Menningarmálanefnd

132. fundur 30. september 2010 kl. 09:56 - 09:56 Eldri-fundur

132 . fundur menningarmálanefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn Syðra Laugaland, miðvikudaginn 15. september 2010 og hófst hann kl. 20:30.
Fundinn sátu:
Bryndís Símonardóttir, Benjamín Baldursson, Samúel Jóhannsson, Leifur Guðmundsson og Jónas Vigfússon.
Fundargerð ritaði:  Benjamín Baldursson, .

Farið var að Smámunasafninu í Sólgarði og fundurinn haldinn þar.
Helga Gunnlaugsdóttir boðaði forföll.

Dagskrá:

1.  1007007 - Byssusafn til varðveislu í Smámunasafni
Fyrst var Smámunasafnið skoðað undir handleiðslu Guðrúnar Steingrímsdóttur.
Rætt var um Smámunasafnið og 40-50 byssur sem sveitarfélaginu hefur áskotnast og hvar hægt sé að koma því fyrir.

   
2.  1006012 - Skipan í nefndir, ráð og stjórnir 2010-2014, skv. 51. grein samþykktarar um stjórn og fundarsköp Eyjafjarðarsveitar
Formaður fór yfir erindisbréf nefndarinnar. Skipan ritara var frestað.
Rætt var um félagsheimilin og hugsanleg hljóðfærakaup í Laugarborg.
ákveðið var að tímaritið Eyvindur komi út fyrir næstu jól. Benjamín falið að kalla ritnefnd saman að tillögu menningarmálanefndar.

Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl.   22:45

Getum við bætt efni síðunnar?