Skólanefnd

202. fundur 28. júní 2012 kl. 13:58 - 13:58 Eldri-fundur

202. fundur skólanefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, þriðjudaginn 26. júní 2012 og hófst hann kl. 18:00.
Fundinn sátu: Sigríður Bjarnadóttir formaður, Sigurður Friðleifsson aðalmaður, Hólmgeir Karlsson aðalmaður, Valgerður Jónsdóttir aðalmaður, Sigmundur Guðmundsson aðalmaður, Hrund Hlöðversdóttir embættismaður, Karl Frímannsson embættismaður, Inga Bára Ragnarsdóttir áheyrnarfulltrúi, þór Hauksson Reykdal áheyrnarfulltrúi og Harpa Friðriksdóttir áheyrnarfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Valgerður Jónsdóttir, ritari.

Dagskrá:

1. 1205010 - Starfsmannamál Hrafnagilsskóla 2012-2013
Greint frá starfsmannamálum Hrafnagilsskóla. Auglýst hefur verið eftir aðstoðarskólastjóra leikskóladeildar.
Aðstoðarskólastjóri grunnskóladeildar hefur óskað eftir að minnka við sig vinnu og starfa í 80% stöðuhlutfalli. Skólanefnd leggur til að á móti verði starf deildarstjóra aukið tímabundið í 75% úr 50% sem það er nú. Ekki hlýst af þessu kostnaðarauki. Ráðinn hefur verið þroskaþjálfi og þörf er á að ráða iðjuþjálfa í a.m.k. 60% starf, en núverandi iðjuþjálfi hefur hætt störfum. áætlaður kostnaðarauki vegna þessa er u.þ.b 3 mkr.

2. 1206011 - Nýbygging við Hrafnagilsskóla ásamt eldri stofum
Kynnt erindi frá fráfarandi og verðandi skólastjóra Hrafnagilsskóla varðandi nýbyggingu við Hrafnagilsskóla. þar er gerð tillaga að því að formlega verði hafin vinna við undirbúning að byggingu leikskóla á lóð Hrafnagilsskóla. Nýbyggingin mundi auk þess að hýsa leikskólann gera Hrafnagilsskóla fært að færa kennslu úr kjallara íþróttahússins. Skólanefnd sammála um að leggja til við sveitarstjórn að hafin verði vinna við tillögur að framtíðaruppbyggingu skólans. Lagt er til að nefnd sem skipuð var til að vinna skólastefnu Eyjafjarðarsveitar verði falið þetta verkefni.

3. 1205011 - Stofnbúnaður í almennum kennslustofum
Kynnt erindi frá skólastjóra varðandi endurnýjun á stofnbúnaði í kennslustofum. þörf er á endurnýjun húsbúnaðar og tölvubúnaðs. áætlaður kostnaður vegna nauðsynlegra endurnýjunar er u.þ.b. 4 mkr. árlega næstu þrjú ár. Skólanefnd beinir því til sveitarstjórnar að gert verði ráð fyrir þessum kostnaði við endurskoðun fjárhagsáætlunar. Og við gerð næstu fjárhagsáætlana.

4. 1206012 - Rekstrarkostnaður eftir stærð skóla 2010
Lagt fram til kynningar

5. 1206013 - Lærum hvert af öðru - virkjun grunnþáttanna, málþing 31.08.12
Lagt fram til kynningar

6. 1206014 - Aðalnámskrá grunnskóla: Námssvið og námsgreinar - drög til umsagnar
Lagt fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:30

 

Getum við bætt efni síðunnar?