Lýðheilsunefnd

72. fundur 11. desember 2006 kl. 00:44 - 00:44 Eldri-fundur

72. fundur íþrótta og tómstundanefndar í Hrafnagilsskóla 27. apríl 2004 kl. 20.15

Mættir: Gunnur ýr, ásta, Sveinbjörg og Kristín.


1. Beiðni um styrk frá önnu Sonju ágústsdóttur í desember 2003 vegna æfingabúða með Skautafélagi Akureyrar í Svíþjóð sumarið 2003. Málið var afgreitt með símafundi 13. janúar og var samþykkt að styrkja hana um 20.000. kr. sem þegar hefur verið greitt.

 

2. Beiðni um styrk frá ómari Smára Torfasyni vegna ferðar með landsliði 18 ára og yngri í íshokký í mars 2004. Málið afgreitt og samþykkt að styrkja hann um 20.000 kr.

 

3. ósk um aukna fjárveitingu til íþróttahúss Hrafnagilsskóla vegna opnunar sundlaugar Hrafnagilsskóla í maí. óskað er eftir 12. klst. Aukningu á viku og þá yrði laugin opin eftir skólatíma til mailoka. áætlaður kostnaður 80 til 100.000 krónur. Málið afgreitt og samþykkt að veita 100.000 krónum í þetta verkefni. Skilyrði fyrir fjárveitingunni er að ráðinn verði aðili sem fullnægi þeim kröfum sem gerðar eru til sundlaugarvarða.

 

4. Beiðni frá Hestamannafélaginu Funa um styrk til að efla barna og unglingastarf félagsins. Málið afgreitt og samþykkt að veita þeim 230.000 króna styrk.

 

5. ísland á iði. Beiðni um aðkomu íþrótta- og tómstundaráðs að göngu- eða skokkhópi á svæðinu sem myndi hittast 2 - 3 í viku og vera fram að 19. júni sem er Kvennahlaupsdagurinn. Kristínu falið að tala við Tryggva Heimisson, íþróttakennara að taka verkefnið að sér gegn vægu gjaldi. þátttaka yrði án endurgjalds.

 

6. Kvennahlaupið 19. júní 2004. Gunnur ýr ætlar að athuga hvort hugsanlegt sé að halda kvennahlaup hér á Hrafnagilssvæðinu í samráði við íSí.

 

7. KSí býður sveitarfélögum upp á styrk við gerð sparkvalla árið 2004 eða 2005. þeir skaffa gerfigrasið og lagningu þess en annar kostnaður felli á sveitarfélagið. Sökum niðurskurðar á fjárveitingum á þessu fjárhagsári verður íþrótta- og tómstundanefnd að hafna þessu tilboði. Hins vegar líst nefndinni mjög vel á hugmyndina og vísar því erindinu vísað áfram til umfjöllunar sveitarstjórnar.

 

8. Rætt um heilsueflingu í Eyjafjarðarsveit. T.d. "Grænn dagur." Rætt um hugmyndir og verkum skipt á milli nefndarmanna.

 


Fleira ekki rætt. Fundi slitið kl. 21.40

Getum við bætt efni síðunnar?