Skólanefnd

119. fundur 11. desember 2006 kl. 21:41 - 21:41 Eldri-fundur

119. fundur í skólanefnd Eyjafjarðarsveitar haldinn í Hrafnagilsskóla kl. 20:30 þann 17. október 2002.

 

Dagskrá:
1. Málefni skólavistunar
2. Starfsskýrsla Leikskólans Krummakots 2002
3. Fjárhagsáætlun Leikskólans Krummakots 2002 - kynning
4. Fjárhagsáætlun Hrafnagilsskóla 2002 - kynning
5. Undirbúningur fjárhagsáætlunar fyrir árið 2003
6. önnur mál

 

Formaður setti fund og opnaði dagskrá.

 

1. Málefni skólavistunar
Fyrir lá greinargerð um skólavistun, sögu hennar og þróun undanfarin ár sem Karl Frímannsson hafði tekið saman. Hann gerði grein fyrir helstu atriðum í greinargerðinni. þar kom m.a. fram hver aukning nýtingar hefur verið frá 1999 þegar meðalfjöldi hvern dag var 6,6 börn og vikulegar vinnustundir 19 til október 2002 þegar meðalfjöldinn er 12,4 börn og vikulegar vinnustundir 30,5.
Fram kom m.a. að ekki eru nein lög eða reglugerðir um skólavistun og því erfitt að gera sér grein fyrir því hvernig henni eigi að vera háttað. Fram kom margvíslegur samanburður við aðra skóla, bæði um fjölda og fyrirkomulag að ýmsu leyti.
á síðasta fundi var rætt um möguleika á því að færa skólavistun til reynslu í húsnæði við mötuneyti í gamla heimavistarhúsinu. Ekki hefur orðið af því að gera þá tilraun og ekki líklegt að af því verði. Einnig kom fram að sérkennsla þyrfti á meira húsnæði að halda. Rætt var um möguleika á að setja upp færanlega kennslustofu en einnig var ræddur sá möguleiki að færa skólavistun úr húsnæði yngsta stigs, sem hún er nú, í stofur 6 og 7 þar sem miðstigið er.
Samþykkt var að óska eftir nánari forsögn sveitarstjórnar um þá þjónustu sem ætlunin er að veita á þessu sviði, t.d. fjölda vistunarrýma, gjaldheimtu, kostnað o.s.frv. Ennfremur var skólastjóra falið að kanna frekar hvort möguleiki er að fá flytjanlega skólastofu og hvað slíkt kynni að kosta ef til kæmi.

 

2. Starfsskýrsla leikskólans Krummakots
Fyrir lá skýrsla leikskólastjóra og var gerður góður rómur að vandaðri skýrslu og mjög fræðandi. Fundarmenn spurðu um fáein atriði og leysti Anna leikskólastjóri úr þeim spurningum.

 

3. Fjárhagsáætlun Leikskólans Krummakots 2002 - kynning
Anna skýrði í fáum orðum helstu þætti áætlunarinnar. Ljóst er að hún stenst misvel, m.a. mun launaliður verða hærri en ætlað var, m.a. vegna veikinda og breytts starfshlutfalls. Anna svaraði einnig nokkrum fyrirspurnum.

 

4. Fjárhagsáætlun Hrafnagilsskóla 2002 - kynning
Skólastjóri fylgdi kynningunni úr hlaði og skýrði fáein atriði. Flest bendir til þess að takist að halda rekstri innan fjárhagsáætlunar.

 

5. Undirbúningur fjárhagsáætlunar fyrir árið 2003
Karl Frímannsson skýrði verklag sem notað verður við gerð fjárhagsáætlunar.

 

6. önnur mál
a. Anna Gunnbjörnsdóttir, skólastjóri Krummakots lagði fram bréf um húsnæði leikskólakennara. í því kom fram að til að tryggja starfsfólk að leikskólanum (sem og grunnskólanum) kynni að vera nauðsynlegt að gera sérstakar ráðstafanir í húsnæðismálum eða með öðrum hætti.
Skólanefnd lítur svo á að það íbúðarhúsnæði sem er í eigu sveitarfélagsins eigi fyrst og fremst að nota fyrir starfsfólk stofnana sveitarfélagsins til að styrkja þær.

 


Fleira gerðist ekki,  fundi slitið kl 23:00

Getum við bætt efni síðunnar?