Lýðheilsunefnd

101. fundur 16. janúar 2007 kl. 16:57 - 16:57 Eldri-fundur


101. fundur  íþrótta-og tómstundanefndar 9. janúar 2007 kl. 20:15 á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar.

 

Mættir voru þórir Níelsson, Kristín Kolbeinsdóttir, Lilja Sverrisdóttir, Nanna Jónsdóttir og Elmar Sigurgeirsson.


1. Leikjaskóli 3-5 ára, framhaldsnámskeið.
ákveðið að leikjaskólinn verði laugardagana 20. janúar til 24. mars að undanskyldum dögunum 27. jan. og 24. febr. Gjald pr. barn er 2.500 kr. Umsjónarmaður er Berglind Gunnarsdóttir, íþróttakennari.


2. Sundleikfimi aldraðra, framhaldsnámskeið.
Framhaldsnámskeið hefst fimmtudaginn 1. febrúar og verður í alls 8 skipti, þátttakendum að kostnaðarlausu. Kirsten Godsk sér um námskeiðið sem fyrr.


3. Skyndihjálparnámskeið fyrir almenning.
16 tíma skyndihjálparnámskeið verður í kringum mánaðarmótin febrúar/mars í samráði við Gunnar Agnar Vilhjálmsson. 15 þátttakendur komast á námskeiðið og verð er 2.500 á mann.


4. Vígsla sundlaugar Hrafnagilsskóla laugardaginn 13. janúar.
Nefndin fór yfir tillögur undirbúningsnefndar og var sátt við þær.


 

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl.21:30.

Getum við bætt efni síðunnar?