Lýðheilsunefnd

124. fundur 09. júní 2008 kl. 12:43 - 12:43 Eldri-fundur
124. fundur íþrótta- og tómstundanefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn  að Syðra Laugalandi, laugardaginn 7. júní 2008 og hófst hann kl. 10:00
Fundinn sátu:
Elmar Sigurgeirsson, Kristín Kolbeinsdóttir, Lilja Sverrisdóttir, þórir Níelsson, Nanna Jónsdóttir,

Fundargerð ritaði:  Nanna Jónsdóttir , ritari


Dagskrá:

1. 0806020 - Sundnámskeið á vegum íTE sumar 2008.
Sundnámskeið fyrir fullorðna verður haldið í sundlauginni við Hrafnagilsskóla ef næg þátttaka fæst. Ingibjörg ísaksen, íþróttakennari sér um námskeiðið sem hefst mánudaginn 16. júní og verður tvisvar í viku, á mánu- og fimmtudagskvöldum. Kostnaður pr. mann er 9.000 og niðurgreiðir íTE námskeiðið um 2.500 kr. fyrir þá sem eiga lögheimili í Eyjafjarðarsveit.


2. 0802030 - Kvennahlaup íSí 2008
Kvennahlaup íSí var haldið í Eyjafjarðarsveit, laugardaginn 7. júní kl. 11:00 í blíðskaparveðri. Hlaupið var í suður frá Hrafnagilsskóla og þátttakendur voru 55 á öllum aldri. Helga Sigfúsdóttir stjórnaði upphitun og Anna Rappich var með teygjur að hlaupi loknu. Hjálparsveitin Dalbjörg sá um gæslu á hlaupaleiðinni og einnig um kassaklifur í íþróttahúsinu. Hestamannafélagið Funi teymdi undir börnum og Hugrún Hjörleifsdóttir, hjúkrunarfræðingur sá um að mæla blóðsykur og blóðþrýsting hjá þeim sem vildu. Karl Frímannsson, áhugaljósmyndari, tók mikið af myndum. ókeypis var í sund fyrir þátttakendur eftir hlaupið.


3. 0806019 - Fundargerð um opnun sundlaugar sumarið 2008.
Tekin fyrir fundargerð fundar sveitarstjóra, formanns íTE og íþrótta- og æskulýðsfulltrúa Eyjafjarðarsveitar frá 4. júní 2008.

íTE samþykkir fyrir sitt leyti lokun kl. 18.00 á sunnudögum en fellst ekki á lokun laugar vegna þrifa milli kl. 09.30 og 11.00 virka daga. þar sem tekjur vegna lengingar opnunartíma nægja ekki fyrir auknum útgjöldum sumaropnunar óskar íTE eftir auka fjárveitingu frá sveitarstjórn til að mæta þeim kostnaði.
Opnunartími laugar í sumar er sem hér segir:
Virka daga frá kl. 06.30 til 22.30
Laugardaga frá kl. 10.00 til 18.00
Sunnudaga frá kl. 10.00 til 18.00


4. 0806018 - árni Bragi Eyjólfsson sækir um styrk til keppnisferðar í frjálsum íþróttum.
Samþykkt að veita árna Braga Eyjólfssyni styrk að upphæð kr. 25.000 vegna farar á Gautaborgarleikana í frjálsum íþróttum.


5. 0806021 - Sveinborg K. Daníelsdóttir sækir um styrk vegna keppnisferðar á frjálsíþróttamót.
Samþykkt að veita Sveinborgu Kötlu Daníelsdóttur styrk að upphæð kr. 25.000 vegna farar á Gautaborgarleikana í frjálsum íþróttum.


6. 0806022 - Ingvar H. Birgisson sækir um styrk vegna keppnisferðar á frjálsíþróttamót.
Samþykkt að veita Ingvari Heiðmann Birgissyni styrk að upphæð kr. 25.000 vegna farar á Gautaborgarleikana í frjálsum íþróttum.


7. 0806023 - Máni Yasopha sækir um styrk vegna keppnisferðar á frjálsíþróttamót.
Samþykkt að veita Mána Bulakorn Yasopha styrk að upphæð kr. 25.000 vegna farar á Gautaborgarleikana í frjálsum íþróttum.


Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl.   13:40.
Getum við bætt efni síðunnar?