaldskrá verði að öðru leyti óbreytt.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00

Getum við bætt efni síðunnar?