Skólanefnd

126. fundur 11. desember 2006 kl. 21:43 - 21:43 Eldri-fundur

126. fundur skólanefndar Eyjafjarðarsveitar hófst í Hrafnagilsskóla fimmtudaginn 19. júní kl. 20:30.

Mættir voru: Jóhann ólafur Halldórsson, Valdimar Gunnarsson, Aðalsteinn Hallgrímsson, Elsa Sigmundsdóttir, Hafdís Pétursdóttir, Karl Frímannsson, Anna Gunnbjörnsdóttir, Kristín Hermannsdóttir, Steinunn ólafsdóttir og Tryggvi Heimisson

 

Dagskrá:

1. Endurskoðuð áætlun um kennslustundafjölda Hrafnagilsskóla skólaárið 2003 - 2004
2. ársskýrsla Hrafnagilsskóla
3. þjónustusamningur við fjölskyldudeild Akureyrarbæjar - reynsla Hrafnagilsskóla og Krummakots
4. Skólaakstur á komandi skólaári
5. Rammafjárveiting - kynning á undirbúningi
6. Hrafnagilsskóla - staða fjárhagsáætlunar eftir fyrstu fimm mánuði ársins
7. Krummakot - staða fjárhagsáætlunar eftir fyrstu fimm mánuði ársins.

 

Afgreiðsla:

 

1. Endurskoðuð áætlun um kennslustundafjölda Hrafnagilsskóla skólaárið 2003 - 2004
Karl gerði grein fyrir því að áætlunin væri í raun óbreytt frá því sem lagt var fram á 123. fundi 27. feb. sl. en vissulega mætti mjög lítið bera út af til að verulegar breytingar yrðu.

 

2. ársskýrsla Hrafnagilsskóla
Karl lagði fram skýrslu skólans fyrir skólaárið 2002 - 2003 og fylgdi henni úr hlaði með nokkrum orðum. Einkum skýrði hann frávik frá fjárhagsáætlun sem ekki hafði verið uppfærð þrátt fyrir samþykktar aukafjárveitingar.

 

3. þjónustusamningur við fjölskyldudeild Akureyrarbæjar - reynsla Hrafnagilsskóla og Krummakots
Anna Gunnbjörnsdóttir gerði grein fyrir reynslu Krummakots af þjónustusamningi við Ak.bæ og taldi hana heldur góða, a.m.k. væri biðtími ekki átakanlegur eftir þjónustu fjölskyldudeildar. Hins vegar taldi hún að barnaverndarnefnd brygðist seinna við en æskilegt mætti teljast.
Reynsla grunnskólans er talsvert lakari af þjónustu fjölskyldudeildarinnar og telur skólanefnd ástæðu til að taka þjónustusamninginn til endurskoðunar að þessu leyti. M.a. hefur komið í ljós að Hrafnagilsskóli nýtir h.u.b. 120 stundir árlega af þeim nærri 450 sem gert er ráð fyrir í 8. gr. reglug. um sérfræðiþjónustu. Beinir skólanefnd því til sveitarstjórnar að hafa frumkvæði að viðræðum við fjölskyldudeild um þessa reynslu og hugsanlega endurskoðun samningsins.

 

4. Skólaakstur á komandi skólaári
Karl gerði grein fyrir því að óvænlega hefði horft með skólaakstur - einkum á einu svæði - en nú hefðu orðið breytingar sem leystu þann vanda sem við blasti. Samt sem áður er lítið borð fyrir báru í sumum bílunum og mega ekki verða miklar breytingar á fjölda skólabarna til að ekki raskist núverandi fyrirkomulag.

 

5. Rammafjárveiting -  kynning á undirbúningi
Hafinn er undirbúningur að gerð svonefndrar rammafjárhagsáætlunar og standa að því skólastjóri og skrifstofulið sveitarstjórnar.

 

6. Hrafnagilsskóla - staða fjárhagsáætlunar eftir fyrstu fimm mánuði ársins
Karl lagði fram yfirlit um stöðuna eins og hún er þegar liðnir eru 6 mán. af árinu. Skólinn virðist kominn h.u.b. 1,6 millj. fram yfir áætlun en skýring á því er m.a. sú að ekki var gert ráð fyrir annaruppbót á fyrri hluta ársins.

 

7. Krummakot - staða fjárhagsáætlunar eftir fyrstu fimm mánuði ársins
í Krummakoti er launaliður kominn 1,2 millj. fram yfir áætlun og er megin orsök þess veikindalaun tveggja starfsmanna. Að öðru leyti er rekstur nokkuð samkvæmt áætlun og horfir þokkalega. Skólastjóri óskaði eftir að mega leita til leikskólaráðgjafa sem starfar við skóladeild Akureyrarbæjar. Kostnaður er kr. 1.700 pr. klst. auk þess sem akstur er greiddur. Skólanefnd telur þetta sjálfsagt enda er gert ráð fyrir nokkurri fjárveitingu fyrir sérfræðiþjónustu en þessa þjónustu hefur Krummakot ekki notað sér áður.


Fleira gerðist ekki - fundi slitið kl. 22:15

 

Fundargerð ritaði Valdimar Gunnarsson

Getum við bætt efni síðunnar?